Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Page 41
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002
Helqarblctð 13 "V
45
Lyktin af
Halla Margrét leggur loka-
hönd á sinn fyrsta geisladisk
með ítölskum sólskinslögum.
Hún talar við DV um tækni,
tilfinningar og lyktina af
landinu.
Það er verið að safna sólskini á disk í Hljóðrita
um þessar mundir. Það er Halla Margrét Árnadótt-
ir söngkona sem hefur þar safnað um sig vösku liði
valinkunnra tónlistarmanna og er að leggja síðustu
hönd á hljómdisk sem skal koma á markað um
miðjan októher og inniheldur úrval ítalskra gull-
mola, mest svokallaðra Napólísöngva.
Höllu Margréti Árnadóttur þarf ekki að kynna
fyrir íslendingum nema þá helst með orðunum
hægt og hljótt en það hét lagið sem hún og Valg'eir
Guðjónsson fluttu i Eurovision hér um árið. Síðast-
liðin 10 ár hefur Halla Margrét óperusöngkona ver-
ið búsett á Ítalíu en nú ætlar hún sem sagt að gefa
út sinn fyrsta sólódisk á íslandi. En hvað eru
Napólísöngvar?
„Það eru söngvar sungnir af Napólíbúum á
napóletönsku sem er ítölsk mállýska. Þetta er sér-
stök tónlist sem allir sem á annað borð syngja á
Ítalíu spreyta sig á að flytja, hvort sem þeir eru að
fást við klassíska tónlist eða ekki.“
O sole mio og ryksugan
Halla Margrét segist í raun hafa kynnst þessari
tónlist við ryksuguna en slíkan starfa afber hún
aðeins með fallega tónlist í eyrunum. Ef ætti að
kynna Napólítónlist fyrir íslendingum í þremur
orðum þá væru þau: 0 sole mio en það fræga lag er
dæmigert fyrir þessa tegund tónlistar.
„Mér finnst þetta fallegasta tónlist í heimi. Þetta
er tónlist sem veitir sólskini í hjartað og ég vil
gjarnan veita einhverju af þvi sólskini hingað
norður i rigninguna. Napólíborg er eitt stórt hjarta
og það lýsir best tónlistinni.“
Halla Margrét stendur ekki aldeilis ein að þess-
ari plötu því með henni leikur hópur tónlistar-
manna sem hún kallar ljósmæðurnar sínar. Þar
skal fyrst frægan telja Jón Skugga Steinþórsson
bassaleikara, þá Tatu Kantonen harmoníkuleikara,
Kristin Árnason gítarleikara og Erik Kvikk
trommuleikara og ásláttarmeistara frá Svíþjóð og
Magnús Einarsson leikur á mandólin. Þess utan
syngur barnakór austan úr Biskupstungum undir
stjórn Hilmars Arnar Hilmarssonar og félagar úr
Kirkjukór Selfoss undir stjórn Glúms Gylfasonar.
Báðir þessir kórar heimsóttu Höllu Margréti á ítal-
íu og fengu hana til að syngja með sér þar og þess
vegna leitaði hún til þeirra hér heima.
Sól í hjarta
- En hvað vill Halla segja okkur með þessum
diski?
„Ég vildi ekki búa til „Halla Margrét sannar sig“
geisladisk. Ég vildi ekki taka upp disk með óperu-
arium, íslenskum sönglögum og þess háttar tónlist.
Mér hefði fundist það allt að þvi hrokafullt að setja
íslenskt sönglag á fyrsta diskinn minn. Ég hef ekk-
ert verið að fást við íslenska tónlist undanfarið. Ég
vil gefa íslendingum sól í hjarta með því að nota
það sem ég hef lært undanfarin ár og það er til
dæmis þessi tónlist."
Halla er orðin hálfur ítali þar sem hún hefur ver-
landinu
Halla Margrét Árnadóttir í Illjóðrita við upptökur á napóliskum sólskinssöngvum. Hún hefur búið á Ítalíu í
inörg ár og segist alltaf vera með heimþrá.
DV-mynd E. Ól.
ið búsett í þessu fagra landi síðustu tíu ár og horf-
ir til þess að verða það áfram.
„Ég er ofboðslegur Islendingur og sakna íslands
rosalega. Sólin nærir mig á Ítalíu en stundum
sakna ég rigningarinnar.“
- Halla segist ekki vilja taka sig of hátíðlega á
þessum diski með því að sýna hve „vel“ hún getur
sungið. Hún hefur enn ekki ákveðið hvað diskur-
inn skal heita þvi hún segist ekki vilja skíra börn
fyrr en þau eru fædd.
„Þetta er eiginlega undrabarn því við tókum 14
lög upp á fimm dögum sem er ofboðslegt álag á
röddina. Ég hitti hljómsveitina fyrir tveimur vik-
um síðan og þeir rétt litu á nóturnar og svo fórum
við í gang. Ég hef aldrei skemmt mér betur en í
þessu verkefni."
Eldur undir ísnum
Það vekur oft undrun ítalanna hvað þessi ljós-
hærða norræna söngkona býr yfir miklum tilfinn-
ingahita í suðrænum stíl.
„Það er stundum sagt að íslendingar séu kaldir
en ég held að við séum alveg eins og landið okkar.
Það er eldur undir isnum.
Ef mér tekst að snerta hjartað í einhverjum þá er
tilganginum náð. Ég geri á þessum diski hluti sem
óperusöngvarar mega ekki gera í óperum. Fyrst
læra menn að syngja tæknilega rétt en síðan þarf
maður að geta sungið með hjartanu og mér finnst
tilfinningin skipta miklu meira máli en tæknin
sem þó er nauðsynleg.
Fyrir nokkrum árum hefði ég samt ekki getað
sungið þessi Napólílög því þau krefjast mikillar
tækni.“
Veik af heimþrá
Það er freistandi að spyrja Höllu, sem segist
helst vilja komast heim til íslands tvisvar á ári,
hvernig hún upplifi heimþrána sem hún viður-
kennir að vaki alltaf í hjarta hennar.
„Ég verð veik ef ég kemst ekki tvisvar á ári.
Heimþrá er áreiðanlega persónuleg upplifun. Mín
heimþrá er ekki eins og þín. Ég gæti sagt þér millj-
ón orð um mína heimþrá sem samt myndi ekki
lýsa því fyrir öðrum. Ég get verið með heimþrá en
samt ekki verið döpur.
Þegar mig fer að dreyma lyktina af íslensku
birki rétt eftir rigningu snemma að morgni þá veit
ég að ég þarf að komast heim. Landið, ljósið, lykt-
in, tærleiki loftsins, hraunið og eldurinn undir ísn-
um. Þetta er ísland sem ég sakna.“
-PÁÁ
_—_____------------■—| —: L.v'-v^r'-v. • - :-----.....T'-'TH'"' *
Lambakjot, natturulega gott Allar uppskriftir á lambakjot.is
JLl-----------------------------------------------Z.
Nýtt og ferskt lamba#
m m m