Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Qupperneq 20
20 Ha/cj o rb lct c) DV LAUCARDACUR 21. SEPTEMBER 2002 Ragnar Ingi Aðalsteins- son fékk uppeldi að hluta í bundnu máli í af- skeltktri sveit. Hann kennir fólki að setja saman vísur. DV-inynd E.Ól. Eins og að setja hundinn í kvmar Það er stundum sagt að allir sem fást við að skrifa gangi með rithöfund í maganum og án efa er það að einhverju leyti rétt. Þeir eru vafalaust ekki færri sem ganga með skáld í maganum og vildu gjarnan kunna einhver skil á þeirri göfugu list að setja saman vísur. íslendingar hafa stundað þá íþrótt að setja sam- an vísur eftir ákveðnum og ströngum reglum leng- ur en nokkur veit. Allir þekkja einhverjar fer- skeytlur og sú iþrótt að kasta fram stöku lifir ágætu lífi meðal þjóðarinnar eins og vel sótt hag- yrðingakvöld bera vitni um en slíkar samkomur þykja nú um stundir eitt hið besta skemmtiefni. í röðum þekktari hagyrðinga landsins er maður að nafni Ragnar Ingi Aðalsteinsson sem er lesend- um DV að góðu kunnur sem umsjónarmaður vísna- þáttar sem birtist í hverju laugardagsblaði. Ragnar hefur lengi fengist við að kenna bragfræði og vísnagerð og hefur nú sent frá sér nýstárlega kennslubók í þeim efnum sem heitir því yfirlætis- lausa nafni vísnaverkefni. Okkur verður því fyrst fyrir að spyrja höfundinn hvers konar bók þetta sé eiginlega. „Það er von að spurt sé því svona bók hefur aldrei komið út áður,“ segir Ragnar og glottir skelmislega. „Henni er ætlað að æfa fólk í því að búa til vís- ur. Menn hafa lengi kennt bragfræði og sjálfur hef ég kennt hana árum saman og haldið námskeiö. Ég hef rekið mig á það að bragfræðikennslan ein og sér er ekki nóg, heldur þurfa menn að æfa sig í því að búa til vísur. Þess vegna setti ég saman þessa bók sem er byggð á minni kennslureynslu." Bókin er þannig sett saman að í henni eru 40 verkefni. Ragnar hefur valið saman orð sem hægt er að nota til að mynda vísu og verkefni hverrar siðu felst í að skrifa orðin upp þannig að þau myndi vísu með réttri stuðlasetningu og rími. „Það leiðir af sjálfu sér að á hverri þraut eru mýmargar lausnir sem allar eru jafnréttar. Ég setti saman vísu úr einhverjum oröum sem síðan er ruglað og verkefnið felst í að raða þeim saman á ný.“ Verða sjóveikir af bragfræði Ragnar segir að kennslufræðilega sé ekki hægt að ætlast til þess að menn læri að yrkja aðeins með því að læra bragfræði. „Ég þekki snjalla hagyrðinga sem verða sjóveik- ir ef maður fer að þylja yfir þeim bragfræði. Þeir vita ekkert um hana en myndu aldrei setja saman nema rétta vísu. Ég var svona líka og lenti í stök- ustu vandræðum þegar ég átti að fara að kenna mönnum að yrkja.“ Ragnar bendir á þann skemmtilega möguleika að þegar væntanlegir nemendur séu búnir að leysa öll verkefnin í bókinni þá megi þeir senda hana út- fyllta annaðhvort til sin eða til útgefandans sem er bókaútgáfan Hólar á Akureyri og með timanum fái þeir ef til vill endurgjöf á það hvemig til hafi tek- ist. Um þessar mundir er Ragnar aðjúnkt við Kenn- araháskóla íslands og er sjálfur í magisternámi við Háskóla íslands. Hann er því eiginlega hvergi að kenna bragfræði beinlínis en segist hafa í hyggju að halda námskeið í vísnagerð eftir áramótin. Bragfræði er liður í námskrá grunnskóla en Ragn- ar segir það mismunandi hve því er mikið sinnt og fer áreiðanlega eftir áhuga hvers kennara fyrir sig. „Það er tiltölulega lítið um að menn kenni þetta eins og ég gerði, að kenna börnunum að yrkja. Þá fyrst fer að verða fjör.“ Ragnar hefur árum saman kennt viö Foldaskóla í Grafarvogi og þar á meðal vísnagerð og brag- fræði. En hvernig tekur ungdómurinn við kennsl- unni? „Þau taka þessu vel og finnst þetta spennandi og ógurlega gaman þegar þau eru búin að ná tökum á þessu. Verkefni eins og þau sem eru i bókinni voru alltaf meðal þeirra vinsælustu sem ég lagði fyrir.