Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 H (' l c) cj rb /a ö I>V 19 mig hvort ég væri ekki hrædd en ég svaraði því til að ég treysti Israelsher fyrir lifi mínu. Ég spurði hvernig ég kæmist til Hebron og maðurinn aumkaði sig yfir mig og keyrði mig inn í Hebron í bíl sem var með hnausþykkum skotheldum rúðum.“ Nú verð ég fangelsuð „ísraelsmenn hafa byggt landnemaþorp allt í kringum Hebron. ísraelski herinn er ekki við völd þar heldur eru það landnemarnir sem stjórna. Þegar ég kom til Hebron var verið að ryðja niður húsum í útjaðri borgarinnar til að byggja vegg sem umlykur Hebron og verndar landnemaþorpin. Húsum Palest- inumanna er rutt niður með jarðýtum og skiptir engu máli hvort einhver er í húsunum eða ekki. Og heimilislaus palestínsk fjölskylda flytur ekki inn á næstu fjölskyldu því hver fjölskylda er oft 15 manns. Þeir sem missa húsin sín eiga því ekki í nein hús að venda. Veggurinn er reistur þannig að hann klippir á allt rafmagn til Hebron auk þess sem öll vatnsból lenda landnemamegin þannig að engin vatnsból eru hjá Palestinumönnum. Landnemarnir vilja þá burt; þeir vilja eignast landið. Ég kom til stórrar fjölskyldu sem var bara konur. Tveimur dögum áður höfðu ísraelsmenn ráðist inn á heimili þeirra og rústað það. Móðirin var veik og gat ekki farið út úr húsi. Landnemar stóðu vopnaðir fyr- ir utan húsið og hermenn með þeim og fylgdust með hvort ég kæmi ekki aftur út. Ég hugsaði með mér að nú yrði ég fangelsuð. Ég fór inn í Hebron á fölskum forsendum. Ég var mest hrædd um að verða vísað úr landi. Ég vildi ekki fara heim. Ég er búin að hugsa mikið um af hverju ég er að þessu og það er ekki af spennufíkn. Ég held að það sé réttlætiskenndin sem stjórnar mér í þessu. Ég er í margra ára stríði eyðileggst jafnt fólk og byggingar. Veggurinn drepur börn segir á þessu spjaldi. Veggurinn sem verið er að reisa í kringum Vesturbakkann hefur vakið hörð viðbrögð mannréttindasamtaka. „Ég er búin að hugsa mikið urn af hverju ég er að þessu og það er ekki af spennufíkn. Ég held að það sé réttlætiskenndin sem stjórnar mér í þessu. Ég er dropi í hafið en ég get komið heiin og sagt frá því hvernig er í Palestínu. Það verður að tala um þessa hluti,“ segir Hallgerður Thorlacius. DV-mynd E.Ól. dropi í hafið en ég get komið heim og sagt frá því hvernig er í Palestínu. Það verður að tala um þessa hluti. Það er alltaf talað um hversu margir hafi dáið. En það er ekki dánartalan sem skiptir mestu máli heldur þeir sem eftir lifa við hræðilegar aðstæður. Hvernig verndar móðir börnin sín í umhverfi þar sem þau gætu verið skotin? Þessar konur eru ofboðs- lega þreyttar og útslitnar. Ég varð mest undrandi á því að ég varð lítið vör við reiði hjá þessum konum. Þær vilja bara frið; vilja vakna í friði og sofna í friði.“ -sm með vernd frá ísraclska hernum og sérsveitum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.