Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Helgarblað DV nóbelsverölaunin og fjórum árum síðar var bókin bönnuð á Ítalíu. Henry Miller gaf úr bók sína Tropic of Cancer í Frakklandi árið 1934. Bókin er að hluta til sjálfsævisaga sem lýsir, frjálslega, árunum 1920-1924 í lífi Millers. Kynlífslýsingar þóttu svo berorðar að bókin var bönnuð í Bandaríkjunum í tæpa þrjá áratugi. Háskólastúdentar smygluðu henni af miklum móð til Bandaríkjanna. Að minnsta kosti fjörtíu dómsmál voru höfðuð gegn bóksölum sem seldu bókina. Dónaskapur vandlega talinn Árið 1944 kom út í Bandaríkjunum skáldsagan Forever Amber eftir Kathleen Winsor. Bókin hlaut slæma dóma en náði þrátt fyrir það gríðarlegum vinsældum meðal almennings. Eftir henni var síð- an gerð kvikmynd með leikkonunni Lindu Damell í aðalhlutverki. Aðalsöguhetjan Amber er óskilget- in og eignast íjölda elskhuga, þar á meðal Karl n. Bretakóng, og á þijú böm með þremur mönnum. Hún giftist fjóram sinnum en einungis fyrsta hjónabandið er löglegt og hún eignast ekki eina manninn sem hún raunverulega elskar. Árið 1948 krafðist ákæravaldið í Massachussets þess að bókin yrði bönnuð þar sem hún væri ósið- leg. í rökstuðningi var sagt að í verkinu væri sjö- tíu sinnum talað um samfarir, sjö sinnum minnst á fóstureyðingar, tíu sinnum væru lýsingar á kon- um að afklæðast í návist karlmanna og sifjaspell kæmi fyrir fimm sinnum. Ailt var þetta samanlagt talið stefna siðferðisvitund lesenda í hættu og hvetja þá til lauslætis. Dómari í málinu lét sér fátt um þennan rökstuðning finnast en gaf um leið lít- ið fyrir bókmenntagildi verksins og sagði lestur- inn framkalla svefn fremur en löngun til hjásvæf- elsis. Yfirvöld í Nýja-Sjálandi voru ekki jafnmild og þar var bókin bönnuð árið 1952. Gamansaga eða klám? Bandarískir útgefendur höfnuðu handriti Vla- dimirs Nabokovs að Lolitu af ótta við að bókin yrði stimpluð sem klám. Umboðsmaður Nabokovs leitaði þá til Olympia Press í Frakklandi sem gaf bókina út á ensku árið 1955. Hún fékk þá umsögn að vera óþverri og klám en Nakokov sagði hana eiga að vera gamansögu. Bókin var bönnuð í Frakklandi árið eftir. Þegar franski útgefandinn bað Nabokov um aðstoð við að berjast gegn bann- inu svaraði Nabokov: „Bókin sjálf er siðferðileg vöm mín.“ Bannið varð að dómsmáli sem Olymp- ia Press vann árið 1957 og bókin var komin í sölu í byijun árs 1958 en var bönnuð á ný seinna sama ár. Útgefandinn fór aftur 1 mál og vann það. Bresk tollayfirvöld bönnuðu innflutning á bók- inni árið 1955 en sama ár hafði Grahame Greene sagt hana vera eina af þremur uppáhaldsbókum sínum sem út komu það árið. Bandarískir útgef- endur komu sér undan því að gefa bókina út, þar til einn þeirra tók áhættuna, árið 1958, án eftir- mála. Ári eftir var banninu í Englandi og Frakk- landi aflétt. Bókin var hins vegar bönnuð á Nýja- Sjálandi, í Argentínu og Suður-Afríku. Rabbit, Run eftir John Updike kom út í Banda- ríkjunum árið 1960. Tveimur árum síðar var hún bönnuð á írlandi vegna meintrar ósiðsemi. Árið 1976 gerðu nokkrir foreldrar í Maine í Bandaríkj- unum athugasemd við að bókin væri á lestrarlista bama þeirra. í kjölfarið var bókin tekin af lista og einungis var hægt að fá hana á skólabókasafninu ef framvísað var skriflegu leyfi frá foreldrum. Bók- in var tekin af lestrarlista skóla í Wyoming árið 1986 vegna kynlífslýsinga og guðlasts. flytja hana inn í landið. Árið 1932 gerði tollvörður upptækt eintak af bókinni, sem hafði verið sent til Random House. Bókaútgáf- an