Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Page 36
36 Helqarblacf 3I>V LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Ávísun á frústrasjón „Það er rosaleg geðveiki fólgin í þessari tilhneigingu að setja ltonur allar í einn flokk. í sýningunni tökum við Cosmopolitan-tímaritið sem dænii. Það á að eiga við konur í öllum heiminum, hvort heldur er á íslandi eða í Mó- sambík. Alls staðar er það saina kvennablaðið sem er vinsælast. Það er auðvitað ávísun á frústrasjón!" segir María Revndal, leikstjóri sýningarinnar Beyglur með öllu, sem sýnd er í Iðnó. María Reyndal leikstýrir Beyglum með öllu íIðnó. Sýningin hefur hlotið góða dóma og er uppselt fram ínóvember, en Begglurnar bæta stöðugt við aukasýningum þessa dagana. María ræðir um begglaðan veruleika, konuna og Cosmopolitan. Skjallbandalagiö frumsýndi fyrir skömmu Beyglur meö öllu í Iönó. Verkið er byggt upp af fremur stuttum atriðum sem öll hafa tengingu viö konur og eiga það sameiginlegt að vera skuggalega fyndin. María Reyndal leikstýrði Beyglum með öllu og ber ásamt leikkonunum ábyrgð á handrit- inu. Ég hitti Maríu á Gráa kettinum þar sem við fengum okkur beyglur með öllu. Við byrjum á því að ræða um tilurð verksins og leiðina sem þær fóru í sýningunni. „Til þess að fólk geti mögulega tekið við þessu efni fannst okkur þetta vera rétta nálgunin; að gera grin. Það er kannski dálítið hættulegt og líka mjög skemmtilegt og var eina leiðin í stöðunni því ef við hefðum farið út í meiri dramatík hefði það hljómað eins og væl. Margt sem tengist efni sýningar- innar hljómar eins og klisja. Það er ár síðan viö settumst fyrst niður og byrjuöum að spinna og spjalla og það sem við töluðum um þá hljómar núna eins og viðbjóðsleg klisja! Við leituðum að formi þar sem við gátum sagt hvað við værum að hugsa. Sumar persónurnar í verkinu eru konur i stöðum sem eru ekki rosalega hátt skrifaðar í þjóðfélaginu og því geta þær gagnrýnt þær sem eru fyrir ofan þær. Ef viö hefðum ekki farið þá leið er hætt við því að grínið kæmi þannig út að við værum að setja okkur á stall gagnvart öörum konum. Við lifum í rauninni í beygluðum veruleika sem er fullur af mótsögnum og við beyglum hann eins og við getum. Þetta er veruleiki sem stendur mjög nærri okkur og því verðum við að beygla hann til að sýna umfjöllun- arefnið og undirtextann." í sýningunni kemur fram súludansmær sem meðal annars er mjög gagnrýnin á fegurðarsamkeppni. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem súludansmær kemst á leiksvið á Islandi? „Mig rámar í að ég hafi séð karl dansa súludans," segir María. „Það er ekki oft sem rödd súludansmeyja heyr- ist og reyndar er ekki víst að þær séu sammála okkar dansmey. Viö notum persónu hennar til aö ýta undir boðskap verksins." ... og stundum aðeins lengra „Fyrst ætluðum við að ramma verkiö inn með þerapíu en eftir að And Björk of course... var frumsýnt ákváðum við að fara aðra leið. Okkur fannst að ef við gætum sett fram nógu margar beyglaðar senur sem fólk gæti hlegið með yrði heildarupplifun áhorfenda meiri; þegar fólk væri búið að hlæja færi það að leggja saman. Það er nefnilega ekki auðvelt að nálgast viðfangsefnið því við höföum engan áhuga á að vera með predikun um stöðu kvenna. Þær fjölbreyttu aðstæður sem við sýnum gera verkið betri þverskurð af samfélaginu en ef við hefðum til dæmis haft fjórar persónur á sviðinu út í gegn. Við reynum frekar að spegla þjóðfélagið en persónuleikana. Það er mjög skemmtilegt að ganga eins langt og hægt er, og stundum aðe- ins lengra, i húmornum. Áhorfendur eru misjafnlega tilbúnir að taka við því sem við erum að segja; sumir veina af hlátri en aörir þurfa lengri tíma til að melta það. Það er allt í lagi. Það þurfa ekki allir að vera sammála svo lengi sem við náum að vekja upp einhverjar spurningar. Ég heyri fólk tala mikið um sýninguna þegar henni er lokið. Við höfum náð aö hræra í vitund fólks.