Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 39
Helcja rblað 33‘V’
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002
Éá er í sögulegum
Það er ekki á hverjum degi sem formaður
stjórnmálaflokks biður annan um að
draga fgrirsig uagninn. Sumum sýnist að
þegar hann opnaði dgrnar upp á gátt fgrir
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hafi Össur
Skarphéðinsson um leið rekið hana íand-
litið á sjálfum sér - og það til einskis.
Sjálfur segist hann ísögulegum leiðangri
sem stjórnmálamaður en dregur ekkert
undan ímati á eigin flokki.
Hvernig metur formaður Samfylkingarinnar
sína eigin stöðu eftir alla þessa umræðu um
hvernig forystumálum flokksins skuli háttað?
„Ég met hana sterkari en áður. Það stafar af því
að það er búið að hreinsa þetta forystuspursmál sem
hefur vakað yfir flokknum frá því í kosningunum í
vor. Hún er líka sterkari vegna þess að ég hef sýnt
það í verki að ég er fyrst og fremst aö hugsa um hag
Samfylkingarinnar. “
„Það erfiðasta sem ég hef lent í“
„Ég lít á sjálfan mig sem mann í sögulegum leið-
angri. Mitt eina takmark er að sjá til þess að Sam-
fylkingin komist á legg og að þegar ég skila henni af
mér sé hún orðin burðugur flokkur og búin að rót-
festa sig varanlega.
Það hefur gefið verulega á bátinn frá því aö ég tók
áskorunum um að bjóða mig fram til formanns og ég
neita því ekki að þetta er það erfíðasta sem ég hef
lent í á allri minni ævi. öll spjót annarra stjórn-
málaflokka, öflugra stjórnmálaforingja eins og Dav-
íðs, og - að því er mér fannst stundum - allra fjöl-
miðla, stóðu i baki þessa karls. Þetta var mér per-
sónulega erfitt á tímabili.
Svo allt í einu hættir gagnrýnin að trufla mann
jafnmikið og ég hef um langt skeið bara haft eitt tak-
mark, sem er að gera þetta að fullburöa flokki. Ég
ætla mér að gera það og ég var algjörlega klár á því
að auðveldasta leiðin að því marki heföi verið að fá
Ingibjörgu Sólrúnu inn í forystusveitina.
Ég hugsa að það sé sjaldgæft að maöur í minni
stöðu beinlínis rúlli upp rauða teppinu fyrir annan
stjórnmálamann til þess að koma upp að hlið sér. Og
það er enginn efi í mínum huga að hefði hún tekið
því hefði hún orðið númer eitt í þessum flokki. En
sú staðreynd vafðist aldrei fyrir mér.“
,JVúna finnst mér gaman“
Finnst þér forystuhlutverkið eiga við þig?
„Ég sagði einu sinni í viðtali við þitt góða blað að
ég væri vígamaður sem vildi vera í fremstu röð og
berjast en hefði í sjálfu sér aldrei sóst eftir forystu-
hlutverkinu.
Og mér fannst ekkert voðalega gaman sem for-
maður til að byrja með - ég leit á það sem verk sem
mér var falið. En þetta hefur snúist við. Síðasta árið
hefur mér þótt það mjög gaman að vera formaður
Samfylkingarinnar og ég ætla að sinna því enn um
stund.
Ég á mér það takmark að leiða þennan flokk inn í
ríkisstjórn, ég ætla að gera það, og ég tel aö það séu
miklir möguleikar á því. Þessi sameining er að
ganga en það tekur kannski heilt kjörtímabil til við-
bótar áður en maður getur sagt: Það hefur gengið!“
Getur það talist fullkomnað á meðan Vinstri-
grænna nýtur við?
„Það voru vonbrigði að hafa þá ekki með. Ég heföi
gjarnan viljað hafa öflugan og nokkuð litríkan for-
ingja eins og Ögmund í mínu liði. Við erum per-
sónulegir vinir og mér finnst gott að standa með
honum í baráttu. Ég tel að þessi breiða kirkja sem
ég vil byggja eigi að rúma menn eins og hann. En
stjórnmálamenn veröa ekki barðir til ásta og það
gekk ekki. En ég er hættur að eyða tíma í að hugsa
um það; ég er bara að hugsa um Samfylkinguna."
„Ég þarf öfluga sveit“
Og hvert er brýnasta verkefnið innan flokks-
ins?
„Ég tel að við séum núna komin meö stefnu sem
er mjög í anda klassískra jafnaðarmannaflokka, sem
eru meiri miðjuflokkar en til vinstri. En það er ekki
nóg eitt og sér.