hafði ætlað að setja bók- ina á markað í Bandaríkj- unum og fór fram á að dóm- stólar tækju afstöðu til málsins. Við réttarhöldin krafðist Random House þess að tekin yrði afstaða til bókarinnar í heild sinni en hún ekki dæmd út frá ein- stökum köfhim hennar. Dómari samþykkti þá kröfu og sagði í úrskurði að í heildina hefði skáidsagan bókmenntalegt gildi og þeir kaflar hennar sem þættu ósiðlegir þjónuðu ákveðn- um tilgangi. Því væri bókin ekki ósiðleg. Eftir þann dóm var ekkert því til fyrir- stöðu að Ulysses kæmi út í Bandaríkjunum. Vladimir Nabokov. Höfundur Lolitu sagöi bókina vera gamansögu en ekki var öllum skemmt og bókin var bönnuö í Frakklandi og Englandi og fleiri löndum. Dónalegar bækur Bækur vekja viðbrögð, stundum gríðarsterk Hér er sagt frá nokkrum þekktum skáldsögum 20. aldar sem vöktu svo hörð viðbrögð að einhveijir vildu banna þær fyrir að vera grófar og klám- fengnar og hafa slæm áhrif á siðferðisvitund al- mennings. Ulysses, ein frægasta skáldsaga 20. aldar, kom út í Englandi árið 1918. Fyrstu réttarhöld vegna bókarinnar urðu í Bandaríkjunum árið 1921 þegar samtök sem börð- ust gegn siðleysi komust yfir tímarit sem birti kafla úr bókinni. Dómsúrskurður var tímaritinu í óhag. Ári seinna brenndi póstþjónustan í Banda- ríkjunum 500 eintök af bókinni þegar reynt var að Sérfræðingar í vitna- stúku Elskhugi lafði Chatterla- ys eftir D.H.Lawrence kom út á Ítalíu árið 1928 en í Englandi var hún seld í áskrift til að forðast ritskoð- un. I Bandaríkjunum var bókin úthrópuð sem klám og ferðalangar sem komu með hana inn í landið áttu á hættu að hún yrði gerð upptæk. Bóksali þar í landi var ákærður fyrir að hafa bókina til sölu í verslun sinni og var, ásamt aðstoð- armanni sínum, dæmdur í fjársekt og nokkurra vikna fangelsi. Þijátíu árum eftir útgáfu bókarinnar var hún gefin út í Bandaríkjunum. Póstþjónustan neitaði að dreifa bókinni. Útgefandinn höfðaði þá mál og vann það. Árið 1960 ákvað Penguin-út- gáfan breska að gefa bókina út óstytta. Rikissaksóknari höfðaði mál til að stöðva út- gáfu bókarinnar. Þijátíu og fimm sérfræðingar voru kallaðir fyrir réttinn og staðfestu að skáldsagan teld- ist vera bókmenntaverk. Penguin-útgáfan var sýknuð. Háskólastúdentar í smygli Bandaríski rithöfundurinn William Faulkner sendi frá sér skáldsöguna Griðastað árið 1931. Hún vakti mikla athygli vegna lýsinga á nauðgun og vændi. Ekki vakti síður athygli þegar höfundur- inn sagðist hafa skrifað um þessi efni vegna gróða- sjónarmiða fremur en af listrænum ástæðum. Árið 1948 voru nokkrir bóksalar í Pensylvaníu ákærðir fyrir að selja klámbækur, þar á meðal Griðastað. Dómari vísaði því á bug að bókin inni- héldi klám. Tveimur árum síðar fékk Faulkner Ljóð vikunnar Delirium Tremens - eftir Kristján Jónsson Ég er hraustur, ég er veikur, ég er hryggur, glaður þó: ég er óhrœddur, ég er smeykur, ég er snauður, ríkur nóg. Ég elska gjörvallt, allt þó hata, allt ég veit og neitt ei skil: öllu bjarga' og öllu glata í augnabliki sama' ég vll. Ég er fús og ég er trauður, ég ber glaður votan hvarm, ég er lífs og ég er dauður, ég er sœll og bý við harm. Ég er óður, ég er hœgur ég kýs allt og neitt el vil; ég um alla jörð er frœgur. ég hef aldrei verið til. Hendur og orð Kolfinna Baldvinsdóttir segir frá bók sem greip hana heljartökum. „Sú bók sem hefur gripið mig heljartökum og kemst varla úr huga mér um þessar mund- ir er King Leopold’s ghost sem kom út fyrir skömmu og er eftir Bandaríkjamanninn Adam Hotschild. Bókin fjallar