Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002
Útlönd
Fallnir bræöur syrgöir
Þrír palestínskir
bræður farast í
sprengingu
Öflug sprenging varð í gær þremur
palestínskumönnum að bana 1
Jabalya-flóttamannabúðunum á Gaza-
svæðinu auk þess sem flmm aðrir
slösuðust alvarlega. Sprengjan mun
hafa sprungið inni í tveggja hæða
íbúðarhúsi og var svo öflug að veggir
herbergisins rifnuðu út.
Að sögn palestínskra stjórnvalda
voru hinir látnu bræður, allir félagar
í Fatha-hreyflngu Yassers Arafats og
lýst sem friðsömum borgurum og
voru þeir særðu úr sömu fjölskyldu.
Engar staðfestar fréttir höfðu í gær
borist um orsök sprengingarinnar, en
að sögn sjónarvotta virtist sem hún
hafi sprungið óvænt og að einn
bræðranna, sem grunaður er um
græsku, hafl ætlað að nota hana gegn
ísraelum.
Pútín Rússlandsforseti
Bandaríkjamenn vöruöu Pútín í gær
viö aögerðum gegn skæruliöum
innan landamæra Georgíu.
Bandaríkjamenn
vara Rússa við
Philip Reeker, talsmaður banda-
riska utanríkisráðuneytisins varaði
Rússa í gær við hemaðaraðgerðum
gegn tsjetsjenskum skæruliðum innan
landamæra Georgíu og sagði að
bandarísk stjómvöld litu það alvarleg-
um augum ef Rússar virtu ekki rétt-
indi og landmæri landsins.
Aðvörunin kom eftir að Pútín Rúss-
landsforseti hafði í gær varað Samein-
uðu þjóðirnar við því að Rússar
myndu gripa til nauðsynlegra ráðstaf-
ana til að verja sjálfa sig ef Georgíu-
menn gerðu ekkert til þess að hindra
starfsemi tsjetsjenskra skæruliða inn-
an landamæra Georgíu.
Siðustu fjóra mánuðina hafa bada-
riskir hermenn dvaðið í Georgíu, þar
sem þeim var ætlað að aðstoða her
þeirra i baráttunni gegn skæruliðum,
en með litlum árangri.
Rússar hafa átt í ófriði við skæru-
liðahópa aðskilnaðsinna múslíma í
Tsjetsjeníu allt frá árinu 1994 og hafa
rússnesk stjómvöld ásakað Georgí-
menn fyrir að láta skæruliðum eftir
landsvæði í hinu stjómlausa Pankisi-
skarði þaðan sem þeir stundi árásir á
rússnesk landssvæði.
Stjórnvöld í Georgíu segja aftur á
móti að ástandið í skarðinu sé komið
í eðlilegt horf eftir að hafa sent þang-
að um eitt þúsund hermenn til að
reka skæruliðana á brott.
DV
Flórída í Bandaríkjunum:
Þrír menn í haldi vegna
gruns um hryðjuverk
— Gengilbeina á veitingastaö heyrði þá ræða um sprengjur
Lögreglan i Flórída í Bandaríkjun-
um handtók í gær þrjá menn sem
grunaðir eru um að hafa ætlað að
standa að hryðjuverkum.
Mennimir voru eltir uppi og stöðv-
ar af lögreglu í suðurhluta ríkisins,
eftir ábendingu frá gengilbeinu á veit-
ingastað í nágrannaríkinu Georgiu,
en hún hvaðst hafa heyrt þrjá grun-
samlega menn af arabískum uppruna
ræða það sem hún taldi vera ráða-
gerðir um hryðjuverk.
Hún sagði lögreglunni að hún hetði
heyrt einn þeirra tal um að Banda-
ríkjamenn hefðu syrgt 11. september
og að þeir myndu aftur syrgja þann
13. september.
Rannsóknarlögreglan í Georgíu
sendi strax út aðvörun til allra lög-
reglustöðva í nágrenninu og óskaði
eftir því að leit yrði þegar hafin af bíl-
um mannanna, sem gengilbeinan
hafði gefið greinargóða lýsingu á auk
skráningarnúmera.
