Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002
Helgarblað
DV
William Inge liföi bæöi velgengni og mótlæti en alltaf var jafn erfitt fyrir hann aöjifa. Hann var á tímabili eitt
vinsælasta leikritaskáld Bandaríkjanna en skyndilega fór að halla undan fæti. í uppgjöf fyrirfór hann sér.
Sviptingar á ævi
leikritaskálds
William Inge fæddist í bænum
Independence i Kansas árið 1913, yngstur
fimm systkina. Faðirinn var sölumaður sem
dvaldist oft fjarri fjölskyldunni og lagðist í
framhjáhald. Móðirin, sem hafði lítinn
áhuga á kynlífi, sagði Inge þegar hann var
fullorðinn, að á brúðkaupsnóttunni hefði
hún orðið svo hrædd og full viðbjóðs að hún
hefði næsta dag flúið til foreldra sinna og
beðið um að fá að koma heim.
Gagnrýnandi verður leikritaskáld
Inge varð kennari en líkaði starfið mjög
illa. Hann varð einbeitingarlaus og þung-
lyndur og þjáðist af svefnleysi. Læknir ráð-
lagði honum að fá sér kokkteil fyrir kvöld-
mat og bjór áður en hann færi að sofa. Þetta
var ráðlegging sem Inge varð ljúft að fylgja
og reyndar ríflega það því hann fór að
drekka ótæpilega. Hann fór einnig í sál-
fræðimeðferð. Hann var hommi og þjáðist
vegna þess.
Hann gerðist leiklistargagnrýnandi og
þurfti vitaskuld að horfa á lélegu sýningarn-
ar jafnt sem þær góðu. Það fór að hvarfla að
honum að hann gæti gert betur en flest leik-
ritaskáldin. Hann varð fyrir uppljómun þeg-
ar hann tók viðtal við Tennesse Williams.
Hann fór með Williams á sýningu á leikriti
hins síðarnefnda, The Glass Menagerie.
Hann sagði að sýningin hefði snortið sig
mjög og þetta hefði verið besta leikrit sem
hann hefði séð í mörg ár. Hann skrifaði
fyrsta alvöru leikrit sitt á þremur mánuðum
árið 1945, Farther Off From Heaven. Síðan
kom leikritið Come Back Little Sheba.
Þunglyndi í velgengni
Þegar kom að frumsýningu á Come Back
Little Sheba faldi Inge sig á hótelherbergi
sínu. Aðstandendur sýningarinnar ótttuðust
mjög að Inge færi á fyllirí vegna álags og
kvíða. Öll föt voru tekin af honum og hann
þurfti að hafast við á hótelherbergi sínu í
baðslopp. Blátt bann var lagt við þvi að
þjónar sendu drykki upp á hótelherbergið,
hversu sárlega sem Inge kynni að biðja. Það
tókst að koma Inge edrú á frumsýninguna
og leikritið fékk frábæra dóma.
Næsta leikrit hans, Picnic, sló í gegn á
Broadway og fékk Pulitzer Prize-verðlaunin
auk annarra verðlauna. Á þessum tíma
gerði Inge sér grein fyrir að hann væri alkó-
hólisti og fór á AA-fundi. Hann var ekki
auðveldur maður og haldinn alls kyns fælni.
Hann var lofthræddur og gat ekki hugsað
sér að borða á veitingahúsum. Hann gat
ekki skrifað ef einhver var í íbúð hans.
Hann var fullur af komplexum gagnvart for-
eldrum sínum. Á þremur árum reyndi hann
þrisvar að heimsækja þau en sneri tvisvar
við. Hann komst á leiðarenda í þriðja sinn
en gat ekki hugsað sér að dvelja lengur hjá
þeim en sólarhring. Þegar faðir hans lést
mætti Inge ekki í jarðarförina.
Come Back Little Sheba varð að kvik-
mynd sem færði leikkonunni Shirley Booth
óskarsverðlaunin og Picnic varð að kvik-
mynd sem gerði Kim Novak að kvikmynda-
stjörnu. Á meðan var Bus Stop eftir Inge
sett á svið á Broadway. Gagnrýnendur og
áhorfendur voru stórhrifnir. Leikritið var
kvikmyndað með Marilyn Monroe í aðal-
hlutverki. Inge endurskrifaði fyrsta leikrit
sitt Farther Off From Heaven og kallaði það
nú The Dark at the Top of the Stairs sem er
talið besta leikrit hans. Það var kvikmynd-
að árið 1960.
