Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Qupperneq 53
I_A.UGARDA.GUR 30. NÓVEMBER 2002 57 / / e / C) c) rbla rJ H>"V Stórtega hefur dregið úr mengun af völdum bíla Með tilkomu ýmissa þátta, svo sem rafeindatækninnar og hvarfakútanna sem skyldubúnaðar fyrir áratug, var stórlega dregið úr mengun af völdum bilvéla. Mestur er munurinn þegar CO (kolmónoxíð, kolsýrlmgur) á í hlut og þegar dísilvélar eiga í hlut einnig sót- mengun eða reykmengun, sem mæld er í ppm (parts per miilion) - kallað reykþykkni. Blýmengun, sem áður var mikil, er nú nánast horfm. Rafeindatæknin, sem gerði einbunu- tæknina (samrásarinnsprautun) mögu- lega, og strangar og stigvaxandi kröfur Evrópubandalagsins með stöðlum sem nefhast EURO, að viðbættri tiltekinni tölu, hafa dregið verulega úr mengun af völdum dísilvéla, þar með talið sót- mengun. Með hækkandi EURO-tölu fer þessi mengun minnkandi. Þegar nýjar kynslóðir bensínvéla með hvarfakút eiga í hlut má segja að stöðugleiki lítillar mengunar hljóti að teljast góður. Rafeindastýrð vélar- stjómun bílsins fær jafht og þétt skila- boð frá hvarfakútnum og leitast í sí- fellu við að hafa nýtingu eldsneytisins sem jafnasta, sem þýðir beinlínis að vélin er stöðugt að stifla sig sjálf og heldur með því menguninni í lág- marki. Þessari tækni hefur líka farið fram, þannig til dæmis að það tekur nú styttri tima frá því að bíll er kaldræst- ur þar til hvarfakúturinn er farinn að virka. Sigurður Hreiðar Hreiöarsson Blaðamaður Bílaljós Dísilvélar fara yfir staðal- mengun Þetta er ekki eins öraggt með dísil- vélamar. Euro-staðallinn kveður á um hvaða kröfur bílamir eiga að standast þegar þeir koma nýir út úr verksmiðj- unni. I sumum tilvikum - ekki öllum - verða þeir að standast tilteknar kröfur eftir ákveðinn akstur. Staðallinn er miðaður við meðaltal. Hvað sótmeng- un dísilvélanna snertir er engin sjálf- virkni á borð við hvarfakúta bensín- vélanna. I reynd menga bílamir í mörgum tilvikum mun meira en EURO-staðallinn gerir ráð fyrir. í hvert skipti sem þeir era teknir af stað úr kyrrstöðu og þurfa að vinna sig upp í eðlilegan umferðarhraða puðra þeir langtum meira af sótögnum út í and- rúmsloftið en staðallinn segir til um; hann er meðaltal þar sem gert er ráð fyrir að langkeyrsla og stuttir spottar skiptist á nokkuð til jafnaðar. Bílar sem mest era notaðir á stutt- um leiðum - vöru- og sendibilar í efh- isflutningum og snatti stuttar leiðir, fólksflutningabílar og strætisvagnar sem stansa oft og þétt, menga notkun- ar sinnar vegna meira og jafiivel vera- lega meira en EURO-staðallinn segir til um. Eitraða loftíð litíaust Enn er ótalinn koltvísýringur (koldíoxíð, koltvíildi, C02). Þegar brennt er jarðefnaeldsneyti (bensini, olíu, kolum) fer óhjákvæmilega koltví- sýringur út í loftið. Sama gerist raun- ar þegar fólk og önnur dýr anda frá sér eða láta frá sér loft með öðrum hætti þannig að þetta efni er í sjálfu sér afar náttúrlegt og magn þess hlýtur að aukast með vaxandi fólksfjölda. Á viss- an hátt er það undirstaða lífs á jörð- inni því gróska gróðurs er að verulegu leyti undir koltvísýringi, C02, komið. Plöntur taka C02 til sín gegnum svo- kallaða ljóstillífun og breyta því í vöxt - til dæmis grænmeti, sem sagt er fjarska hollt. í of stórum skömmtum er þetta efhi þó eitur og bráðdrepandi og kannski varasamast fyrir það að það er litlaust og lyktarlaust. Eðlilegt magn þess í andrúmslofti er um 0,036%. ' Langoftast þegar fréttamiðlar þurfa að myndskreyta loftmengun kjósa þeir að sýna mynd af gufu úr púströri á bíl. Þegar heimilisbíllinn á í hlut er þetta oftast aðeins gufa af vatni sem mynd- ast fyrir þéttingu af völdum kælingar útblástursins á ferð hans um útblástur- skerfið. Hin eiginlegu eiturefiii sem koma ft-á sæmftegri bílvél eru hins vegar ósýnileg. Það eru aðeins frá vél- um sem „brenna“ - það er smurolían af vélinni kemst í svo miklum mæli upp í sprengihólfm að hún nær að dekkja útblásturinn - sem þessi meng- un verður sýnileg. Þó er það sjaldan nema í litlum mæli og gjarnan í sam- bandi við gírskiptingar, snöggt við- bragð eða annað álíka. Blár eða grár útblástur úr bensín- vélum, sem stafar af vondri eldsneyt- isnýtingu, sést varla lengur, og þá ekki nema úr bílum með „gömlu“ númer- unum sem era með blöndunga og plat- ínukveikjur og því sjaldan með ýtrustu stillingu. 