„Ég vil gjarnan verða forsœtis-
ráðherra. En það skiþtir mig
ekki öllu máli heldur hitt, að
gera Samfylkinguna sterka og
áhrifamikla. Ég tek þær
ákvarðanir sem þjóna þessu
marki. Ég virði Halldór Ás-
grímsson mikils og ég treysti
honum. “
Við þurfum að vera með mjög öfluga sveit. Mér er
engin launung á því: ég er í sögulegum leiðangri að
koma þessum flokki á fullorðinsár og það kostar
meðal annars það að við þurfum að sýna endurnýj-
un í þingflokknum og það mun verða erfitt fyrir
okkur. En það er nauðsynlegt og það verður gert.
Ég þarf tvennt til að gera þetta að sveit sem getur
náð góðum árangri. Ég þarf í fyrsta lagi að sýna
fram á að ég hafi góðan stokk ungra stjórnmála-
manna. Og við erum núna að sjá hjá okkur komungt
fólk sem er um það bil að verða tilbúið til að taka að
sér ábyrgðarstörf. Ég vil sjá þetta unga fólk í þing-
flokknum.
I öðru lagi þarf ég að fá fólk sem hefur öðlast
reynslu úr atvinnulífinu og hefur sannaö sig og
skírst í öðrum eldi en bara þeim sem brennur á hin-
um pólitíska velli.“
Þú talar um breytingar sem þú vilt sjá. Á sama
tíma vilja sumir flokksmenn sjá breytingar á
sjálfri forystunni - ekki síst sumt af þessu unga
fólki sem þú talar um.
„Sú umræða er skiljanleg. Það er stundum talað
um að bráðlæti vinstri manna sé meira en á hægri
vængnum. Mér hefur stundum fundist sem hægri
menn séu þolinmóðari og þeir hafi oft á tíðum haft
lengri framtíðarsýn. Það er vegna þess að hér á
landi búa þeir að svo ótrúlega ríkri hefð.
Ég sagði auðvitað ekkert við þessari umræðu á
meðan illa gekk, því þá var hún réttmæt. í dag höf-
um við hins vegar hægt og bítandi verið að síga upp
á við. Það er meira að segja hægt að tímasetja
hvenær það byrjaði: það var þegar formaður flokks-
ins tók Evrópuákvörðunina. Ég hef lýst minni af-
stöðu í þeim efnum algjörlega hiklaust og oft á tíð-
um verið skammaður eins og hundur fyrir það af
ýmsum öðrum forystumönnum í þessum flokki, eins
og vera ber.
En eftir þetta höfum við verið á uppleið og menn
eru löngu hættir að segja það nema einhverjir kver-
úlantar - bæði innan míns flokks og utan hans - að
við höfum ekki stefnu. Menn geta spurt mig um
hvaða mál sem er; við höfum afdráttarlausa stefnu i
þeim sem við hikum ekkert við að koma á framfæri.
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002
Hetcjctrblctö 3D>"Vr
4-3
„ Við höfum ekki náð að fullu
þeim trúverðugleika sem við
þurfum, en þetta er allt saman
að koma. Egfinn það til dœm-
is á því viðmóti sem ég, sem
formaður flokksins, fœ í at-
vinnulífi landsmanna núna. “
Formanninn á að dæma eftir verkum hans. Eru
menn að kvarta yfir þvi að vera komnir yfir kjör-
fylgi?“
Má ekki samt segja að enn sé verið að móta
stefnu flokksins í Evrópumálum?
„Stefna mín í Evrópumálum er alveg skýr og ég
hef sagt það við flokkinn að ég vilji að hann taki
ákvörðun um að verða Evrópuflokkur. Sú spurning
verður útkljáð í póstkosningu allra flokksmanna í
næsta mánuði. Mín tillaga var umdeild og það er
skiljanlegt. En fyrir þetta hafa nú jafnaðarmanna-
hreyfingarnar staðið og Evrópusambandinu er
meira og minna stýrt af jafnaöarmannaflokkum."
„Við munum aldrei eyða um efni fram“
Akkilesarhæll slíkra flokka hefur gjarnan
verið skortur á trúverðugleika í efnahagsmál-
um.
„Við höfum ekki náð að fullu þeim trúverðugleika
sem við þurfum, en þetta er allt saman að koma. Ég
finn það til dæmis á því viðmóti sem ég, sem for-
maður flokksins, fæ í atvinnulífi landsmanna núna.
