Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002
Helgarblað
Spennandi lokasprettur í þýsku þingkosningunum tekur á sig persónulegan blæ:
Erlendar fréttir vikunn.
Einvígi Tuma þumals
gegn Svarthöfða
Um næstu helgi, eða sunnudaginn
22. september, mun um 61 milljón
Þjóðverja ganga upp að kjörborðinu í
allsherjar þmgkosnmgum, þar sem
ráðast mun hverjir fara með stjórnar-
taumana i landinu næstu ijögur árin.
Að áliti stjórnmálaskýrenda munu
kosningarnar fyrst og fremst snúast
um efnahagsmál, en þar hefur
Schröder kanslari og stjóm hans held-
ur betur átt á brattann að sækja, en
samkvæmt spám mun þetta stærsta
fjármálaveldi Evrópu aðeins skila um
0,1% hagvexti á árinu, sem er það
lægsta í álfunni, auk þess sem at-
vinnuleysi hefur verið og er gífurlegt.
Það virðist þó ekki hafa haft mikil
áhrif á hugi kjósenda, þvi samkvæmt
nýjustu skoðanakönnunum, sem birt-
ar voru í gær, mælist Jafnaðarmanna-
flokkur Gerhards Schröders kanslara
með þriggja til fjögurra prósenta for-
skot á helsta andstæðing sinn, Kristi-
lega demókrataflokkinn, þegar aðeins
um vika er til kosninga.
Það virðist því stefna í harða bar-
áttu á lokasprettinum milli Jafnaðar-
mannaflokksins, sem stjómað hefur
landinu síðustu fjögur árin í sam-
vinnu við Græningja, og Kristilega
demókrataflokksins, CDU, sem býður
fram í bandalagi með tvíburaflokki
sínum frá Bæjaralandi, CSU, undir
forystu ihaldsmannsins Edmunds
Stoiber, forsætisráðherra Bæjara-
lands.
Stoiber að fatast flugiö
Framan af kosningabaráttunni
höfðu kristilegir leitt í öllum skoðana-
könnunum með afgerandi forystu, en
eftir því sem liðið hefur á, hefur
Schröder jafnt og þétt sótt í sig veðrið
og náði um siðustu helgi í fyrsta
skipti forskoti á Stoiber, þó naumt
væri. Það gerðist eftir seinni hluta
sjónvarpskappræðna milli þeirra
keppinautanna, sem send var út í
beinni útsendingu um allt Þýskaland
á sunnudaginn og er það samdóma
álit flestra að þar hafi Schröder skor-
að mun fleirri stig.
Eftir útsendinguna mældist
Schröder með 39% fylgi á meðan Stoi-
ber mældist með 38%, en í könnun
sem gerð var fyrir útsendinguna
mældust þeir hnífjafnir.
Það var ekki fyrr en í ágúst, í kjöl-
far flóðanna miklu í austur- og norð-
urhluta landsins, sem talið er að muni
Stoiber grýttur
Stoiber var grýttur þegar harin yfirgaf
sjónvarpshúsiö eftir kappræöurnar
viö Schröder og notuöu lífveröir
hans regnhlífina til aö verja hann.
Schröder og Stoiber í sjónvarpsslag
Baráttuaöferöirnar á lokasprettinum beinast nú frekar að persónum andstæöinganna og hafa íhaldsmenn til dæmis líkt Schröder
viö hinn seinheppna Juma þumal“ á nýjustu auglýsingaskiltum sínum. Á móti kalla jafnaöarmenn Stoiber „Hinn bæverska Svart-
höföa“, hvaö sem það þýöir, en Stoiber þykir frekar þungur á bárunni og oft utan viö sig.
kosta Þjóðverja um fimmtán milljónir
evra, að fylgið fór að skríða upp á við
hjá jafnaðarmönnum og var það þakk-
að skörulegri framgöngu Schröders
kanslara í málinu. í byrjun september
hægði síðan á sókninni, þegar þýska
vinnumálastofnunin birti nýjar tölur
um áframhaldandi atvinnuleysi um
leið og hrikta fór verulega í stoðum
efnahagslífsins eftir flóðaáfóllin.
Batnandi atvinnuástand
Þrátt fyrir slæma stöðu á vinnu-
markaðnum hefur ástandið þó farið
batnandi eftir að botninum var náð
um áramótin, en þá fór fjöldi atvinnu-
lausra í um 4,3 milljónir. Síðan batn-
aði ástandið með vorinu og féll fjög-
urra milljóna múrinn í maí. Það stóð
þó ekki lengi því aftur jókst atvinnu-
leysi í júlí og fór þá aftur yfir þrálát-
an fjögurra milljóna múr, þar sem það
stendur enn þá. Atvinnulausum fækk-
aði þó um 28.700 um siðustu mánaða-
mót sem þýðir 9,6% atvinnuleysi, sem
er síðasta mæling fyrir kosningar.
