Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Qupperneq 26
26 Helga rblctð 1D>V LAUGARDACUR 21. SEPTEMBER 2002 Guðrún Gísladóttir leikur aðalhlutverkið í Viktoríu og Georg eftir Ólaf Hauk Símonarson sem var fyrsta fruinsýning haustsins. Guðrún segir lilutverkið það fyrsta á nærri 25 ára ferli sein hún bað sérstaklega um að fá að takast á við. DV-mynd Teitur og Guðrún Fyrsta frumsýning haustsins í Þjóðleikhúsinu vekur alltaf talsverða athygli og það brást ekki nú fremur en endranær. Viktoría og Georg er áhrifa- mikið leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson og fjallar um samband sænsku skáldkonunnar Viktoriu Benediktsson við bókmenntajöfurinn og spámann- inn Georg Brandes. Leikritið gerist á hótelherbergi í Kaupmannahöfn og það endar illa. Þeir gagnrýnendur sem hafa látið í sér heyra hafa lokið miklu lofsorði á frammistöðu Guðrúnar Gísladóttur í hlutverki Viktoriu. Það hljómar dálítið skuggalega en Guðrún hefur staðið á íslenskum leiksviðum í nærri aldarfjórð- ung og sá sem þetta ritar man glöggt eftir henni í hlutverki fermingarstúlku í hinum rómaða Stund- arfriði eftir Guðmund Steinsson sem gekk við feiknalegar vinsældir innan lands og utan svo í árum var talið. Það gerðist árið 1978 og Guðrún segir að það hafi komið flestum á óvart hve mikið var hlegið á frumsýningu. „Við höfðum talið okkur vera að vinna við dap- urlegt verk,“ segir Guðrún og verður enn ráðvillt á svip. Þetta er líklega eitt af dæmum um það hvemig áhorfendur eru útsetnir með aö misskiija listina. Leikarar nærast DV settist niður með Guðrúnu á kaffihúsi þar sem þjónninn misskildi listamanninn og kom með rangt kaffi en þess meira af réttu súkkulaði og aukaskammt í sárabætur fyrir skilningsleysið. í ljósi skinandi dóma í blöðunum er freistandi að spyrja leikkonuna hvernig tilfinning sé aö fá mik- ið hrós. „Það er að vissu leyti ágætt en það gerir mann samt einmana,“ segir Guðrún. „Það gleður mömmu og þess vegna er það gott en það fylgir því sérkennilegur tómleiki." - En nærast leikarar ekki á lófaklappi, hrósi og þess háttar? Er það ekki byggt inn í starf leikarans sérstaklega samanborið við til dæmis strætóbíl- stjóra? „Ég held að strætóbílstjórum sé almennt ekki hrósað nóg. Ég þekki persónulega strætóbílstjóra sem hafa endað á Kleppi því þeir fengu ekkert nema skammir. Auðvitað fáum við skráp en það er verst fyrst að láta skamma sig. Oft taka leikarar á sig sameigin- lega ábyrgð þegar þeim finnst þeir hafa lagt sig fram. Það er verra þegar gagnrýnendur fara að finna aö vaxtarlagi eða útliti leikara. Þetta er viö- kvæmt starf því það er oft óljóst hvort það er ver- ið að tala um Guðrúnu eða Viktoríu, hvort það er leikarinn eða persónan." Viktoría grimma - En var erfitt að takast á við Viktoriu? „Mér fannst þetta afskaplega erfitt. Þetta er stórt verkefni og þetta er í fyrsta sinn sem ég hef beðið sérstaklega um að fá eitthvert verkefni. Þegar ég las þetta verk fyrir þremur árum fannst mér ég ná sérstöku sambandi við Viktoríu sem ég átti erfitt með að finna aftur. Viktoría er mjög erfið mann- eskja. Hún er grimm og verri en mig minnti að hún hefði verið.“ - Það er rík hefð fyrir því að spyrja leikara hvernig i ósköpunum þeim hafi dottið í hug að leggja fyrir sig þetta starf sem krefst svo mikils? Hvar fékk Guörún Gísladóttir vitrun um að leggja fyrir sig leiklist? „Pabbi minn var rútubílstjóri og ók meðal ann- ars leikhópum Þjóðleikhússins á leikferðum um landiö og vann reyndar í húsinu þess utan. Ég fór að skrölta með í þessum ferðum þegar ég var fjög- urra ára gömul og fannst alltaf óskaplega gaman í leikhúsinu. Mér finnst ennþá leikhúsið vera merkilegur heimur. Ég hef unnið á mjög mörgum vinnustöð- um og það kemst ekkert í hálfkvisti við leikhúsið þótt eflaust megi hafa það notalegra á betra kaupi einhvers staðar annars staðar. Þótt leikarar eigi í erjum sin á milli og öfundi hver annan þá er þetta einfaldlega gott fólk. Það eru allir leikarar einstak- lega barngóðir." Ætla að hætta að vera þæg - Guörún upplýsir reyndar að hún hafi alls ekki ætlað að verða leikari heldur leikmyndateiknari. Það gekk ekki þrautalaust að komast inn í réttan skóla til þess svo hún ákvað að verða leikari í stað- inn. En er hún þá leikari sem er alltaf uppfullur af meiningum um leikmyndina og umgerð sýninga? „Ég er það en ég hef lagt metnað minn í að halda mig til hlés og gefa leikmyndateiknaranum svig- rúm. Ég er alltaf stillt í búningamátunum og hef látið bjóða mér margt i þeim efnum sem aðrir myndu ekki þola. Ég er reyndar að hugsa um að hætta þessari þægð og gera uppreisn.“ Guðrún segist samt vera ánægð í Þjóðleikhús- inu. „í Þjóðleikhúsinu eru margar vistarverur þótt það njóti mismikilla vinsælda hjá þjóðinni eftir árum. Þar má maður segja það sem maður vill, sennilega vegna þess að það er stofnun. Það er gamaldags og frjálslynt í senn og þannig vil ég hafa það.“ Guðrún hefur verið fastráðinn leikari bæði hjá Þjóðleikhúsi og Leikfélagi Reykjavíkur og það var Stefán Baldursson, núverandi þjóðleikhússtjóri, sem réð hana á báðum stöðum en hún kom einnig við sögu Alþýðuleikhússins sáluga. Við biðum samaii í Hafinu - Örlögin höguðu því þannig að Guðrún var í tveimur frumsýningum sömu vikuna. Þremur dög- um fyrr en Viktoría og Georg voru frumsýnd var Hafið eftir Baltasar Kormák frumsýnd í Háskóla- bíói en þar fer Guðrún með alltstórt hlutverk og leikur sérstaklega beiska miðaldra konu sem er ill- kvittin og vond. Hún meðgengur að það hafi verið mjög skemmtilegt að leika þessa konu sem engum hlífir og segir að það hafi verið afskaplega skemmtilegt að vinna að gerð kvikmyndarinnar. „Kvikmyndagerð gengur mikið út á að bíða en þetta var þolanlegt því við gátum beðið saman mörg í hóp og skemmt okkur á meðan við biðum.“ Guðrún hefur þrátt fyrir langan feril á íslensk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.