Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Helgarblaö H>V Lögð á ráðin fyrir leikinn á morgun, en myndin er tekin á æfingu á fimmtudag, en liðið fór utan í gær. DV-mynd Hari Einn mikilvægasti leikur íslensks kvennalandsliðs á morgun: „Líst alltaf betur og betur á þennan leik“ - segir Jörundur Aki Sveinsson landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðið leikur á morgun síðari leik sinn gegn Englendingum, en þá ræðst það hvort liðið mætir Frökkum í tveimur leikjum um laust sæti í úrslitakeppni HM í Kína á næsta ári. Jörund- ur Áki Sveinsson landsliðþjálfari er bjartsýnn fyrir leikinn á morgun, en segist sannfærður um þetta verði iiörkuleikur og að íslensku stelpurnar muni mæta þeim ensku af fullum krafti. Það kemur íslenska liðinu til góða að aðalmarkaskorari enska liðsins, Karen Walker, er í leikbanni, en hún fékk að líta gult spjald í leiknum á mánudag. Hún gerði bæði mörk enska liðsins í fyrri leiknum og hefur hún skorað í öllum viðureignum þjóðanna. „Við erum mjög bjartsýn og það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að við höfum farið langt i þessari keppni á bjartsýninni og dugnaðinum. Við erum sammála um að það voru margir leikmenn sem ekki sýndu sitt rétta andlit í leiknum á mánudag og eiga því mikið inni í getu sem vonandi tekst að ná fram í leiknum á morgun. Eftir því sem liðið hefur á vik- una líst mér í raun alltaf betur og betur á þennan leik og hef fulla trú á því að við munum klára þetta,“ 'Segir Jörundur Áki. Hann segir það tilfinningu sína að enska liðið hafi verið að leika af eðlilegru getu þegar liðið lék hér á landi. Miðað við það og bættan leik íslenska liðsins, sem Jörundur Áki segir að sé fullkomlega raunhæft, þá eigi að vera góður möguleiki á að ná fram hagstæðum úrslitum í leiknum. Jörundur Áki ætlar að gera breytingar á leik- skipulaginu frá því á mánudag og hefur ákveðið að spila með fimm varnarmenn, fjóra á miðjunni og Olgu eina frammi. „Ég hef hins vegar ekki gert það upp við mig hvort ég geri einhverjar breytingar á skipan liðsins, en mér finnst það reyndar ekki lík- legt.“ Lokaundirbúningurinn fyrir leikinn hefur ekki verið áfallalaus. Ásthildur Helgadóttir hefur verið veik frá því í leiknum á mánudag en í gær sá ekki fyrir endann á því og þá er Guðrún Sóley Gunnars- dóttir meidd. Guðrún er brotin eða brákuð á rist, en hún leikur þannig á sunnudag. Þá fengu þær Erla Hendriksdóttir og Guðlaug Jónsdóttir sig ekki laus- ar til að taka þátt í undirbúningnum hér á landi, en þær eru báðar við nám í Danmörku. Jörundur segir meiðsli Guðrúnar, veikindi Ást- hildar og fjarveru þeirra Erlu og Guðlaugar hafa sett talsvert strik í reikninginn. „Það hefði að sjálf- sögðu verið betra að hafa þær í undirbúningnum, en þetta eru hlutir sem ekkert varð gert við og við verðum að laga okkur að. Varðandi undirbúninginn fyrir þessar tvær viðureignir við Englendinga segir Jörundur Áki að auðvitað hefði hann viljað fá einn æfingaleik, en það hefði hins vegar ekki verið gerlegt að koma því við. „Margar af þessum stelpum eru úti i námi og eru að leika þar með liðum sínum auk þess sem tímabilið er að klárast og því ekki hægt að koma þvi fyrir að leika æfingaleik.“ „Við erum staðráðn í að gera okkar allra besta og vera landi og þjóð til sóma. Mér finnst pressan á lið- ið vera minni nú en fyrir fyrri leikinn. Eins og ég hef sagt þá léku nokkrir leikmenn íslenska liðsins undir getu og það má kannski kenna um þeirri pressu sem var á liðinu fyrir leikinn. Við eigum mikið inni frá síöasta leik og við munum gefa allt í þetta,“ sagði Jörundur Áki að lokum. íslenska liðið hélt utan í gær og æfði liðið í gær. í dag mun liðið æfa á St. Andrews, heimavelli Birmingham City, en leikurinn fer fram þar. -PS Met slegin í hverjum leik Með þátttöku sinni í leiknum gegn Englending- um á mánudag sló markvörður íslands, Þóra Helgadóttir, leikjamet markvarðar með íslensku landsliði. Leikurinn á morgun verður 23. leikur Þóru í markinu, en fyrra met markvarðar átti Sig- ríður Fanney Pálsdóttir, 21 leik. Þess má geta að Margrét Ólafsdóttir bætir leikja- met kvenna í landsliðinu með hverjum leik sínum en leikurinn á morgun verður 51. leikur hennar. Ásthildur Helgadóttir er ekki langt undan en hún leikur 50. leikinn sinn á morgun. Ásthildur er jafn- framt markahæst leikmanna kvennalandsliðsins með 15 mörk og er því ekki langt frá því að verða markahæsti íslenski leikmaðurinn með landsliði, en Rikharður Jónsson gerði 17 mörk með karla- landsliði íslands. Þjálfari landsliðs Líbíu í knattspyrnu rekinn: Valdi ekki son Gaddafis Þjálfari knattspyrnulandsliðs Líbíu, Franco Scoglio, sem var rekinn úr starfinu á dögunum, segir farir sínar ekki sléttar i samskiptum við knattspyrnuyfirvöld í landinu. Hann fullyrðir að hann hafi verið látinn víkja vegna þess að hann neitaði aö velja Al-Saadi Gaddafi, son Líbíuleiðtoga, Muammar Gaddafi, í liðið. „Ég var hreinlega rekinn vegna þess að ég neitaði að nota hann í liðið. Ég neitaði bón leiðtogans og sagði að hann myndi ekki spila mínútu. Al-Saadi Gaddafi er skelfilegur leikmaður. Það getur líka verið hluti af ástæðunni að ég neitaði að þjálfa félagslið sem er i eigu sonarins. Það er nokkuð ljóst að það er ekki vegna lélegs árangurs sem Scoglio er rekinn því undir hans stjórn hefur liðið farið úr 120. sæti á styrkleikalista FIFA upp i það 104. Líbía hefur unnið þrjá síðustu landsleiki sina og þar af fyrsta leik þjóöarinnar í undankeppni Afrikubikarsins, en Líbýa hefur aldrei tekið þátt í þessari keppni. Sonurinn heittelskaði tók ekki þátt í neinum þessara leikja, sat á bekknum i þeim siðasta en var ekki einu sinni í hópnum í hinum tveimur. „Ég er knattspyrnuþjálfari, ekki strengjabrúða. Þegar Al-Saadi var í liðinu töpuðum við öllu, en þegar hann var ekki með unnum við allt. Svo einfalt er þetta.“ -PS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.