Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Síða 19
reynt ná neinu rímótlí ásættanlegu. Menn voru ekkert að vanda sig við að ná andanum sem var yf- ir vínylkóverinu. Fyrsta platan var t.d. nokkuð grafísk og kontröstuð, svörtu litirnir voru svartir og ljósu litirnir ljósir. Síðan kom Millilending en myndin á henni var ekki litgreind og aftur var bara skannað inn og endalausir feilar bættust við fyrri feila. Það var ekkert lagt í þetta, ekkert verið að reyna að koma hlutunum í þann dúr sem var á upprunalega vínylnum. En alla vega. Núna er ver- ið að gera hlutina eins og ég vil að þetta sé gert. Ég hef gert þeim sem ég er að vinna með fulla grein fyrir grunnprinsippunum og þeir muna þau og af- leiða eftir því.“ Plötumar hafa staðist tírnans tönn Ég veit að Megas gerir ekki upp á milli barnanna sinna og því sleppi ég því að spyrja hann hvaða plata honum finnist best. En ég spyr hann hvernig honum finnist að heimsækja þær aftur. „Þetta eru auðvitað börn síns tíma,“ segir Megas „og mér finnst reyndar að þær hafi staðist timans tönn ágætlega." „Ef við tökum einstök verk, eins og Millilend- ingu. Sumum finnst hún hafa elst verr en aðrar plötur þínar,“ segi ég. „Ef til vill, hún er svolítið kubbuð og hefur sennilega með það að gera að strákarnir í Júdas vissu kannski ekki alveg hvað ég var að hugsa, nema ef þá væri Maggi Kjartans. Þeim fannst þetta kannski ekki merkileg tónlist, voru meira í þessu pís and lov-dæmi." „Þú varst nú þekktur fyrir að mæta í stúdíóið með fullunnin lög,“ segi ég. „Það er löngu liðin tíð. 1 dag spila ég með tónlist- armönnum sem ég þarf ekki að segja til. Menn sem kunna að imprúvísera. Áður fyrr gat ég ekki leyft mér þann munað. Ég reyndi auðvitað að ná í menn sem voru flinkir og helst kannski pínu lítið frægir líka. Þegar Millilending kom út voru Pelican og Júdas vinsælustu böndin og Jóni Ólafs tókst að redda hinum siðarnefndu." Maður kemst ekki hjá því þegar maður hlustar á plöturnar að heyra að Megas er gríðarlega sterkur laglínusmiður. Lög eins og Skutullinn á fyrstu plöt- unni er einfaldlega gullfallegt lag sem myndi spjara sig án texta. Ég spyr hann hvort það hafi aldrei farið í taugarnar á honum að vera alltaf álit- inn textasmiður fremur en lagasmiður. „Nei, ekkert frekar,“ svarar hann. „Þetta með textana virðist hafa breyst. Einu sinni lögðu menn ekkert upp úr textagerð. Þú sérð að Lifun með Trú- broti væri grand plata ef þeir hefðu lækkað í söngnum. Textarnir eru hryllilegir. En ef þú skoð- ar t.d. íslensku tónlistarverðlaunin, sem eru nú held ég vonandi að gefa upp öndina, þá virðast text- arnir skipta öllu máli en tónlistin engu.“ „Þú starfaðir með pönktónlistarmönnum í upp- hafi níunda áratugsins af því að þér fannst þeir komast nær uppruna rokksins, gætirðu hugsað þér að starfa með einhverjum ungum tónlistarmönnum i dag?