Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Page 38
Helgarblad JO"V" H LAU GARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 . ■ ' í skugga I vetur i/erður gríneykið Halli og Laddi með skemmtidagskrá íLoftkastalanum. Það bar minna á Haraldi Sigurðssgni eða Halla í samstarfinu en hann ætlaði aldrei að verða stjarna. Halli segir DV frá endurkomunni, samstarfinu við Ladda og togstreitunni á milli fjölskgldumannsins og grínistans. Líklega má setja samansemmerki milli gríns á átt- unda áratugnum og Halla og Ladda. I raun voru þeir einir um hituna og skemmtu hverja einustu helgi i sex ár þar til Halli haetti i upphafi níunda áratugar- Ladda ins. Á þessum gullaldarárum gáfu bræðurnir út fjórar breiðskífur og á mánudaginn verður gefin út sérstök safnplata í tilefni af þvi að þrjátíu ár eru liðin síðan þeir tróðu fyrst upp í Stundinni okkar sem Glámur og Skrámur. Plötunni verður fylgt eftir með skemmtidagskrá í Loftkastalanum í vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir skemmta saman i tuttugu og eitt ár sem „Halli og Laddi“. „Okkur var búið að detta í hug að setja saman dagskrá af þessu tilefni," útskýrir Halli. „Við gerð- um samt ekkert i þéssu þar til Einar Bárðarson kom að tali við okkur og stakk upp á þessu.“ „Og hvernig er að heimsækja þessa gömlu karaktera?" spyr ég. „Þeir hafa auðvitað frekar fylgt Ladda en mér en það verður gaman að sjá þá aftur og vita hvort þeir séu ekki sæmilega ernir. Æfingar hafa þó mest farið fram í huganum því Laddi hefur verið úti á Spáni en við vorum búnir að hittast og gera yfirlit yfir það „Það kom aldrei til greina af minni hálfu að verða aðalstjarnan, mér fannst ég ekki eiga neitt erindi í það.“ DV-myndir GVA sem við ætlum okkur að gera, svona „best of‘ í bland við nýtt efni.“ „Það hljóta að koma margar skemmtilegar minn- ingar,“ segi ég. „Jú, jú,“ svarar Halli. „Þetta tímabil sem við vor- um að skemmta var auðvitað ógleymanlegt. Þó að fólk hafi haft gaman af okkur þá höfðum við sennilega mun meira gaman af þessu sjálfir. Þegar sumir karakterar koma fram þá man maður t.d. hvernig þeir urðu til sem gerðist oft fyrir algjöra slysni. Til dæmis ef annar hvor okkar gleymdi brandara þá varð hinn að spinna eitthvað á sviöinu og þá urðu til brandarar eða karakterar sem hægt var að nota síðar. Laddi er náttúrlega svo kleyfhuga og stundum veit hann ekkert hver hann er, allt í einu varð kannski til karakter hjá honum án þess að hann geröi sér grein fyrir því sjálfur." i LAUCARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Helqctrblað I>V 43 Hvaða fíflalæti eru þetta! Ef hægt er að tala um grínlandslag þá er óhætt að segja að landslagið 1 dag sé töluvert öðruvísi en það var þegar Halli og Laddi fóru hringinn í kringum landið með Sumargleðinni fyrir tuttugu og sjö árum. Síðan höfum við séð Spaugstofuna, þá Radíusbræður og loks Tvíhöfða. „Auðvitað eru komnar allt aðrar áherslur,“ svarar Halli þegar ég spyr hann hvort það sé ekki hætt við því að yngri kynslóðir finnist þeir gamaldags og hallærislegir. „Og það er eðlilegt," sv- arar hann. „Ég geri mér samt enga grein fyrir því í hvernig jarðveg okkar grín mun falla, ég er ekki dómbær á það eftir öll þessi ár. Það er auðvitað heil kynslóð sem hefur aldrei séð okkur skemmta. Þegar við vorum að byrja þá skemmtum við einu sinni á árshátíð fyrirtækis þar sem var verið að heiðra eldri starfsmenn. Prógrammið okkar passaði engan veginn inn í þetta og á endanum stóð einn maður upp og segir: „Hvaða fíflalæti eru þetta eiginlega!