Gagnrýnendur líktu verkum hans við
verk Walt Whitmans, Sherwood Andersons
og Theodore Dreisers. Hann varð moldríkur
en sagði: „Ég held að margir rithöfundar
verði þunglyndir af velgengni. Fólk með til-
finningaleg vandamál á jafn erfitt með að
takast á við góðar fréttir og slæmar.“
Hallar undan fæti
Skyndilega fór að halla undan fæti. Inge
fékk harða gagnrýni á leikrit sín í tímarits-
grein sem gagnrýnandinn Rupert Brustein
skrifaði. Þar sagði hann leikrit Inge vera
meðalmennsku, þar gerðist ekkert og þar
væru konur að kúga karlmenn sem eitt sinn
hefðu kúgað þær. Inge brast í grát þegar
hann las greinina, sem voru óþarflega við-
kvæmnisleg viðbrögð. Næsta leikrit hans,
Loss of Roses, kolféll. Hann skrifaði handrit-
ið að kvikmyndinni Splendor in the Grass
sem var eitt af uppáhaldshlutverkum Natal-
íu Wood og var fyrsta kvikmyndahlutverk
Warren Beatty. Inge kom fram í myndinni í
hlutverki prests. Myndin vakti mikla at-
hygli og Inge fékk óskarsverðlaun fyrir
handrit sitt.
Inge skrifaði tvö leikrit sem fengu mjög
slæma dóma. Hann flutti frá New York til
Kaliforníu og var niðurbrotinn maður.
Hann fór að kenna á ný en hætti þegar
þunglyndi hans ágerðist. Nú eyddi hann
heilu dögunum aleinn í svefnherbergi sínu
og drakk mikið. Drykkjan olli því að hann
hljóp í spik. Hann gaf út tvær skáldsögur
sem vöktu enga athygli. í júnímánuði 1973
fór Inge inn í bílskúr, settist upp í bíl sinn
og setti vélina í gang. Systir hans fann hann
þar látinn næsta morgun. Sama dag og hann
dó fannst handrit að skáldsögu eftir hann í
vinnuherbergi hans. Útgefandi í New York
hafði hafnað handritinu. Hann hvílir í
heimabæ sínum, Independence, og á leg-
steininum stendur einfaldlega: „Leikrita-
skáld“:
Ameríski fjár-
málamaðurinn
The Financier eftir Theodore Dreiser
The Financi-
er er fyrsta bók-
in í þríleik
Dreisers um
viðskiptajöfur-
inn Frank
Cowperwood.
Þessa bók má
þó lesa sér til
ánægju sem
sjálfstæða sögu.
Cowperwood semur og svíkur og
verður sjálfur að þola að vera svik-
inn. Hann er i sífelldri leit að ríki-
dæmi og völdum. Fín úttekt á
bandarískum viðskiptaheimi, skrif-
uð árið 1912, og fyrirmyndin var
viðskiptajöfurinn Chcirles T.
Yerkes.
* f heðéar® Th»
j grolssr «a«adtr
Að kunna að eldast er há-
mark viskunnar og ein-
hver erfiðasti kafli þeirrar
listar að kunna að lifa.
Amiel
Bókalistinn
Allar bækur
1. 206 leiðir til að tendra karlmann
PP-forlaq
2. Lífið í jafnvægi - kilja Oprah
Winfrey
3. 177 leiðir til að koma konu í 7.
himin PP-forlaq
4. Dönsk-íslensk íslensk-dönsk orða-
bók Orðabókaútqáfan
5. Tindátinn staðfasti H.C. Andersen
6. Með lífið í lúkunum Bókaútgáfan
Hólar
7. Geitunqurinn 1 Árni oq Halldór
8. Leitin að fjársjóðnum Susannah
Leiqh oq Brenda Haw
9. Riki pabbi, fátæki pabbi Islenska
bókaútqáfan
10. Opinberunarbókin Rupert
Thomson
Ljóð vikunnar
Vísur Vatnsenda-Rósu
Augun mín og augun þín,
ó, þá fögru stelna.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
Langt er síðan sá ég hann,
sanniega fríður var hann;
alit sem þrýða má einn mann
mest af lýðum þar hann.
Man ég okkar fyrri fund
forn þó ástin réni;
nú er elns og hundur hund
hitti á tófugreni.
Lesið fyrir svefninn
Anna Kristine Magnúsdóttir hlustaöi á upplestur úr Góöa
dátanum Svejk meöan hún fæddi dóttur sína.
