Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Page 28
28 HelQctrblað H>"Vr LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 Þctta er áróöursljósnivnd sem var ætlaö að sýna hve góð samskipti her- menn ættu við innfædda. Konurnar sem brugðu sér í íslenskan búning í tilefni dagsins eru Ingibjörg Pétursdóttir, húsfreyja á Reykjum í Mos- fellssveit, til hægri, ásamt Ingibjörgu Árnadóttur ráðskonu. Hermaðurinn er úr kanadísku herfylki sem hafði bækistöðvar sínar þar í túnfætinum og mun þessi uppstilling vera eina samvinnuverkefni þessara aðila. Herflokkar fóru uni bæinn daginn sem ísland var hernumið og handtóku Þjóðverja og þýska skipbrotsmenn. Þarna sjást þeir marséra á kunnugleguin slóðum fyrir frainan Hótel Borg sem enn er á sfnum stað þótt Nora Magasín sé horfið. ísland í hers höndum Þessi mynd sýnir skemmtilega hvernig raunverulegur aðbúnaður her- manna, sem voru svo óheppnir að vera sendir til íslands, var í raun og veru. Hér hafa hermenn lagt af sér vopn og verjur og þyrpst í bað í Bað- húsi Reykjavíkur sem í eina tíð var að finna í Kirkjustræti. Þór Whitehead sagnfræðingur hefur verið öðrum fræðimönnum iðnari við að skrásetja aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar á ís- Einn afskckktasti varðstaður herveldisins á íslandi var án efa í Aðalvík á Ströndum en þar byggðu Bretar rad- arstöð á fjallinu Darra. Þessi mynd er tekin í Aðalvík í maí 1941 og sýnir breska hermenn sem hafa brugðið sér í útreiðartúr með heiinamönnum. Aðalvík fór í eyði skömmu eftir stríðslok. landi eins og ritröð hans: Island í síðari heimsstyrjöld, ber vitni um en hún telur nú alls fimm bækur en sú fyrsta kom út 1980. Nýjasta bókin í röðinni ber nafn- ið ísland í hers höndum og er eins og nafnið bendir til ljósmyndabók. Þar birtast á sjötta hundrað ljós- mynda en Þór hefur áratugum saman safnað ljósmyndum austan hafs og vestan, bæði í söfnum og hjá einstaklingum. Hverri einustu mynd fylgir itar- legur texti sem ljóst er að hefur orðið til með gríðarlegri heimUda- vinnu og viðtölum og sumar mynd- anna hafa aldrei sést opinberlega áður. Myndir segja meira en þús- und orð og það verður ljóst viö að fletta þessari bók því sú Reykjavík og það ísland sem þar blasir alls staðar við er það ísland sem stökk á ógnarhraða inn í nútímann á stríðsárunum eftir aldalanga kyrr- stöðu. Við birtum hér nokkrar myndir úr þessari stórfróðlegu bók sem geta varpað ljósi á það stórvirki sem höfundur hefur augljóslega unnið. Ungur piltur á Seltjarnnrnesi stillir sér upp við hlið hernianns í varð- stöðu skammt frá Sæbóli við Nesveg í ágúst 1940. Þarna sést hve snemma krókurinn beygist því pilturinn sem þarna er níu ára er Helgi Hallvarðsson sem seinna átti giftusaman starfsferil sem skipherra hjá Landlielgisgæslunni en hún er stundum kölluð fslenski sjóherinn. Það var það næsta sem hann komst því að verða hermaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.