“ Við gengum af sviðinu, hringdum í Ómar Ragnars- son og báðum hann um að klára þetta fyrir okkur. Ætli það verði ekki eins með unga fólkið í dag. Einhver unglingur öskrar á okkur: „Hvaða fiflalæti eru þetta!“ „En það er uppselt á fyrstu sýninguna og það segir vonandi eitthvað," segi ég. „Já, kannski verðum við frægir aftur,“ segir Halli og glottir. „Ertu ekki með sviðsskrekk?" spyr ég. „Ef ég væri ekki með sviðsskrekk þá væri ekki allt í lagi með mig. En ég er auðvitað stirður og kannski getur maður ekki bjargað sér eins vel og maður gat áður fyrr. Ég var ekkert hræddur þegar ég gleymdi einstaka línum í gamla daga því við bjuggum bara eitthvað til á staðnum og þetta reddaðist." Tróðu upp átta sinnum á einu kvöldi Fræg er sagan af því hvernig bræðurnir byrjuðu að skemmta. Þeir voru að vinna í leikmynda- deildinni hjá Ríkissjónvarpinu og smám saman tók starfsfólk sjónvarpsins eftir því að þeir voru fyndnari en eðlilegt þykir. „Við tókum ekki þá ákvörðun sjálfir að byrja að grínast hjá sjónvarpinu og reyndar vorum við byrjaðir miklu fyrr. Ég ólst upp í Landeyjum hjá ömmu minni og afa en Laddi bjó hjá foreldrum okkar í Hafnarfirði. Hann heim- sótti okkur alltaf á sumrin og þá byrjuðum við með þessi fíflalæti. Þetta rifjaðist upp þegar við byrjuðum hjá sjónvarpinu og starfsfólkið tók eftir þessu og fór að nota okkur t.d. í Glám og Skrám. Svo komu skemmtiþættir eins og Kvöldstundin og Ugla sat á kvisti þar sem við vorum fengnir til að leika í ýmsum atriðum. Þetta vatt upp á sig og smám sam- an myndaðist gríðarleg eftirspurn. í raun urðu hálfgerð vatnaskil þegar við vorum beðnir um að vera með atriði í Ugla sat á kvisti en sennilega var þetta fyrsti þátturinn sem var tekinn upp „læf‘ þ.e. það voru áhorfendur í salnum. Þar slógum við rækilega í gegn og síðan réðum við ekkert við þetta. Menn byrjuðu að hringja í okkur í sífellu og við neituðum jafn harðan en þá hækkuðu menn bara verðið þar til að við ákváðum að við yrðum að prófa þetta, einhvern timann snemma árs 1973. Það heppnaðist ekki vel og við gengum út frá skemmti- staðnum og skömmuðumst okkar. Áhorfendur skildu ekkert hvað við vorum að gera og við ekki heldur. En við vorum bókaðir í Hafnarfirði líka sem gekk vonum framar.“ Eftir velgengnina í Hafnarfirði virtust aðrir kraftar taka stjórnina og sannkölluð rússíbanaferð hófst. Þeir skemmtu hverja einustu helgi í mörg ár. „Ég man að við þurftum einu sinni að skemmta átta sinnum á einu kvöldi,“ segir Halli. „Byrjuðum í Sandgerði um kvöldið og enduðum í Borg í Gríms- nesi um nóttina, með viðkomu í Hafnarfirði og Reykjavík á milli. Þetta var alger klikkun." Þeir tóku upp plötur á vorin, fóru í ferðalag um landið yfir sumarið, ýmist með tengdaföður Halla, Ólafi Gauki, Sumargleðinni eða Lónlí Blú Bojs. Um haustið var skemmt á Mallorka og þegar heim var komið byrjuðu árshátíðirnar sem stóðu þar til taka átti upp næstu plötu. Svona gekk þetta ár eftir ár. „Þetta var ógurlega skemmtilegt en ég sakna ekki þessa tíma. Ég er búinn að gera þetta og mér finnst gaman að rifja þessa daga upp í góðum félagsskap. í dag hefði maður viljað gera margt öðruvísi. Ég hefði t.d. skipulagt hlutina betur. Við réðum ekki við neitt sjálfir, jafnvel þó að við hefðum verið aðalstjörnum- ar sjálfir. En ef maður breytti einhverju þá hefði þetta kannski ekki verið jafn skemmtilegt." Ég fóðraði Ladda „Geturðu lýst samstarfi ykkar Ladda. Var það í mjög föstum skorðum?