Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Síða 26
26 Helqa rblaö 13V LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 Skólavörðustígur: Endurbótum fagnað Gagngerum endurbótum og end- urgerð Skólavörðustígs frá Klapp- arstíg og niður úr er lokið. Til að fagna þessum tímamótum efna Reykjavíkurborg og rekstraraðilar- við Skólavörðustig til hátíðar í dag, laugardag. Hátíðin hefst kl. 14 á því að Árni Þór Sigurðsson, forseti borgar- stjórnar, ávarpar gesti við Kjafta- klöpp gegnt Hegningarhúsinu. Milli kl. 15 og 16 mun Guðjón Frið- riksson sagnfræðingur ganga með gestum um Skólavörðustíginn og veita leiðsögn. Gangan hefst neðst á Skólavörðustíg. Þá mun Jóel Pálsson saxófónleikari spila af fmgrum fram og i boði verða veit- ingar. Verslanir við Skólavörðu- stíg verða með opið til kl. 18 í dag. í dag Fagnar endurgerð Svava Jónsdóttir í Galleríi Sntíðar og skart fagnar endurgerð Skólavörðustígs eins og fleiri. Hefðbundin óöyr Tekur lítið pláss. Verð kr. 1.324. 'mM HefðB Skálifrei Verð 2.9! Jólabúði iKtefðHundin með skal' iti#si Ssmmm ELDHUS- VOGIR Úrvailð er hjá okkur. Þesaar oru aðelns hluti úrvalsirts. byggtogbúiö , Kringlunni Smaralind 568 9400 554 7760 Jólaleg búð í Þingholtunum Anne Helen Lindsay segist afar ánægð með móttökurnar sem Litla jólabúðin hennar hefur fengið frá því hún var opnuð í apríl. Mcðal þess sem þar býðst eru handunnar íslenskar jólavörur frá snjöllu handverksfólki víða um land. Anne Helen Lindsay rekur Litlu jólabúðina allt árið á Grundarstíg: Heillandi jólaveröld í Þinghol tunum Ég opnaði í april og fékk strax afar góöar viðtökur hjá ferðamönn- um enda búðin stíluð á þá yfir sumarmánuöina. Þeir gátu sest út í garð með kafíi og keypt sér falleg- ar jólavörur, aðallega íslenskt handverk. Frá og með október hef ég hins vegar stílað á íslenska markaðinn enda aðventan á næsta leiti og öll umgjörð jólalegri. Nú er minn tími,“ sagði Anne Helen Lindsay sem á og rekur Litlu jóla- búðina í bakhúsi að Grundarstíg 7. Búðin ber nafn með rentu þar sem hún er líklega ein minnsta jólabúð hér á landi og þó viöar væri leitað. En úrval jólavara í búðinni er ekki í neinum takti við nafnið því það er afar mikið og fjöl- breytt. Aðkoman að búðinni er mjög skemmtileg, sérstaklega eftir aö skyggja tekur. Þegar gengið er suður Grundarstíginn glittir í ljósaskreytt grindverk sem leiðir vegfarendur að litlu bakhúsi. Þar rekur Anne litla heildsölu og versl- unina og jólin eru í hávegum höfö allan ársins hring. „Ég vil hafa jólabúðina opna allt árið og viðbrögðin fyrstu mánuð- ina benda til að það sé vel gerlegt," segir Anne sem bæði selur inn- fluttar jólavörur af öllu tagi auk innlendrar framleiðslu. Þar nýtur hún göðs af duglegu handverks- fólki um allt land sem sendir henni vörur sem hún síðan selur. „Orig- inal“ íslenskar jólavörur gefa búð- inni sérstakan og skemmtilega andblæ. Þessi búð er sannarlega öðruvísi, frábrugðin verslunarmið- stöðvum eða verslunargötum með tilheyrandi erli. Anne Helen hefur lengi sinnt verslunarstörfum. Hún varð hins vegar atvinnulaus á síðasta ári og í stað þess að þiggja atvinnuleysis- bætur ákvað hún að stofna eigin fyrirtæki og hefja verslun með jólavörur. Hún tók lítið bakhús á lóöinni í gegn og opnaði búðina síðan i apríl eins og áður sagði. Hún segist alsæl með að hafa tekið þessa ákvörðun. „Maður verður að reyna að bjarga sér og þetta er auk þess mjög skemmtilegt. Ég hef auglýst mikið á stöðum þar sem ferðamenn koma og það er ákveðin samvinna hjá okkur sem sinnum ferðamönn- um. Síðan fæ ég mjög marga ferða- menn sem eru á leið upp á holtið að skoða Hallgrímskirkju. En nú er líka nóg að gera enda íslending- ar í jólahugleiðingum farnir að láta meira á sér kræla.“ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.