Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Side 43
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 HelQarblað DV 47 sýni tilfinningar sem minna eitthvað á kynlíf þótt myndir eins og Útlaginn og Land og synir hefðu gefið færi á slíku. Það sama má eiginlega segja um Friðrik Þór Friðriksson sem á heiðurinn af einni vinsælustu kvikmynd seinni ára i íslenskri kvikmyndagerð sem eru Englar alheimsins. Þar er nær ekkert kyn- líf þótt flestar söguhetjurnar séu kynþroska. Nöktu fólki hefur vissulega brugðið fyrir í myndum Frið- riks eins og Djöflaeyjunni og Börnum náttúrunnar en þar stóð nakin kona eins og skrattinn úr sauð- arleggnum í fjörunni seint í myndinni og enginn áhorfandi vissi hvað hún kom málinu við. Þráinn Bertelsson hefur gert mýmargar og stund- um mjög vinsælar kvikmyndir sem seint verða taldar löðrandi í losta og kynórum. Að vísu er það svo að kynlíf kemur nánast ekkert við sögu í is- lenskum gamanmyndum þótt það virðist ómissandi i breskum kvikmyndum. íslenskar konur eru einkar siðprúðar þegar þær gera kvikmyndir og hvorki Guðný Halldórsdóttir né Kristín Jóhannesdóttir hafa látið persónur í myndum sínum hafa í frammi mjög lostafulla til- burði þótt margir muni eftir áhrifamikilli samfara- senu tæpt á bjargbrún í mynd Kristínar, Milli him- ins og jarðar, sem var tekið úr þyrlu til að auka slagkraftinn. Hilmar Oddsson hefur einnig forðast kynlíf í kvikmyndum sínum en gerði þó örvæntingarfulla tilraun til þess að láta nektina bjarga kvikmynd- inni Sporlaust fyrir fáum árum. Það mistókst. Ungir og penir leikstjórar Það er stundum verið að skammast út í nútím- ann fyrir eitthvað sem kallað er klámvæðing og fullyrt að unga kynslóðin sé með kynlíf á heilanum. Þegar horft er yfir verk ungra íslenskra kvik- myndaleikstjóra þá verður hins vegar skorturinn á kynlífi sérkennilega áberandi. Tvær kvikmyndir Róberts Douglas, tslenski draumurinn og Maður eins og ég, hafa fengið geysimikla aðsókn og verið hrósað fyrir nöturlega en raunsanna mynd af ís- landi dagsins i dag. En þótt söguhetjur hans séu ungar og líklega graðar þá er kynlífið víðs fjarri. Séu þessar myndir raunsæar þá lifa íslendingar meira kynlífi í orði en á borði. Júlíus Kemp hefur framleitt þessar myndir báðar Hilmir Snær, sem lék aðallilutvcrkiö í 101, fékk að striplast um tjnldið að vild og hann fær líka að hátta í nýj- ustu kvikmynd Baltasars, Hafinu, sem nú er sýnd við metaðsókn. Þar er kvnlíf sjaldan langt undan en sundlaug- arsenan í Hafinu sem hér sést er sérlega falleg. en hann hefur gert kvikmyndir sjálfur. Kvikmynd hans, Veggfóður, sem fékk firna aðsókn fyrir rösk- um 10 árum, var löðrandi í kynlífi og samförum og margir muna eftir Dóru Takefusa sem þar steig á fæðingarfötunum inn í augsýn almennings í þeirri mynd og hefur ekki horfið úr sjónmáli síðan þó hún sé núorðið oftast alklædd. Ragnar Bragason er annar ungur leikstjóri sem þótti gera vel með myndinni Fíaskó í fyrra. Hún var, eins og fleiri myndir sem minnst hefur verið á, gersneydd losta og kynlífi. Kannski var það vegna þess að höfuðpersónurnar voru flestar á miðjum aldri eða rosknar. Hvar er kynlífið? Það hlýtur því eiginlega að vera niðurstaða þess- arar samantektar að með tveimur undantekningum séu íslenskir kvikmyndagerðarmenn siðavandir eins og rosknar kennslukonur i umfjöllun sinni um kynlíf. Því skal þó ekki haldið fram hér að kynlíf sé nauðsynlegt í öllum kvikmyndum. Það saknar eng- inn nektarsena í myndum eins og Pappírs-Pésa, Jóni Oddi og Jóni Bjarna, Skýjahöllinni eða Regínu. En kynlíf er nógu ríkt í vitund okkar og lífl til þess að smekkleg og fjölskylduvæn fjarvera þess getur gert annars góða kvikmynd grunsamlega og óekta. -PÁÁ ^■Alveg einstaktl Aaust tiiboð! Gámaverð: 4.900 kr. 1 fc Cámaverð: 2.900 kr. fsœ \i r Cámai 7.900 kr. 1 2.900 kr. 9.900 kr. Gámaverð: 9.900 kr. X Gámaverð: 9.900 kr. fc»» i a-,. Gámaverð: 1.990 kr. N '4 Gámaverð: 1.490 kr. Gámaverð: 590 kr. .— . f *- y Messing og svört cámaverð: \ \ 3.900 kr. \ S& j Gámaverð: v —' • 2.900 kr. Gámaverð: 990 kr. * i Svart-hvítt » 1 Gámaverð: 1 , Cyilt 990 kr. Gamaverð: 1.490 kr. Gámaverð: 6.900 kr. J~% ■Ml MHBK, Cámaverð: ■ ’ ;• 7.900 kr. § » *$#***<• ... V 4.900 kr. / : ■ I t-: 9.900 kr. 2.900 kr. :, I 3.900 kr. Rafkaup Ljós & Lampar ■ Ármúla 24 Sími 585 28 00 Hausttllboðlð nær líka til: Mosrat Mastellsbai, Ralbúflln Álloakelðl Hatnartiiðt, Golsll Veslrnanriaoyium, Ratþjónueta Sigurtíóra Akranesi, Reynir Ólatsson Kotlavik, Fossrat Sellossí, Lónið Hófn. Svalnn Guðmundsson EgMöðum, Kauptélag Vopnfrrðinga, Johan Rönnlng Akureyn, Öryggl Húsavtk, Ratbœr Stglufirði, Ratsjá Sauðarkrók, Kauptélaglð Hvammstanga, Rafalda Noskaupstað. Straumur (safiröi, Blómslurvellir Hollissandi, Guðnt E. Hallgrims Gnjndarlirðl, Kauplólnglð Blönduósl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.