“ Genetískur áhugi á kvæðum Rapp nýtur mikilla vinsælda nú um stundir og byggir mikið á rími og hljóðfalli. Skyldi það hafa aukið áhuga ungdómsins á hefðbundnum kveð- skap? „Ég er ekki viss um að það tengist. Áhuginn á vísnagerð er eiginlega genetískur i íslensku þjóð- inni og hefðin stendur svo nálægt íslendingum öll- um og ég held að það komi ekki við tískusveiflur eins og rapp. Rappið er mjög flott og ég held að þjóðskáldin sem gengu fyrir konunga til forna og fluttu þeim kvæði sín hafi notað einhvers konar rapp við flutninginn. Þegar Eirlkur konungur sagði við Egil Skallagrímsson: „Hið besta er kvæð- ið flutt“ þá minnist hann ekkert á innihald en flutningurinn hreif hann.“ Ragnar hendir á að íslendingar hafi haldið tryggð við hljóðstafasetningu meðan allar aðrar þjóðir lögðu hana af og þess vegna á vísnagerð eins og hún er stunduð með íslendingum engan sinn líka. Norðurlandaþjóðir sem áður áttu þess hefð hafa týnt henni fyrir nokkrum öldum. „Við notum sömu hljóðstafasetningu og við gerð- um á söguöld og það gerir okkar vísnagerð merki- legri en ella. Við erum því réttilega stoltir af þess- ari hefð og stór hluti þjóðarinnar litur á þetta sem merkilegan arf og íslenskan." Raqnar Ingi Aðalsteinsson war alinn upp íbundnu máli austur á Jökuldal. Hann hef- ur lenqi fenqist við að kenna fólki að setja saman vísur oq hefur sett saman frumleqa kennslubók íþessari fornu íþrótt. I unqdæmi hans var það talinn qlæpur á borð við að setja hundinn íkijrnar að fara vitlaust með vísu. Ekki lengur haUærislegt Þótt skáld og hagyrðingar hafi oft notið aðdáun- ar gegnum aldirnar þá hefur nútíminn á stundum haft horn í síðu þessa menningararfs. Til skamms tíma var ekki hægt að ímynda sér neitt eins hall- ærislegt eins og að vera í kvæðamannafélagi og fara með rímur. Slíkir menn voru sennilega í vað- málsfötum og tóku í nefið. En sennilega er sann- gjarnt að segja að formið sé í nokkurs konar end- urreisn? „Það er þannig. Vísnahefðin bjó við andúð um tíma og menn töldu hana úrelta og menn fóru að yrkja atómljóð og syngja á ensku eða syngja haka- brag og leir eins og sumar dægurlagahljómsveitir gera. Svo kom þetta aftur upp þvi það fór aldrei langt, í mesta lagi rétt úr augsýn. Um 1980 fór ég fyrst að fást við að kenna brag- fræði og þá lifði þessi hefð góðu lífi en þá voru far- in að sjást það sem ég vil kalla danskvæðaeinkenni þegar menn voru að yrkja vísur með rími en án stuðlasetningar. Það fannst mér ekki fallegt og ein ástæða þess að ég fór að setja saman minar fyrstu kennslubækur í þessu og fyrsta kverið kom út hjá Námsgagnastofnun 1987.“ Uppeldi í bundnu máli Sjálfur er Ragnar ljóslifandi dæmi um það hvernig hefðin lifir milli kynslóða en hann ólst upp í afskekktri sveit á Vaðbrekku á Jökuldal. Systkinahópurinn var stór en níu þeirra komust til fullorðinsára og hafa öll fengist við að yrkja þótt Ragnar og bróðir hans, Hákon Aðalsteinsson, séu án efa þekktastir á því sviði. „Ég hef sagt að á mínu æskuheimili hafi menn talað saman í bundnu máli og vísnagerð hafi verið hluti af tungumálinu og daglegri tjáningu. Faðir minn vitnaði í Einar Benediktsson og móðir mín í Stephan G. Stephansson. Þau kunnu margt og eftir fleiri höfunda en þessa. Faðir minn var morgun- glaður maður og talaði oft í hendingum þegar hann var að vekja okkur á morgnana. Við byrjuðum auðvitað á þessu mjög ung og ég veit ekki hvernig hefði farið fyrir okkur ef við hefðum ort vitlaust. Ég held að við hefðum ekki fengið að éta. Það mátti ekki. Það var næstum eins og að setja hundinn í kýrnar." -PÁÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.