Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Síða 54
f 58 Helgarhlctð I>"V" LAUG ARDAGU R 21. SEPTEMBER 2002 1 Sameinar kraft og þægindi í skemmti- legu ferðahjóli Kostir: Kraftur, rafdrifin framrúða, áseta Gallar: Grófur gírkassi Yamaha FJR 1300 hefur verið kallað ferðahjól nýrr- ar aldar enda sameinar þetta hjól afl keppnishjóla og þægindi og munað ferðahjólanna. Hjólið kom á markað i fyrra og leyst þar af hólmi vel heppnað ferðahjól, FJ1200, sem hafði verið í framleiðslu lengi og notið mikiila vinsælda. DV-bílar áttu þess kost að grípa hjól- ið í reynsluakstur á dögunum. Vel búið ferðahjól FJR 1300 er vel búið sem ferðahjól. Framrúðan er stillanleg með rafstýringu úr vinstra handfangi og mælaborðið minnir meira á vel búið mælaborð í bíl. Hægra meg- in er stafrænn upplýsingaskjár sem sýnir stöðu á bensíntank, hita, kílómetrastöðu og fleira en þar vantar þó gírteljara sem auð- velt hefði verið að bæta við. Reynsluaksturhjólið var þar að auki búið upphituðum handfóng- um sem aukabúnaði og eftir að hafa prófað þannig búnað er undirritaður sannfærður um kosti sllks búnaðar. Stiglaust stilliviðnám sér um að stýra hitamagninu og með það í botni helst góður hiti í höndum, jafn- vel í gegnum þykka hanska. Einnig er þetta mikill kostur í bleytu þar sem upphitunin þurrkar hanskana. Hægt er að fá þennan aukabúnað i flest hjól hjá umboðinu. Þægileg áseta Hjólið er byggt á stífri álgrind og það þarf því ekki að koma á óvart að aksturseiginleikarnir eru góðir. Bensíngjöfin fyrir beinu innspýtinguna er næm án þess að vera ofumæm og með þeim þægiiegri sem und- irritaður hefur prófað. Bensíntankur er stór, 25 lítrar og ætti að duga vel á langferðum. Sæti er breitt og þægilegt, bæði fyrir ökumann og farþega og góð hand- föng fyrir farþegann. Auðvelt er að stilla afturdempar- ann fyrir feröir með eða án farþega. Ásetan virkar nokkuð breið en fer vel með mann og ætti að henta meðalmönnum og upp úr. Þegar hjólið er sett í gang heyrist þungur bassahvinur og enginn titringur er frá vélinni sem er líka með tveimur jafnvægisásum. Hand- fóng eru létt i meðfórum en þegar sett er í gír er ekki laust við að maður verði nokkuð hissa á háværu „klonk“ hljóði. Það má eflaust reka til þess að hjólið er búið drifskafti og hefur stóran gírkassa. Rafmagnsúða mikill kostur Hjólið er snöggt af stað og hefur mikið tog strax frá byrjun snúningssviðsins. Það er dálítið óvenjulegt en það er eins og það séu tveir toppar í snúningssviðinu, fyrst upp á miðjan snúning og svo aftur með gjöftna því sem næst í botni. Þótt maður verði ekki mikið var við þessar dæmigerðu drifskaftshreyfingar í hjólinu, þ.e. að afturendi lyftist aðeins upp við inngjöf, er ekki laust við að maður vantreysti því samt aðeins út úr beygjum enda hjólið stórt og kraftmikið. Það tekur ekki á sig mikinn vind þrátt fyrir stórar hlífar og að reynsluakst- urshjólið er búið samlitum harðplaststöskum. Rafstýrð framrúðan gerir þar gæfumuninn. Með hana í upp- réttri stöðu verður maður nánast ekkert var við loft- sveipi aftan úr bílum eða þegar maður mætir stórum farartækjum. Þvert á móti er eins og myndist sveipur yfir hjólið sem ökumaður fær svo í bakið og á góðri ferð er eins og hann leggist með nokkrum þunga á bak ökumannsins og þá er betra að lækka rúðuna. Hjólið er ekki gefins, verðið er 1.695.000 kr. og hjólið er þá án aukahluta sem eru töskur, innri töskur og hiti í hand- fóngum. Hins vegar er þetta mikið hjól sem á ekki eft- ir að falla fljótt úr tísku og mun örugglega halda uppi merki Yamaha sem ferðahjóls jafnlengi og FJ1200 gerði. -NG ÖBremsurnar öflugu sem fyrst sáust í R1 eru nií komnar á nánast öll sporthjól Yamaha. ©Meðal aukabúnaðar í hjólinu eru upphituð hand- föng og er hægt að stjórna hitanum með takkanum ofan á kúplingshandfanginu. ©Töskurnar eru samlitar og innan í þeim er hand- taska í sömu stærð sem er til mikilla þæginda. ©Mælaborðið er mjög fullkomið og sýnir meðal annars hita á vél og stöðu á bensíntanki. YAMAHA FJR 1300 Vél: Vatnskæld 4ra strokka línuvél Rúmtak: 1298 rúmsentímetrar Þjöppun: 10,8:1 Ventlar: 16 Kerti: 4 Eldsneytiskerfi: Bein innspýtinq Bensintankur: 25 lítra Gírkassi: Fótskiptur, fimm qíra, drifskaft Rafqeymir: 20 amperstundir HELSTU TÖLUR Lenqd/breidd/hæð: 2195/760/1402 mm Hjólhaf: 1515 mm Veqhæð: 135 mm Sætishæð: 805 mm BURÐARVIRKI Framfjöðrun: | 48 mm vökvaqafflar Hreyfiqeta: 135 mm Afturf jöðrun: Monocross Hreyfiqeta: 125 mm Frambremsur: Tvöfaldir diskar Dælur: Tvær, 4ra stimpla Afturbremsa: Diskur Dæla: Eins, 2ja stimpla Framdekk: 120/70 17 Afturdekk: 180/55 17 HAGKVÆMNI Verksmiðjuábyrqð: 2 ár Verð: 1.695.000 kr. Umboð: I Merkúr hf. Samanburðartölur Hestöfl/sn.: 143,5/8000 Snúninqsvæqi/sn.: 134 Nm/7000 Hámarkshraði: 250 km/klst Þurrviqt: 237 kíló

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.