“ Ekki sexí að vera fyndin? „Ég lít svo á að við séum ekki endilega að taka fyrir ákveðnar manngerðir. Við erum miklu fremur að draga fram flækjur, komplexa og vandamál sem konur berjast við og út frá þeim verður persónan til. Þaö er enginn nákvæmlega eins og Ráðhildur og Þorbjörg þótt eflaust glitti í persónu- einkennin hjá einhverjum konum. Karaktersköpunin var því einfaldlega notuð til að ná fram beyglu í því skyni að rannsaka hvað þaö er sem heldur aftur af konum og hvað konur nota stundum til að halda sér niðri. Hin „venjulega kona“ er sterk og ákveðin og ekkert fyndin út af fyrir sig.“ Húmor í íslensku sjónvarpi og leikhúsum hefur oft verið bundinn við karla auk þess sem konur hafa ekki verið mjög áberandi í uppistandi. Af hverju? „Ég held að ein ástæðan sé gamla þjóðsagan um að karlar séu fyndnari en konur. Einhverjir hafa líka þá hugmynd í kollinum að það passi ekki við ímynd konunnar að vera fyndin; það sé ekki kvenlegt, smekklegt, sexí. Hluti af þessu er líka að þora að gera þetta; það er mjög erfitt að standa á sviði og gera grin að sjálfum sér og öðrum. Helga Braga hefur staðið sig alveg rosalega vel og hún hefur breytt hugmynd fólks um konur; viö erum ekki allar eins. Því miður koma allt of fáar konur að ákvarðanatöku í leikhúsunum og það eru mjög fáar konur að skrifa fyrir konur. Þær kvenpersónur sem birtast á sviðinu eru oft steríótýpur. Ljóskan í Litlu hryllingsbúðinni er ekki gerð út frá konum heldur karlahugmyndum um konur. Það er stundum eins og vanti sýn konunnar á leikhúsið. Konur eru 80% af leikhúsgestum og því er líklegt að þær hefðu áhuga á að sjá mál sem tengjast þeirra veruleika sett á svið en ekki bara karlaveruleikann. Viðbrögðin við Beyglunum sýna að það er mikil eftirspurn eftir svona sýningum. Margrét Rósa, sem rekur veitingastað- inn Tjarnarbakkann í Iðnó, stendur í ströngu þessa dagana við að bæta símalínum inn í húsið svo aö miðasalan gangi greitt fyrir sig. Bæði Beyglurnar og Sellófon Bjarkar Jakobsdóttur gera grín að konum í íslensku samfélagi og stundum eru svona sýningar kallaðar kvennasýningar. Hins vegar eru verk sem eru skrifuð af körlum og leikin af körlum ekki karlasýningar heldur venjulegar leiksýningar." Speglun í beyglum „Ég er orðin svolítið þreytt á hvernig umræðan um konur birtist í efni sem framleitt er sérstaklega fyrir þær, bæði blöðum, tímaritum og sjónvarpsþáttum. Það er alltaf verið að opna fyrir vandamálin: það er erfitt að vera heima, erfitt að vera útivinnandi og svo fram- vegis. Öllum hliðum vandamálanna er velt upp, þau stækkuð upp og skoðuð og svo er þátturinn búinn. Og hvað hjálpar þetta ímynd kvenna um þær sjálfar? Það sat stúlka við hliðina á mér á sýningu á Beyglunum og hló mikið. Eftir sýninguna kom hún skömm- ustuleg til min og sagði að hún hefði þekkt svo margt i sjálfri sér í þessum persónum og að það hefði verið hræðilegt! Það sama má segja um okkur sem stöndum að sýningunni því þetta verk er samið m.a. út frá okkar beyglum og flækjum. Það er ekkert slæmt við það að sjá þetta og hugsa: „djöfullinn! Svona getur maður verið vitlaus og haldið aftur af sér“. Ég held að fólk vilji spegla sig í leikhúsinu og í Beyglunum eru margir speglar. Fólk er fljótt að setja aðra í flokka og alhæfa út frá þeim flokkunum. Og konur eru mjög stór flokkur. Það er rosaleg geðveiki fólgin í þessari tilhneigingu að setja konur allar í einn flokk. í sýningunni tökum viö Cosmopolitan-tímaritið sem dæmi. Það á að eiga við konur í öllum heiminum hvort heldur er á íslandi eða í Mó- sambík. Alls staðar er það sama kvennablaðið sem er vinsælast. Það er auðvitað ávísun á frústrasjón! Ef allar konur eiga að líkjast einni imynd í einu blaði þá er maður búinn að tapa um leið og maður opnar það. Þetta er algjörlega klikkað." -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.