Mönnum hugnast vel sú tiltölulega hægfara og ró-
lynda stefna sem ég fylgi í þeim efnum. Og ég hef
sagt það alveg skýrt: þegar við komumst til valda
munum við að sjálfsögðu breyta samfélaginu til
hagsbóta fyrir þá sem minna mega sín - en við mun-
um aldrei gera það með þeim hætti að steypa þjóð-
inni í skuldir og við munum aldrei eyða um efni
fram. Það er hinn rauði þráður í stefnu þessa flokks
og eina von hans til þess að ná varanlegum trúverð-
ugleika.“
Þetta hljómar ekki ólíkt stefnu Sjálfstæðis-
flokksins.
„ísland er mjög gott land - það er ekkert meiri
háttar að hér og hefur ekki verið um langt skeið.
Þessu landi er enda stjórnað eftir ákveðnum lögmál-
um sem jafnaðarmenn hafa lagt. Þetta er stórt land
með litla þjóð og það er ekki hægt að stýra því nema
að hafa samhjálpina ríka. Auðvitað er það galdurinn
við Sjálfstæðisflokkinn og afl hans, að þar hafa ver-
ið góðir menn í forystu oft á tíðum sem hafa skilið
þetta. Það má hins vegar alltaf gera gott land betra.
Og svo sjáum við það í okkar umhverfi núna að
valdið spillir. Þeir sem sitja of lengi að völdum sýr-
ast af völdunum og ósjálfrátt virðast lögmál að verki
í eðli manna sem gera það að verkum að þeir fara
ákaflega kæruleysislega og á köflum gáleysislega
með sín völd. Við sjáum þetta bæði í stóru og smáu.
Smátt en táknrænt dæmi er brottvikning fram-
kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs af því einkavinur
forsætisráðherra fékk ekki styrk til að gera bló-
mynd eftir handriti forsætisráðherrans. Stórt dæmi
er afsögn fulltrúa fjármálaráöherra í einkavæðing-
arnefnd og ásakanir hans um ófagleg vinnubrögð
við sölu Landsbankans, sem ef réttar eru benda til
að pólitík en ekki faglegum vinnubrögðum virðist
beitt til að koma bankanum í hendur „réttra“
manna.“
,„\lþýðufloklvurinn var auðmýktur og
beygður“
Sýnist þér ekki að Halldór Ásgrímsson leggi
meira upp úr því að verða forsætisráðherra en
þú sjálfur?
„Ég vil gjarnan verða forsætisráðherra. En það
skiptir mig ekki öllu máli heldur hitt, að gera Sam-
fylkinguna sterka og áhrifamikla. Ég tek þær
ákvarðanir sem þjóna þessu marki. Ég virði Halldór
Ásgrimsson mikils og ég treysti honum.
En það er enginn ádráttur um það af hálfu Sam-
fylkingarinnar að við munum styðja Halldór sem
forsætisráðherra, enda hafa engin teikn komið frá
honum um að hann hafi nokkurn hug á að færa sig
úr þessu hjónabandi með Davíð Oddssyni. Fram-
sóknarflokknum hefur hugnast það vel að vera eins
konar hjálpartæki Sjálfstæðisflokksins, vera kúgað-
ur þar og auðmýktur í samskiptum, stundum dag-
lega. Ég neita því ekki að ég hef stundum velt því
fyrir mér hvort langlundargeö Halldórs sé óþrjót-
andi. Hann hefur með mjög skörulegum hætti fyrir
hönd sins flokks sett Evrópuspurninguna á dagskrá
en lætur það samt líðast að forsætisráðherrann
snoppungar hann eins og ótíndan skóladreng og seg-
ir þjóðinni að það sé ekkert að marka orð utanríkis-
ráðherrans. Svona geta menn hvorki sagt né þolað.
Ég segi það alveg hreinskilnislega: ef ég fengi
slíka snoppunga - og ef ég fæ einhvern tímann slíka
snoppunga sem oddviti Samfylkingarinnar í ríkis-
stjórn, þá er sá flokkur umsvifalaust úr þeirri stjórn
farinn.“
Þú hefðir sem sagt í hans sporum slitið stjórn-
arsamstarfinu:
„Já. Taktu eftir því að ég hef gengið í gegnum
svipaða reynslu og Halldór. Ég var ungur ráðherra í
ríkisstjórn fyrir flokk sem var - eins og Framsókn-
arflokkurinn núna - auðmýktur og beygður aftur og
aftur sfðasta árið sem við vorum í ríkisstjórn. Það
skildi eftir ákaflega óþægilegt bragð og ég mun
aldrei ganga í gegnum slfkt aftur. Það var alveg á
mörkunum, fannst mér, að við félagarnir, ráðherrar
Alþýðuflokksins-, héldum sjálfsvirðingunni í þeim
darraðardansi.