„Frá þvl ég man eftir mér fyrst hef ég lesið í bók
fyrir svefninn. Það var aðferð sem afi minn kenndi
mér; sagði að þá dreymdi mann vel. Þessi aðferð
hefur alltaf virkað, nema þegar ég lendi á mjög illa
skrifuðum bókum og sérstaklega bók sem er yfirfúll
af lýsingarorðum. Það þykir mér vond bók og
adrenalínflæðið af völdum slíks lesturs veldur and-
vökum!
Það er því erfitt að velja „bestu bækumar" en
þær bækur sem ég gríp oftast til eru ljóðabækur
Davíðs Stefánssonar, Tómasar Guðmundssonar,
Steins Steinarrs og ljóðaþýðingar
Magnúsar Ásgeirssonar. Þar sem
faðir minn var Tékki varð Góði
dátinn Svejk einn þeirra sem ég
kynntist vel strax á æskuárunum
og upp úr þeirri bók las pabbi fyrir
mig þegar ég var að fæða dóttur
mína. Það dreifði huganum vel að
hlusta á frásögn góða dátans við
slíkar aðstæður! Svejk er því aldrei
langt frá náttborðinu mínu, fremur
en einhvetjar af bókum Agöthu
Christie, sem ég held mikið upp á.
Sakamálasögur með skemmtilegu
plotti eru fyrir minn smekk.
Ein af betri bókum sem ég hef
lesið er bókin „Milena", sem er
skrifuö af Margarete Buber-Neu-
mann. Bókin ijallar um sambandi
Margarete og Milenu Jesenká í fangabúðunum í Ra-
vensbrúck, en Milena var ástkona rithöfundarins
Franz Kafka og ástarbréf hans til hennar voru
hreinasta snilld. Milena var líka þekkt blaðakona í
Prag. Hún starfaði á mjög pólitísku dagblaði enda
komu skoðanir hennar og andúð á nasisma henni í
fangabúðirnar árið 1939. Skoðanir þeirra Margarete
og Milenu fóru vel saman og þær bimdust einstök-
um vinaböndum. Þær hétu því að ef þær slyppu lífs
úr fangabúðunum skyldu þær skrifa bók saman, en
kæmist aðeins önnur þeirra af, skyldi hún skrifa
bókina. Þremur vikum fyrir innrás bandamanna á
Normandí, sem batt enda á
stríðið, lést Milena. Bókin
segir frá einstöku vináttusam-
bandi, hugrekki og vonum.
Sýnir vináttu tveggja kvenna í
sinni fegurstu mynd. Þessa bók
hef ég lesið að minnsta kosti
sex sinnum og finn alltaf eitt-
hvað nýtt í henni í hvert skipti.
Listilega vel skrifúð bók.
Ljóð, lærdómsríkar lífssögur
og spennandi sakamálasögur
eru semsagt þær bækur, sem
ég les oftast - en svo á ég það
líka til að setjast niður með
Sálmabókina og velta fyrir mér
þeim boðskap sem hver sálmrn-
flytur og hvort við séum alla
jafna að breyta rétt í lífinu."
Skáldverk
1. Opinberunarbókin Rupert Thom-
son
2. Grafarþögn - kilja Arnaldur Ind-
riðason
3. Mýrin - kilja Arnaldur Indriðason
4. Islandsklukkan - kilja Halldór
Laxness
5. Dauðarósir - kilja Arnaldur Ind-
riðason
6. Korku saqa Vilborq Davíðsdóttir
7. Ást á rauðu Ijósi Jóhanna Krist-
jónsdóttir
8. Alkemistinn - kilja Paolo Cuelo
9. Kaldaljós - kilja Vigdís Grímsdótt-
ir
10. Eyðimerkurblómið Waris Dirie
Barnabækur
1. Tindátinn staðfasti H.C. Andersen
2. Geitunqurinn 1 Árni oq Halldór
3. Leitin að fjársjóðnum Susannah
Leiqh oq Brenda Haw____________
4. Sex ævintyri Áslauq Jónsdóttir
5. Allir saman nú Anita Jeram
6. Arnaldur refur Georgie Adams
oq Selina Younq
7. Lilo og Stitch verða vinir Litlu
Disney bækurnar
8. Tígrisdýrið oq vindhviðan mikla
Arnqunnur Yr Gylfadóttir_________
9. Geitunqurinn 3 Árni oq Halldór
10. Litli prinsinn Antoine de Saint
Exupéry