“ spyr ég. „Já, þegar mest var að gera þá urðum við að hafa reglu á hlutunum. Við vorum að skemmta sama fólkinu aftur og aftur og þá þarf auðvitað að endunýja prógrammið reglulega. Þess vegna rákum við þetta bara eins og hvert annað fyrirtæki með skrifstofu niðri bæ og öllu tilheyrandi. Alla daga byrjuðum við með að hittast í sundi. Síðan fórum við og fengum okkur kaffí einhvers staðar og spjölluðum saman, gjarnan á Prikinu. Þar hittum við marga skemmtilega karaktera sem við síðan unnum úr. Sumir rötuðu inn í prógrammið en aðrir ekki.“ „Þið hafið verið saman öllum stundum, varstu aldrei þreyttur á bróður þínum?“ spyr ég. „Nei, ekki get ég sagt það. Það slettist upp á vinskapinn eins og gengur og gerist og það kom fyrir að við rifumst eins og hundur og köttur. Það tók mig yfirleitt fimm mínútur að gleyma því hvers vegna við vorum að rífast. Ég er þannig að ég blæs út og þá er það búið en Laddi er miklu feimnari en ég að eðlisfari. Hann átti það til að bæla hlutina inni og gat verið hundfúll yfir einhverju sem hafði gerst fyrir löngu. En svona rimmur eru eðlilegar hjá mönnum sem voru saman alla daga í mörg ár.“ „Þessi verkaskipting hjá ykkur, þ.e. þú lagðir upp brandarana fyrir Ladda og hann kom með „punchline-ið“. Var þetta ákveðið í upphafi að svona skyldu hlutirnir verða? „Já, ég var það sem kallað er fóðrari. Laddi bjó til einhverja karaktera sem ég tók viðtal við.“ „Vildir þú aldrei vera stjarnan sjálfur?" spyr ég. „Nei,“ svarar Halli án umhugsunar. „Ég var búinn að vera söngvari í hljómsveitum áður en við byrjuðum að skemmta. Þar var ég stjarnan og Laddi var trommuleikarinn. Þetta var alveg nóg fyrir mig. Mér líkaði það ágætlega að geta verið til hliðar og haft mitt líf út af fyrir sjálfan mig. Það kom aldrei til greina af minni hálfu að verða aðalstjarnan, mér fannst ég ekki eiga neitt erindi í það. Frekar vildi ég pumpa hinn og fá svörin og vitleysuna úr honum heldur en að reyna að vera sjálfur fyndinn. Og þó, ég býst nú kannski við því að ég hafi verið svolítiö fyndinn þó ég hafi verið grafalvarlegur á svipinn. Þetta byrjaði strax með Glámi og Skrámi. Ég var Glámur og reyndi að hafa vit fyrir hinum en var óttalega vitlaus sjálfur og gerði mig að fífli sem spyrjandinn." „Þú segir að Laddi hafi búið til einhverja karaktera og hann hefur sjálfur sagt að grínið hafi verið aðferð til að takast á við feimni," segi ég. „Já, Laddi er öðruvísi grínisti en ég. Hann bjargaði sér oft með fíflalátum eða eftirhermum. Þegar hann kom i sveitina sem krakki þóttu upp- átækin hans sniðug en ég átti ekki að vera meö nein fiflalæti. Ég átti að vinna mína vinnu og fá hæstu einkunn í skólanum. Þegar Laddi kom í heimsókn þá féll þessi múr alvarleikans í sveitinni. En það er rétt. Stundum er auðveldara að tala við Ladda ef hann þykist vera einhver annar því þá er hann óbundnari. En það er til grafalvarlegur Laddi og djúpt þenkjandi. Hann sýnir þessa hlið ekki mikið en við getum talað saman um alvarleg mál tímunum saman. Samt er það þannig að hann á auðveldara með að tjá sig með gríni. Sérstaklega er það þannig í dag að enginn virðist taka mark á honum þegar hann reynir að vera alvarlegur." Ég ætlaði aldrei að verða grínisti Álagið á bræðurna var gífurlegt á seinni helmingi áttunda áratugsins og þegar maður talar við Halla veröur manni fljótt ljóst að árin í bransanum mörkuðust öðru fremur af togstreitu milli fjölskyldumannsins og grínistans. Hann giftist Ragnhildi Ólafsdóttur árið 1969 og eignaðist með henni tvær dætur. „Ég ætlaði aldrei að verða grín- isti,“ segir Halli. „Þetta bara gerðist af hreinni tilviljun eins og svo margt annað i lífinu. Afi vildi að ég yrði læknir en sjálfur vildi ég verða verkfræðingur. Síðan byrja ég í hljómsveit og svo gerist þetta koll af kolli án þess að ég gæti ráðið við neitt. Ég var byrjaður með heildsölu um það leyti sem ég hætti hjá sjónvarpinu en hún lognaðist út af þegar vinsældir okkar fóru að vaxa.