“ spyr ég. „Ég hef nú þegar gert það. Spilaði t.d. með Botn- leðju í Loftkastalanum fyrir nokkru. Nú, Valgeir Sigurðsson sem ég hef unnið mikið með er nú ekki gamall. Þetta er ekki bara spurningin hvort ég vilji starfa með þeim heldur hvort þeir vilji starfa með mér. Stundum finnst mér þegar ég er beðinn um að spila með þessum ungu mönnum að þeir vilji stjórna þvi hvað maður gerir og ég er lítið hrifínn af slíku." Fólk hefur spurt mig hvort ég sé á hfi Ferill Megasar hefur verið ansi sveiflukenndur. Annaðhvort er hann elskaður eða hataður, edrú eða fullur. Hann er jafnþekktur fyrir sukksamt líf- erni og tónlistina og textana. Hann hefur notað fleiri vimuefni en hinn venjulegi Jón og reglulega heyrir maður sögur af því að Megas sé annaðhvort dáinn eða sé að deyja. „Jú, ég hef oft heyrt þær sjálfur," segir Megas. „Og fólk sem ég hef hingað til talið með ágætis dómgreind hefur hringt hingað í dauðans ofboði og spurt mig hvort ég sé á lífi. En ég er orðinn vanur þessu og mínir nánustu eru löngu hættir að hafa áhyggjur af þessu. Þetta er partur af mítunni.“ „Ertu aldrei þreyttur á því að vera Megas?“ spyr ég. „Get ég það? Það er stutt leið úr latinu yfir í grisku en þegar „uppundimorðurpólsbúar" sjálf- medikera sig með löglegu eitri verða þeir svo ör- uggir um eigið mikilvægi og eignarétt af mér. Mér dettur Guðjón í hug Þórðarson þjálfari - heltekinn af knattlist. Hann er sagður skapstór og andlit hans sést aldrei á síðum dagblaða nema afskræmt, líkastur hershöfðingja. Á öðrum vettvangi héti þetta fölsun og til að stemma stigu við rænulausri ófrægingarherferð sæti blaðamaðurinn inni á Litla-Hrauni eða Kvíabryggju. Einhvern tímann munu fjölmiölarnir geta ráðið því hvemig Guðjón Þórðarson lítur út. Þeir geta byggt upp og brotið niður. Þeir eru vald.“ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 HeIqorblctð J3V ig „Þú ert aldrei ónáðaður?" spyr ég. „Jú, það kemur fyrir,“ segir hann. „Mér finnst voðalega leiðinlegt að geta ekki farið á barinn og fengið mér eitt bjórglas án þess að það komi ein- hver og böggi mig. Eins og t.d. með þetta viðtal. Þegar mér var sagt frá því að það stæði til að taka viðtal við mig þá vissi ég að ef við færum á kaffi- hús myndum við ekki fá neitt næði. Menn væru i sífellu að hlamma sér niður og bögga mig, jafnvel þótt þeir sæju að ég væri upptekinn. Stundum æsi ég mig og hakka þá í mig en yfirleitt nenni ég því ekki. Einu sinni var ég á einhverjum bar með fé- laga mínum og það stendur maður álengdar við barborðið. Hann er eitthvað að fjasa og virðist alltaf verða æstari og æstari. Síðan heyri ég að hann segir nafnið Megas og ég átta mig á því að hann er að halda einhverja ræðu um að ég sé rót alls þess sem fer miður í heiminum. Svo ætlar hann greinilega að hjóla í mig en skyndilega stopp- ar hann og það er eins og einhver rödd tali til hans. Síðan rýkur hann út um dymar og skellir á eftir sér. En það er svona bögg sem ég lendi oft í. Þess vegna finnst mér oft gott að spila með Súkkat, þeir passa svolítið upp á mann. Það er undarlegt að maður þurfi boddígard á íslandi (hlær).