Mér hafði þótt mjög gaman að vera ráðherra. En
þegar þessari ríkisstjórn lauk var til þess tekið að
Össur Skarphéöinsson hefði verið eins og kálfur að
vori, hann hefði verið svo glaður að komast úr hels-
inu. Og það var þannig. Samstarfið milli Davíðs og
Jóns Baldvins var ekkert orðið og þetta var ömur-
legt undir lokin. Það var þeim báðum að kenna.“
Hefur þetta áhrif á stjórnarmyndunarviðræð-
ur eftir næstu kosningar? Óbragðið hlýtur að
sitja eftir.
„Það hefur engin áhrif á framtíðina. Við Davíð
skildum úr þeirri rfkisstjórn sem vinir; mér líkaði
vel að vinna með þeim karli og gat með engu móti
kvartað undan því, nema síður væri.
„Eg var ungur ráðherra í rík-
isstjórn fyrir flokk sem var -
eins og Framsóknarflokkurinn
núna - auðmýktur og beygður
aftur og aftur síðasta árið sem
við vorum í ríkisstjórn. Það
skildi eftir ákaflega óþægilegt
bragð og ég mun aldrei ganga í
gegnum slíkt aftur. Það var al-
veg á mörkunum fannst mér að
við félagarnir, ráðherrar Al-
þýðuflokksins, héldum sjáfs-
virðingunni í þeim darraðar-
dansi. “
En síðan hefur hann auðvitað einhent sér í að tala
illa um og rægja Samfylkinguna. Það er gamalkunn-
ugt herbragð úr Sjálfstæðisflokknum. Hann beitir
því ævinlega gagnvart þeim flokkum sem hann ótt-
ast og auðvitað óttast hann Samfylkinguna. Slíkum
vinnubrögðum tek ég ekki brosandi.
Staðan er allt öðruvísi núna. Alþýðuflokkurinn
var með 11,1% í kosningunum 1995. í dag erum við í
Samfylkingunni að verða fast að þrefalt stærri. Það
er allt annað að eiga samskipti við mann - jafnvel
þótt erfiður sé - af sjónarhæð slíks styrks heldur en
í smáflokki. Ég hef aldrei útilokað samstarf við Sjálf-
stæöisflokkinn. Það hefur hins vegar verið Davíð
sem hefur gagnvart þjóðinni, Samfylkingunni, en þó
ekki síst sínum eigin flokki, þvertekið fyrir sam-
starf. Sjálfstæðisflokkurinn verður að súpa seyðið af
því glappaskoti Davíðs þangað til sú afstaða breyt-
ist.“
„Ingibjörg kemur yfir fyrir lok næsta kjör-
tímabils“
Hvernig er samband ykkar Ingibjargar Sól-
rúnar?
„Það er ákaflega gott að mörgu leyti. Við erum að
ýmsu leyti með líka skapgerð, við Ingibjörg Sólrún,
þó að ég viðurkenni fúslega að mér hefur í tímans
rás stundum ekki gengið eins vel að hemja skap mitt
og henni.
Við erum gift systkinum og ég hef alltaf þekkt þau
Hjörleif mjög vel. Við verjum alltaf gamlárskvöldi
saman. Hún er guðmóðir Birtu, eldri dóttur minnar.
Þegar þau Hjörleifur giftu sig fyrir nokkrum árum -
vonum seinna - vorum við hjónin svaramenn
þeirra. Það segir kannski allt um sambandið.
Ég sagði einhvem tímann sögu af því þegar Ingi-
björg Sólrún var í stjórnarandstöðu og ég í ríkis-
stjórn. Þá þurfti hún eitt sinn að undirbúa harða
ræðu sem beindist gegn ráðherra Alþýðuflokksins
og hana vantaði pössun. Þá var það þáverandi for-
maður þingflokks Alþýðuflokksins sem passaði fyrir
hana meðan hún samdi skammarræðuna um for-
mann Alþýðuflokksins.“
Hafið þið samráð um stjórnmálin?
„Ekki reglulega, en í síðustu viku töluðum við
ákaflega oft og mikið saman. Ég tek mjög mikið
mark á henni. Hún hefði í síðustu viku mátt taka
meira mark á mér - en ‘so be it’.“
Þú hefur sagt að þú teljir líkur á að samstarf
ykkar verði nánara áður en langt um líður.
„Ég er alveg sannfærður um að við eigum eftir að
starfa saman að landsmálunum. Það er ósk mín og
mér finnst það skráð í stjömurnar. Og ég er sann-
færður um að það verður að minnsta kosti undir lok
næsta kjörtímabils. Menn hafa spurt mig hvort til
greina kæmi að hún settist í ríkisstjórn eftir næstu
kosningar. Því hef ég svarað þannig; í stjómmálum
getur allt gerst.“
-ÓTG