Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 HeIqarblaö DV 25 DV-myndir Hari Elvar Örn hefur hollustuna að leiðarljósi í matargerð sinni og þar hentar túnfiskurinn vel enda oft á borðum í eldhúsi hans. Ólífuolían er ómissandi við matargerð og hér blandar Elvar Örn henni saman við nýsoðið pasta Ferskum kryddjurtum er sáldr- að saman. Þær eru síðan hrærðar út í blöndu af olíu og balsamique-ediki sem dreypt er yfir salatið. Hvítt frá sléttum Ungverjalands og rúbínrautt frá Rioja - er val Sveins Thorsteinssonar hjá Agli Skallagrímssyni Túnfiskur hefur verið að ryðja sér til rúms á mat- seðlum veitingahúsa og eins á matardiskum heimilanna þegar fólk vill gera vel við sig í mat. Túnfiskur kann að vera óvenjulegur matur i munni flestra en það þýðir síður en svo að ekki séu til vin sem fara vel með þessari afbragðsfæðu. Og fyrst við erum að tala um mat sem ekki er oft á diskunum er sjálfsagt að fara á slóðir sem ekki eru mjög troðnar þegar umfjöllun um vín er annars vegar en eru sannarlega umfjöllunar virði, svo ekki sé minnst á nánari kynni. Sveinn Thorlteinsson hjá Agii Skallagrímssyni valdi að leita til ungverskra víngerðarmeistara og síð- an á hefðbundnari slóðir á Spáni þegar hann valdi vín sem henta með krásunum hér til hliðar. Györgi Villa Eteki Chardonnay, árgangiu- 2001, er vín sem Sveini er hugleikið. Þetta vín er frá Ungverjalandi, nánar tiltekið frá héraðinu Eteki sem skammt frá frægasta héraðinu, Eger, mitt á milli Búdapest og Tokay. Framleiðandi Györgi Villa, Hungarovin, er rétt hjá Búdapest. Eger-héraðið, sem minnst var á hér að ofan, er annars þekktast fyrir rauðvínið Egri Bikvér sem margir þekkja en það var lengi til í verslunum ÁTVR. En það er nú önnur saga. Ekki er flutt mikið inn til íslands af vínum frá Ungverjalandi en almennt er álitið að hér hafi tekist mjög vel.til. Györgi Villa Eteki Chardonnay hefur aflað Hungarovin-víngerðinni bronsverðlauna, verðskuldað, segja ófáir. Hér er á ferð þurrt gæðavín með gylltum lit. Ilmurinn er ávaxtaríkur og sætur. I bragði er vínið feitt, með sætum ávexti sem minnir á mango. Þægileg sýra gerir vínið tilvalið með túnfiski, pastasalötum eða sem notalegan fordrykk. Györgi Villa Eteki Chardonnay, árgangur 2001, fæst í ÁTVR og kostar 1,140 krónur. Marqués del Puerto, Gran Reserva, árgangur 1994, er kunnuglegra en ungverska hvítvínið en spænsk vín virþast falla landanum afar vel í geð. Hér er á ferðinni klassískt Rioja- vín. Þrúgumar i þessu víni eru 85% Tem- pranillo, sem er ein mest notaða þrúgan í Rioja, 10% Mazuelo og 5% Garncha. Vínið er geymt á tunnum í 2 til 2 og 1/2 ár að lágmarki og þá í tunnum sem smíðaðar eru úr 80% am- erískri og 20% franskri eik. Eftir tunnugeymsluna er vininu hellt á flöskur og þær geymdar í 3-4 ár í vínkjallara. Marqués del Puerto Gran Reserva er fallega rúbínrautt, með angan af vanillu, kókos og súkkulaði. Mikil eik og góð dýpt einkennir vínið sem er í góðu jafhvægi. Bragðið minnir jafnvel á sætar plómur og hnetur. Eftirbragðið er langt og ljúffengt og það er mál þeirra Egilsmanna að hér sé á ferðinni tilvalið vín til að drekka með túnfiski. Marqués del Puerto, Gran Reserva, árgangur 1994, fæst í ÁTVR og kostar 1.810 krónur. Umsjón Ilaukur Lárus Ilauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.