“ „Svo er sagt að þú sért alltaf fullur og uppdópað- ur,“ segi ég. „Það er líka partur af mitunni. Ég hef oft heyrt það úti i bæ að ég hafi verið að spila blindfullur. Og aftur hafa menn hringt í mig og tékkað á því. Það hefur örsjaldan komið fyrir að ég troði upp drukkinn. Ég fæ mér kannski smá bjór en um leið og áfengið hættir að virka örvandi þá læt ég það vera. Ég man eftir róna hérna í Reykjavík sem hét Lilli af því að hann var svo stór. Hann var búinn að vera edrú í mörg ár en samt var maður alltaf að heyra að hann væri fallinn. Ég held að fólk vilji að ég sé svona fyllibytta. Það vill hafa einhvern til að vorkenna." „En þú hefur sagt að þú notir vímuefni til að komast að listamanninum í þér,“ segi ég. „Ég man ekki upp á hár hvenær við hættum að vera Neanderdalsmenn og urðum að mönnum en það eru nokkur hundruð þúsund ár. Öll þessi reynsla er til i okkur og við þurfum einhverja hjálp til að komast að henni, eitthvað til að slæva dóm- greindina. Þegar ég skrifa undir áhrifum veit ég oft ekki hvað textamir mínir þýða en ég læt þá alltaf standa eins og þeir eru. Fyrsta tilraun er alltaf rétt. Maður á ekki að hlusta á bakþankana. Það er svo- lítið sérstakt að stundum fatta ég ekki textana mína fyrr en nokkrum árum eftir að ég sem þá. Ég heyri kannski einhvern annan syngja þá og ég hugsa með mér: „Nú skil ég.“ Víma er orðið svo neikvætt orð, það er orðið slæmt að vera í vímu, meira að segja í gleðivímu. Kannski að spennu- víma sem heltekur menn á knattspyrnuleikjum geti haft hættu í för með sér.“ Efaðist ckki um hæfileika mína í lok níunda áratugarins og í upphafi þess tiunda er óhætt að segja að Megas hafi verið úti í kuldan- um. „Litlir sætir strákar" af plötunni Bláir draum- ar hneykslaði fólk og aftur fóru sögusagnir á kreik að Megas væri endanlega búinn að tapa glórunni. Alls kyns sögur fóru á kreik um að listamaðurinn væri að selja litla taílenska stráka, einhver sá hann í Kringlunni með lítinn strák i bandi og þar fram eftir götunum. Ég spyr hann hvort þetta hafi ekki sært hann eða hvort hann hefði tekist á við þetta með gömlu góðu kaldhæðninni? „Mér fannst þetta svo vitlaust," segir Megas og stendur upp. Hann nær i plötuna Loftmynd og sýn- ir mér bakhliðina. Á henni er mynd af taílenskri fjölskyldu. Megas er þar á meðal og heldur utan um ungan mann. „Sjáðu, þessi mynd fór voðalega fyrir brjóstið á fólki. Og mér sem fannst litirnir bara fal- legir. En þetta fjaðrafok gat ekki æst mig, þetta var of mikil vitleysa til þess.“ „En þegar menn voru t.d. að rakka niður fyrstu plötuna, var hinn ungi Megas ekki auðsæranleg- ur?“ spyr ég. „Nei, dómarnir voru eiginlega of vondir og nei- kvæðir til að hægt væri að taka mark á þeim. Mér fannst svo skrýtið að gagnrýnendumir gætu ekki einu sinni viðurkennt hvað norsku hljóðfæraleik- ararnir spiluðu fallega." „Mér finnst eins og þú hafir aldrei efast um hæfi- leika þína,“ segi ég. „Nei, ég gerði það ekki. Mér fannst lögin min fullboðleg og hafði enga ástæðu til að efast,“ segir Megas siminn hringir. Núna þarf hann að fara að vinna. Ég heyri að hann talar við mann sem er að vinna að endurútgáfunni og þeir ákveða að haldá sígarettufund sem fyrst til að bera saman bækur sínar. Ég hugsa með mér þegar ég horfi á hann að þrátt fyrir hið óreglulega líferni sem kroppur hans og andlit bera vitni um er hann fyrst og fremst harðduglegur og einbeittur tónlistarmaður. Og við gleymum þvi oft þegar við hugsum um Megas. -JKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.