um yfirtöku Belgíu á Kóngó í lok síðustu ald- ar. Við vitum svo margt um harðsvíraða meðhöndlun nýlendu- veldanna á Afríkuríkj- unum en ég held að að- farir Belga í Kongó hafi jafnvel verið verri en helfor Hitlers. í gegnd- arlausu arðráni á þess- ari þjóð voru tugir milljónir manna drepn- ar af einskærri villi- mennsku og græðgi eft- ir gúmmíi. Talan 15-20 milljónir hefur verið nefnd af mannfræðing- um seinni tíma sem ferðuðust um landið á sjötta áratugnum og komust að því að í hveiju þorpi vantaði allavega helming karlpenings- ins. Það sem vekur þó enn meiri óhug er sú óskiljanlega mannvonska meðal hirðmanna Leopolds að höggva hendur af fólki - börnum jafnt sem fullorðnum. Hvem dag söfnuðust hundruð handa af öllum stærðum og gerðum sem þjónuðu þeim eina tilgangi að sýna fram á að byssukúlum hefði ekki verið eytt til einskis - maður hafði verið drepinn og hönd hans var sönnun þess. í kjölfar lestursins fór ég að yfirheyra Belga um þekkingu þeirra á þessum skammarlega kafla í sögu landsins og uppgötvaði mér til skelfingar að þeir vita ekki neitt. Ekki einn stafkrókur um þetta þjóðarmorð kemur fram f skólabókum barna minna. Og ekki eitt ein- asta merki þessa er hægt að sjá í fomeskju- safni þeirra hér tileink- að Afríku. Ég á nú erfitt með að ganga um götur Bmssel þvf flestar glæsibygg- ingar borgarinnar voru reistar í tíð Leopolds. í mínum huga eru þær minnismerki um allar þær hendur sem urðu aðskila frá líkömum þeirra sem enn í dag hafa ekki komist undan því áliti „hvíta mannsins" að vera skepnur." íslandsljóð á ensku Cold was that beauty - Ijóðaþýðingar Cold was that beauty er ný bók frá Sölku með þýðingum Bemards Scudders á ljóð- um um fimmtíu íslenskra skálda frá fyrri öldum, einkum þeirri tuttug- ustu. Þetta eru ljóð um íslenska náttúru, landið, veðrið og dýralífið, en líka mann- lega náttúru, ástir og harma. Helga K. Einarsdóttir valdi ljóðin og Scudder nær prýðilegum takti við ljóðrænan smekk hennar. Úrvals- gjöf til vina yðar erlendis. 'ótíö Efsverð þitt er stutt - gakktu þá feti framar. Spartversk móðir við son sinn. Allar bækur 1. 177 leiðir til að koma konu í 7. himin PP-forlaq 2. Lífið í jafnvæqi Oprah Winfrey 3. Dönsk íslensk/íslensk dönsk orða- bók Orðabókaútqáfan 4. Ríki pabbi, fátæki pabbi Robert T. Kiyosaki 5. 206 leiðir til að tendra karlmann PP-forlaq 6. Með lífið í lúkunum Guðjón I. Ei- ríksson oq Jón Hjaltason 7. Láttu Ijós þitt skína Victoria Moran 8. Hamingjan í húfi Phillip C. McGraw 9. Feqraðu líf þitt Victoria Moran 10. Ensk íslensk/íslensk ensk orðabók Orðabókaútqáfan Skáldverk 1. Dauðarósir - kilja Arnaldur Indriða- son 2. Grafarþögn - kilja Arnaldur Ind- riðason__________________________ 3. Islandsklukkan - kilja Haldór Lax- ness 4. Híbýli vindanna - kilja Böðvar Guð- mundsson 5. Alkemistinn - kilja Paolo Cuehlo 6. Meira en mynd og grunur Þor- steinn frá Hamri 7. Mýrin - kilja Arnaldur Indriðason 8. Kaldaljós - kilja Viqdís Grímsdóttir 9. Nóttin hefur 1000 augu Árni Þór- arinsson 10. Brosmildi maðurinn Henning Mankell Barnabækur 1. Leitin að fjársjóðnum Mál og menninq 2. Sex ævintýri Áslauq Jónsdóttir 3. Allir saman nú Anita Jeram 4. Liló og Stitch verða vinir Vaka- Helqafell 5. Geitungurinn Árni Árnason og Halldór Baldursson 6. Arnaldur refur Georqie Adams 7. Tindátinn staðfasti H.C Andersen 8. Þrautabók Gralla gorms Bergljót Arnalds 9. Stubbar - stubbabrauðturninn Vaka-Helqafell 10. Lilo fær qæludýr Vaka-Helqafell
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.