Þrátt fyrir niðurstöðuna rikti bjart-
sýni í höfuðstöðvum vinnumálastofn-
unarinnar og sagðist forstöðumaður-
inn, Florian Gerster, vonast til þess
að staðan batnaði enn í næsta mánuöi
og að komist yrði niður fyrir fjögurra
mifljóna múrinn á næstu tveimur
mánuðum. Annað hljóð var í atvinnu-
rekendum og sagði Rainer Gunter-
mann, einn talsmanna þeirra, að eng-
ar líkur væru á því að ástandið myndi
batna á næstunni þar sem allar hag-
spár stefndu niður á við.
Eitt af kosningaloforðum Schröd-
ers fyrir síðustu kosningar var að
minnka atvinnuleysioð verulega og
koma þvi niður 3,5 milljónir og þess
vegna áttu andstæðingar Schröders,
með Stoiber í broddi fylkingar, ekki
von á öðru en þessar nýju tölur í
bland við aumt efnahagsástand,
myndi slá verulega á fylgi jafnaðar-
mannaflokksins en þeim varð þó ekki
að ósk sinni eins og útkoman úr síð-
ustu skoðanakönnunum, sem birtar
voru í gær, sönnuðu. Þar mældust
jafnaðarmenn með um 40% fylgi i
könnun ERG og 41% í könnun ID á
meðan íhaldsmenn mældust með 37%
fylgi í báðum könnunum.
Nýjar baráttuaðferðir
Þar sem ekki þykir sýnt að staðan í
efnahagsmálum eða slæm staða í at-
vinnumálum muni duga andstæðing-
um til að koma Schröder frá völdum,
hafa þeir nú tekið upp nýjar baráttu-
aðferðir sem beinast nú frekar að per-
sónu Schröders. Er honum til dæmis
líkt við hinn seinheppna „Tuma þum-
al“ á nýjustu auglýsingaskiltum
kristilegra, en á móti kalla jafnaðar-
menn Stoiber „Hinn bæverska Svart-
höfða“, hvað sem það þýðir, en Stoi-
ber þykir frekar þungur á bárunni og
oft utan við sig.
Þetta sýnir að málefnaskjóðan er að
tæmast og þegar efnahagsmálin ber á
góma virðist aðeins ein laus liggja á
borðinu hjá báðum pólum og það er
að útvega fleiri störf.
íhaldsmenn hafa einnig átt erfitt
með að sannfæra hinn stóra her at-
vinnulausra um það að þeir séu lík-
legri til að bæta ástandið í atvinnu-
málum, þvi í sextán ára valdatíð
íhaldsmannsins Helmuts Kohl, á átt-
unda og níunda áratugnum, var
ástandið jafnvel enn verra.
Erfiðleikarnir í efnahagsmálum
hafa einnig að hluta til verið raktir til
stjórnarára Kohls og auðvelt að heim-
færa annan vanda á alheimskreppuna
í kjölfar 11. september og síðan flóðin
miklu í siðasta mánuðl
Þess vegna hefur Stoiber reynt að
gera sem mest úr góðum árangri sin-
um við efnahagsstjórnina heima í
Bæjaralandi og lofað að útfæra hana á
landsvísu komist hann til valda.
Schröder treystir aftur á móti meira á
persónutöfrana, en hann þykir algjör
andstæða Stoibers í allri framkomu.
En ef skoðaður er munurinn á
stefnuskrám þessara tveggja stærstu
flokka, þá er hann ekki mikill og báð-
ir reyna eftir fremsta megni að feta
hinn gullna meðalveg.
Enginn fær meirihluta
Samkvæmt niðurstöðum skoðana-
kannana á enginn flokkur möguleika
á að ná hreinum meirihluta í kosning-
unum, sem gerir úrslit kosninga enn
þá meira spennandi. Schröder treystir
á áframhaldandi samstarf við Græn-
ingja.
Hvorugur flokkurinn hefur hingað
til viljað ljá máls á samstarfi við fyrr-
um kommúnista, sem í dag kalla sig
Lýðræðislega sósíalistaflokkinn, PDS,
en Schröder gæti þó séð sig tilneydd-
an til þess að leita eftir stuðningi
þeirra dugi stuðningur Græningja
ekki tfl að mynda meirihlutastjórn.
Á móti treystir Stoiber á stuðning
Frjálsa lýðræðisflokksins, FDP, undir
stjóm hins fjörutíu ára gamla Guido
Westerwelle sem helst hefur höfðað tU
unga fólksins í kosningabaráttunni,
en hann hefur ferðast um landið í
húsbU og hefur ekki legið á skoðunum
sínum varðandi helstu andstæðinga
sína og segir stefnu þeirra léttvæga.
Hægri-öfgaflokkar hafa komið frek-
ar Ula út úr könnunum og ná sam-
kvæmt þeim ekki inn manni á þing,
en tU þess þarf minnst 5% fylgi.