Sprengjuleitartæki
Lögreglan notaði nýjustu tækni viö
sprengjuleit í bílunum.
Ónefndur aðstoðarlögeglustjóri
stöðvaði bílana um miðnætti að stað-
artíma í gær, eftir að tilkynnt hafði
verið um að annar þeirra hefði ekið
framhjá vegatollskýli án þess að
borga. Eftir að hafa stöðvað bílana á
vestur-austur þjóðveginum í nágrenni
Everglades-þjóðgarðsins í Flórída var
viðkomandi vegi lokað á meðan hand-
taka og rannsókn fór fram og var hon-
um haldið lokuðum fram eftir degi í
gær.
Engar sprengjur fundust í bílunum,
en að sögn talsmanns lögreglunnar
voru kennsl strax borin á mennina og
er rannsókn málsins enn í fullum
gangi. Mennimir munu allir hafa lagt
fram lögleg dvalarleyfi í Bandaríkjun-
um og þegar síðast fréttist höfðu eng-
ar ákærur verið bomar fram.
Að sögn lögreglunnar hafa nokkur
svipuð tilfelli komið upp á síðustu
dögum en öll hafa þau verið byggð á
misskilningi.
REUTER&MYND
Göran greiðir atkvæði
Spennandi þingkosningar fara fram í Svíþjóö á morgun, en samkvæmt síöustu spám stefnir íjafna baráttu milli
Jafnaöarmannaflokks Görans Perssons forsætisráöherra og fylgisflokka hans annars vegar og hægri- og
miöflokkanna hins vegar. Hér á myndinni sjáum viö Persson skila atkvæöi sínu í póstkosningu í gær.
Bush segist efast um að
Saddam samþykki kröfur SÞ
Bush Bandaríkjaforseti sagðist í
gær efast um það að Saddam
Hussein muni koma til móts við
kröfur Bandaríkjamanna til að
koma í veg fyrir fyrirhugaðar hem-
aðaraðgerðir gegn írökum. Þetta
kom fram þegar Bush fundaði með
forystumönnum Afríkiríkja í New
York í gær og sagði Bush byggja
þessa skoðun sína á þvi að Saddam
hefði þegar þráast við í ellefu ár.
„í ellefu löng ár hefur Saddam
hunsað allar fram komnar kröfur
alþjóðasamfélagsins og i raun gefið
Sameinuðu þjóðunum langt nef,“
sagði Bush og ítrekaði kröfu sína
um að Sameinuðu þjóðirnar settu
írökum tímamörk til að samþykkja
skilyrðislausar kröfur Öryggisráðs-
ins. „Tímamörk ekki lengri en
daga eða vikur, en ekki mánuði eða
ár.
Bush sagði að næstu skref yrðu
Bush Bandarikjaforseti
J ellefu löng ár hefur Saddam huns-
aö allar fram komnar kröfur alþjóöa-
samfélagsins og í raun gefið Samein-
uöu þjóöunum langt nef, “ segir Bush.
að ræða við utanríkisráðherra
þeirra þjóða sem eiga fastafulltrúa
í Öryggisráðinu, sem eru Rússar,
Kínveijar, Frakkar og Bretar og
hófust þeir fundir í gær.
Bretar eru eina þjóðin sem hing-
að til hefur ljáð máls á einhliða að-
gerðum og má því ætla að róðurinn
verði Bandaríkjamönnum erfiður.
Tariq Aziz, aðstoðarforsætisráð-
herra íraks, fordæmdi í gær kröfur
Bandaríkjamanna á alsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna um að vopna-
eftirlitsnefndinni yrði aftur hleypt
inn í landið og sagði það ekki leysa
neinn vanda. „Við höfum slæma
reynslu af vopnaeftirlitinu og að
ganga að skilyrðislausum kröfum
Bandaríkjamanna kemur ekki til
mála,“ sagði Aziz. „Er það kannski
viskulegt að reyna eitthvað aftur
sem ekki hefur gengið upp,“ bætti
Aziz við.