26 þúsund manns á dag í strætó Samt er seint og snemma klifað á bílnum sem mengunarvaldi og meira að segja Strætó bs notar mengunar- grýlu einkabílsins í auglýsingum sem hvatningu fyrir almenning að nota al- menningssamgöngur frekar en einka- bílinn. Yfir þessu hafa menn gjaman velt dálítið vöngum. Reykþykknið úr púströrum vagnanna er oft æði ber- sýnilegt og eins hefur oft verið haft á orði að sá sem ferðast með strætó búi við mikinn lúxus - hafi einkabílstjóra Schumacher á Alfa GTA Michael Schumacher hefur fengið sér Alfa Romeo 156 Sportwagon GTA, en sá bíll er lítil 250 hestöfl. Það er kannski ekki mikið fyrir for- múluhetjuna en slíkur bíll kostar þó hingað kominn aðeins 5.760.000 kr. Segja má að þetta sé sportbíll með plássi fyrir alla fjölskylduna, golfsettið, hundinn og skíðin. Hröðunin á GTA er 6,3 sekúndur í 100 km og fæst hann bæði með hefðbundinni gírskiptingu og skipt- ingimni Fl-Selespeed. Báðar skipt- ingamar eru 6 gíra. Leiðrétting I reynsluakstrinum um Alfa Romeo 156 um síðustu helgi urðu þau mistök í tækniupplýsingunum að bíllinn var sagður eyða 11,6 litr- um á hundraðið í blönduðum akstri. Það rétta er aö hann eyðir 8,6 lítrum á hundraðið sem fyrir tveggja lítra vél er i góðu meðallagi og því ekki rétt að taka fram sem galla að hann eyði miklu. Leiðrétt- ist það hér með. Dísilbílar gefa frá sér sótagnir - svokallað reykþykkni. Það fer þó minnk- andi með endurbættum véluni í samræmi við Evrópustaðla. Staðlarnir eru þó miðaðir við meðaltöl og nýjar vélar þannig að mcngun af þeim er gjarnan rneiri en staðlarnir kveða á um, einkum þar sem þétt er stöðvað og tekið af stað á ný. Daufa gufan sem kemur út um púströrið meðan einkabíllinn er að ná eðlilegum vinnuhita er ekki til að óttast. Hin raunverulega mengun er litlaus og sést ekki. Eitt hinna hættulegu útblástursefna er koltvísýringur - C02. Eins og mörg önnur efni er þetta þó hið ákjósanlcgasta efni þar sem það er í réttu magni á réttum stað á réttum tíma. Plöntur lifa á því að verulegu leyti og mannfólkið sækist eftir því til neyslu þegar plönturnar liafa ummyndað það með Ijóstillífun - svo sem að gera úr því grænmeti. og býsna rúmgóðan bíl. Með þessu er skírskotað til þess að í mörgum ferð- um þessara vagna séu farþegar afar fáir. Þó er ekki allt sem sýnist og hér sem víðar er það ekki síst meðaltalið sem gildir. Samkvæmt upplýsingum Strætó bs. ferðast 9,4 milljónir manna á dag með almenningsvögnum á höfuð- borgarsvæðinu, eða 26 þúsund manns á dag hvem einasta dag ársins til jafn- aðar. Miðað við þær tölur verður mýtan um einkabílstjóra strætófarþegans einmitt að þeim brandara sem hún er. DV-bílar hafa leitað eftir saman- burði á mengun einkabílsins og al- menningsvagnsins út frá þeim tölum og reiknistöðlum sem fyrir liggja og verður fjallað um þær í næsta bílaljósi DV. I framhaldi af því verður einnig komið inn á vetni sem orkugjafa farar- tækja, en fyrir liggur að strætó mun taka í notkun tilraunabíla af því tagi þegar á næsta ári. tuhinjL ú ^klandi Svo sem fram hefur komið er nú unnið að sögu bílsins á ís- landi, en senn er öld liðin frá því að fyrsti bíllinn kom hingað til lands. DV-bíIar mun á næstunni leggja hönd að þessu verki með því að leita eftir upplýsingum. Þeir sem vilja leggja hönd á plóg- inn eru beðnir að hafa samband við söguritara, Sigurð Hreiðar, í sima 895 1635 eða senda honum tölvupóst á netfangið auto@simnet.is. Bíll og blá fjöll Þessi rómantíska mynd úr sveitasælunni er dæmi um það hvemig gamall bíll getur bætt upp fallegt landslag og vinalegt umhverfi. Hér myndar gamall, þreyttur vörubíll skjól fyrir bú- fénað á flatlendi þar sem annars væri fátt til að skýla sér við. Tíguleg, hreinskorin fjöll með hvítum bryddingum mynda bak- grunninn í fjarska. -SHH Baleno Wa 1/99, ek. 75 on 4x us. kr. 1140 þús. Suzuki Swift GLS. 3dr., bsk. Skr. 9/99, ek. 23 þús. Verð kr. 750 þus. Suzuki Vitara JLX, 5dr., bsk. Skr. 6/99 ek. 86 þús. Verð kr. 1090 þús. Suzuki Baleno GLX, 4dr., bsk. Skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 1150 þús. Suzuki Grand Vitara 2,0 bsk. Skr. 11/98, ek.87þús. Verð kr. 1490 þús. Suzuki Grand Vitara V-6, sjsk. Skr. 2/99, ek. 65 þús. Verð kr. 1850 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 6/02, ek. 15 þús. Verð kr. 1480 þús. Chrysler Stratus 2,5, sjsk. Skr. 3/97, ek. 113 þús. us. Verð kr. 890 þus. Skoda Octavia Elegance, sjsk. Skr. 10/02, ek. 1 þús. Verð kr. 1890 þúsV VW Golf Comfort 4motion, bsk. Skr. 11/00, ek. 34 þús. Verð kr. 1650 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.