Varðandi stefnu stóru flokkanna í
utanríkismálum, þá lofar Stoiber að
styrkja hina svoköUuðu spænsk-
þýsku stefnu sem hann segir nauðsyn-
legt tU þess að tryggja enn frekar far-
sæla uppbyggingu Evrópusambands-
ins.
Schröder leggur aftur á móti
áherslu á andstöðuna gegn einhliða
hernaðaraögerðum Bandaríkjamanna
gegn írak, sem að sögn stjórnmála-
skýrenda hefur faUið í góðan jarðveg.
Stoiber hefur aftur á móti sýnt málinu
minni áhuga en segir að Schröder hafi
farið hamförum í málinu og veriö
ódiplómatískur.
Fórnarlambanna minnst
Á miðvikudag-
inn var þess
minnst víða um
heim að ár var lið-
ið frá hryðjuverka-
árásunum í New
York og Pentagon.
Bush Bandaríkja-
forseti sagði í
ávarpi sinu tU bandarísku þjóðarinn-
ar, þegar fómarlamba árásanna var
minnst í New York, að stjórn sin
myndi ekkert gefa eftir í baráttunni
gegn hryðjuverkunum fyrr en öryggi
þjóðarinnar hefði verið tryggt. „Við
hófum baráttu sem reyndi á styrk
okkar og enn þá meira á þrautseigju
okkar,“ sagði Bush.
Kjarnorkuver í sigtinu
Alræmdu hryðjuverkasamtökin al-
Qaeda ætluðu upphaflega að steypa
farþegaþotum inn í bandarísk kjam-
orkuver, að því er tveir af helstu sam-
starfsmönnum Osama Bin Ladens
segja i viðtali við arabísku sjónvarps-
stöðina al-Jazeera. Samtökin hættu
hins vegar við kjarnorkuárásirnar í
bUi af ótta við að þau myndu missa
stjóm á ástandinu í kjölfarið.
Bush ávarpar þing SÞ
Bush Bandaríkja-
forseti ávarpaði á
fimmtudaginn alls-
herjarþing SÞ í New
York og varaði við
einhliða aðgerðum
Bandaríkjamanna
gegn írökum ef Ör-
yggisráð SÞ yrði ekki
við kröfum Bandaríkjamanna um að-
gerðir. Bush sagði í ávarpi sinu að
írak væri alvarleg og stigversnandi
ógn við heimsfriðinn ef ekkert yrði að
gert. Hann sagði einnig að Bandarík-
in óskuðu þess að Öryggisráðið hefði
forgöngu í málinu. „Við stöndum
frammi fyrir sameiginlegu vandamáli
sem þarf að leysa. Setjum fram kröfur
og ef ekki verður gengið að þeim
verða aðgerðir óumflýjanlegar,“ sagði
Bush.
Tugir fórust á Indlandi
Lúxushraðlest fór á þriðjudagsnótt
út af sporinu á brú yfir á í austan-
verðu Indlandi með þeim afleiðingum
að 69 manns fórust. Einn ráðherra í
stjóm landsins sagði að um skemmd-
arverk hefði verið að ræða.
Austurríska stjórnin féll
Wolfgang Schlússel, kanslari Aust-
urríkis, tilkynnti á mánudaginn af-
sögn ríkisstjórnar sinnar eftir að
slitnað hafði upp úr samstarfinu við
hægri öfgaflokk Jörgs Heiders, Frels-
isflokkinn, í kjölfar afsagnar þriggja
ráðherra hans um helgina.
Schlússel tilkynnti einnig að hann
myndi leggja til við flokksstjóm
flokks síns, Þjóðarflokksins, að þing
yrði leyst upp og boðað til kosninga i
lok nóvember.
Flóö í Frakklandi
Mikil og skyndi-
leg flóð urðu í suð-
urhluta Frakk-
lands í byrjun vik-
unnar með þeim
afleiðingum að að
minnsta kosti 21
fórst og 11 er sakn-
að. Jean-Pierre
Raffarin, forsætis-
ráðherra Frakklands, heimsótti flóða-
svæðin og hét ríkisaðstoð við ham-
farasvæðin. Mikill ótti er meðal vín-
bænda á þessum slóðum um að akrar
þeirra kunni að vera i stórhættu.
Afsögn Palestínustjórnar
Ríkisstjórn Yassers Arafats sagði af
sér um miðja vikuna eftir að forseti
Palestínumanna boðaði til kosninga
þann 20. janúar næstkomandi. Með af-
sögninni var komist hjá uppgjöri
vegna vantraustsyfirlýsingar sem
hætta var á að Arafat myndi tapa.
Ráðherrar heimastjórnarinnar sögðu
af sér eftir tveggja daga stormasamar
umræður í palestínska þinginu þar
sem umbótasinnar eru í meirihluta.
Arafat mun skipa nýja stjóm eftir
tvær vikur og mun hún fara með
stjórn palestínsku heimastjórnar-
svæðanna fram að kosningunum.