“ „Drykkja Ladda á þessum árum og síðar var þekkt. Notaðir þú ekki áfengi sjálfur?" spyr ég. „Báðir notuðum við áfengi en ég tel okkur hafa sloppið nokkuð vel frá því. Við erum allavega ekki i strætinu. Laddi er enn að skemmta og ég er að vinna sem trésmiður. Samt sem áður er ekki hægt að neita því að við vorum að vinna í kringum gríðarlega mikið sukk og ég vildi ekki fara út í þessa sálma. Þegar ég var búinn að skemmta þá átti ég fjölskyldu heima og ég passaði alltaf vel upp á það að hún gengi fyrir. Ég er fimm árum eldri en Laddi og hann leyfði mér að vera pabbinn. Það hefur auðvitað verið rætt um drykkju Ladda en málið er að hann var miklu meira áberandi en ég. Hann er svona karakter sem ber miklu meira á, alítaf með brandara á vörunum og auðvitað vilja allir bjóða svona manni með sér í partí einhvers staðar úti í bæ. En i dag er hann þrátt fyrir þetta ráðsettur maöur í Hafnarfirði og selur hús á Spáni.“ „Eruð þið nánir í dag?“ „Það líður ekki sú vika að við heyrum ekki í hvor öðrum minnst einu sinni og yfirleitt oftar. Það ger- ist oft að ég sit við símann og ætla að fara að hringja í Ladda og þá hringir hann í mig.“ Ég er sáttur við Iífið Það kom að þvi að Halli fékk nóg og gekk út i byrjun árs 1981. Laddi var ósáttur við ákvörðun bróður síns og vildi að þeir héldu áfram. „Það varð talverð togstreita á milli okkar þegar ég ákvað að hætta því þetta var mín ákvörðun en ekki hans,“ segir Halli. „En ef hann varð reiður út í mig þá risti það ekki djúpt.“ „Ég var bara orðinn þreyttur á þessum þeytingi og ég varð að hvíla mig,“ útskýrir Halli. „Fjölskyldan kom oft með í ferðirnar en ekki nærri því alltaf og stundum var ég að heiman heilu helgarnar. Mér fannst við líka vera farnir að endurtaka okkur og ég vissi að Laddi myndi spjara sig einn sem og hann gerði. Hann náði háu flugi eftir að samstarfi okkar lauk.“ „Það hlýtur að hafa verið undarleg tilfinning að hætta,“ segi ég. „Þetta var mikil hvíld til að byrja með en síðan kom sumarið og þá vildi maður fara að skemmta. Ég hafði þá bara meiri tima fyrir sjálfan mig og fjölskylduna og við keyptum okkur sumarbústað. Þetta hefði ég aldrei getað á meðan við vorum að skemmta." „Þú vildir ekki prófa að vera einn?“ spyr ég. „Nei, það var mikið reynt að fá mig til þess en ég vildi það ekki. Ég sá sjálfan mig aldrei vera einn á sviði. Ég hef auðvitað prófað að vera kynnir og veislustjóri og ég hef tekið þátt í sýningum á Hótel Sögu. Síðan var ég með Ladda í nokkrum atriðum í hittifyrra þegar hann var með uppistand. En helst vil ég bara vera ég og skemmta mér sjálfur." Eftir að Halli dró sig í hlé vann hann hjá Jöfri til ársins 1992 en þá var öllu starfsfólkinu sagt upp og fyrirtækið selt. Þá urðu önnur þáttaskil í lífi hans. „Þetta var mjög erfiður tími og ég var atvinnulaus í heilt ár. Síðan gerðist ég auglýsingastjóri hjá tima- ritinu Eiðfaxa og fór síðan aftur í heildsöluna sem ég hafði byrjað á áður en við urðum þekktir grinist- ar. Fyrir þremur árum byrjaði ég að vinna sem smiður sem ég starfa enn við í dag. Sem betur fer er maður ekki alltaf að gera það sama.“ „Áttu þér áhugamál?" spyr ég. „Núna er það fjölskyldan, sumarbústaðurinn, ferðalög og síðan hef ég óskaplega gaman af því að hitta góða vini og rifja upp gömlu góðu dagana. Ég er mjög sáttur við lífið.“ -JKÁ „Það líður ekki sú vika að við lieyrum ekki hvor í öðr- uin niiiinst einu sinni og yfirleitt oftar. Það gcrist oft að ég sit við símann og ætla að hringja í Ladda og þá liringir liann í mig.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.