Fuglafriðland í hættu
Náttúruyfirvöld í Suður-Afríku
kölluðu í gær saman neyðarfund
vegna yfirvofandi hættu á miklum
olíuleka úr ítölsku flutningaskipi
sem strandaði nálægt heimsþekktu
friðlandi fugla við austurströnd
landsins í fyrradag. Skipið, sem ber
nafnið Jolly Rubino, er þegar farið
að leka olíu en ekki enn vitað hve
mikill lekinn er. Stjórnvöld hafa
ekki aðeins áhyggjur af olíulekan-
um þvi meðal farms er fullur gámur
af hættulegu eiturefni.
Kærður fyrir manndráp
Harry Schmidt, bandariskur or-
ustuflugmaður sem fyrr á árinu
varð fyrir því að skjóta fyrir mis-
skilning flugskeytum að kanadískri
hersveit í Afganistan, með þeim af-
leiðingum að fjórir liðsmenn sveit-
arinnar létu lífið, hefur verið
ákærður fyrir manndráp. Það er
bandaríski flugherinn sem ákærir,
en Schmidt er einnig kærður fyrir
vanrækslu við æfingar og að fara
ekki eftir settum reglum sem gilda
um það hvenær skjóta má og
hvenær ekki.
Musharraf gagnrýndi
í blaðinu i gær
sögðum við frá því í
myndatexta að
Hamid Karzai, forseti
Afganistans, sem
ávarpaði allsherjar-
þing Sameinuðu þjóð-
anna í fyrradag, hefði
notað tækifærið til
þess að gagnrýna fýrirhugaðar kosn-
ingar í Kasmír. Það er ekki rétt því
það var Pervez Musharraf, forseti
Pakistans, sem varaði við því í ávarpi
sínu að kosningamar myndu aðeins
stuðla að áffamhaldandi óróa í hérað-
inu. Hann sagði þær ekki hafa neinn
tflgang þar sem niðurstöðunum yrði
örugglega hagrætt og því engin lausn
á vandanum.
Ný skjálftatækni
Nýr radartæknibúnaður, sem
komið verður fyrir í gervihnetti á
braut umhverfis jörðu, gefur jarð-
vísindamönnum góðar vonir um að
hægt verði að fylgjast nákvæmlega
með hreyfingu jarðskorpunnar og
þar með sjá fyrir jarðskjálfta. Áður
treystu vísindamenn á skynjara á
jörðu niðri en nýi búnaðurinn mun
gefa þeim mun nákvæmari upplýs-
ingar um væntanlega skjálfta.
Sænskir kratar óhressir
Jafnaðarmenn í Svíþjóð eru í öng-
um sínum aðeins degi fyrir kosningar
eftir að fréttir bárust um að hrekkja-
lómar hefðu falsað nöfn yfir áttatíu
flokksfélaga þeirra, þar á meðal
tveggja ráðherra, á umsóknir um fé-
lagslegar bætur sem sendar voru fé-
lagsyfirvöldum á Netinu. Talsmaður
flokksins sakar hægrimenn um það
sem hann kallar skemmdarverk og til-
gangurinn sé aðeins að skaða flokk-
inn stuttu fyrir kosningar.
Bhutto ekki með
Pakistönsk kosn-
ingayfirvöld hafa úr-
skurðað að Benazir
Bhutto, fyrrverandi
forsætisráðherra
landsins, fái ekki að
bjóða sig fram í kom-
andi þingkosningum
sem fram fara í októ-
ber. Úrskurðurinn er byggður á því
að Bhutto hafi ekki mætt fyrir rétt
þegar hún var dæmd fyrir spillingu
að henni fjarverandi.
Breski herinn æfir
Breski herinn hóf i gær æfingar
yegna fyrirhugaðra aðgerða gegn
írökum og var fyrsta æfingin, sem um
sex þúsund hermenn tóku þátt í
heima fyrir, fólgin f h ' her-
gögn tii haf1