Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Qupperneq 25
LAUCARDAGUR 30. N ÓVEMBER 2002 Helgarbloö 33V 25 DV-rayndir Sig. Jökull Mörg bragðmikil og góð krvdd fara í marineringuna sem kol- inn liggur í. Þar á nieðal er kóríander sem Sveinn sker hér. Sveinn brýtur saman Voii Ton deigið svo úr verður kola Dim Sum, bragðgott snakk á austur- lenska vísu. Dim Sum pakkarnir settir inn í 200 gráða lieitan ofn og bak- aðir í 10 mínútur. Þeir eru síðan bornir fram volgir með plómu-chilli ídýfu. Frábær matarvín frá Rínarbökkum og Alsace - er val Ágústs Guðmundssonar, víndeild Globus Ágúst Guðmundsson hjá víndeild Globus er á þýskum og frönskum nótum í vali á vínum með réttunum hér til hliðar en þetta eru spennandi rétt- ir sem gefa skemmtilega möguleika i vínum. í sum- ar sem leið hitti Ágúst einn virtasta víngerðar- mann Þýskalands, Hanns Joachim Louis Gúntrum, og konu hans. Víngerð þeirra stendur í miklum blóma við bæinn Nierstein við bakka Rínar. Með fyrri réttinum frá þeim í Fylgifiskum mælir Ágúst einmitt með víni frá Louis Gúntrum.Yellow Bottled Spátlese. Þetta vín hefur ljósgylltan og tæran lit með góða meðalfyllingu. Vinið er hálfsætt með nokkuð grösugan og kryddaðan ávöxt. Yellow Bottled Spatlese býður upp á nokkurn fjölbreyti- leika hvað varðar mat, hentar ekki síst réttum með austurlensku yfirbragði eins og kolanum hér til hliðar. Einnig gæti þetta vín fallið vel að léttum fuglakjötsréttum og fersku sjávarfangi, þó ekki mjög feitum fiski. Kjörhitastig vinsins er um 10-11 gráður. Áríðandi er að hafa vínið ekki of kalt en það dregur úr skemmtilegum ávextinum í bragði. Yellow Bottled Spatlese fæst í verslunum ÁTVR og kostar 890 krónur sem verður aö teljast góð kaup. Með seinni réttinum færir Ágúst sig yfir til Frakklands, nánar tiltekið til hins óviðjafnanlega hvítvínshéraðs Alsace. Þar verður Gewúrstraminer Reserve frá Frederic Emile Trimbach fyrir valinu. Trimbach-fjölskyldan hóf víngerð um miðja 17. öld og er i dag með höfuðstöðvar sínar í bænum Ribeauvillé. Vínin frá Trimbach hafa lengi notið mikiUar hylli á mörkuðum víða um heim. Gewúrstraminer Reserve 1998 er tært með fallegan gylltan litarflöt og framkallar þykka tauma þegar glasinu er „þyrlað“. Vínið hefur góða fyllingu og þéttan kryddaðan ávöxt þar sem suðrænir ávextir eru fyrirferðarmikl- ir. Einnig má greina mild steineftii og sætu í eftirbragðinu. Vínið er farið að sýna nokkum þroska og verður best til drykkjar næstu tólf mánuði. í réttinum frá Fylgifiskum er mikiö af bragðmiklu hráefni eins og pipar, chilli, engifer og hrís- grjónaediki. Allt eru þetta hráefni sem falla vel að þeim kryddaða ávexti sem oft einkenn- ir Gewúrstraminer vínþrúguna. Þetta vín er frábært matarvin eins og mörg Alsace-vín. Þau gefa mikla möguleika þegar velja skal vín með mat. Alsace-vín eru yndisleg með flestu sjávar- fangi, feitum fiskréttum, svo ekki sé minnst á austurlenska rétti. Gewúrstraminer Reser- ve væri einnig gaman að drekka með bragð- meiri ostum á borð við Munster og Dímon. Gewúrstraminer Reserve 1998 verður komið til sölu í sérbúð ÁTVR í dag og kostar flask- an 1.890 krónur. Umsjón liaukur Lárus Hauksson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.