Dagblaðið - 12.10.1981, Page 21

Dagblaðið - 12.10.1981, Page 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981. 21 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D ViggóSigurdsson: Vestur-þýzka knattspyman: Enn gerir Atli það gott —Diisseldorf sló bikarmeistara Frankf urt út úr bikamum og Atli átti mjög góðan leik Frá Viggó Sigurflssyni, Leverkusen: Alit gengur nú eins og i sögu hjá For- tuna Diisseldorf eftir að Atli Eðvalds- son var keyptur til félagsins. Á laugar- dag sló Diisseldorf sjálfa bikarmeistar- ana Frankfurt út úr bikarnum og Atli átti mjög góðan leik. Hann fékk mikið lof frá þjálfara Dússeldorf eftir leikinn, og talað var um að Atli og Thomas All- ofs hefðu verið beztu menn liðsins. Allofs skoraði mjög ódýrt mark þegar á 6. mín., hlægilegt mark að sögn þýzkra. Stefan Lottermann jafnaði fyrir bikarmeistarana á 25. mín. Man- fred Bockenfeld skoraði annað mark Dússeldorf á 72. min. og Rudi Bommer innsiglaði sigurinn með marki á 87. min. Dússeldorf átti sigurinn skilinn, sótti nær látlaust og átti mörg færi. Slæm fjárhagsstaða, sem meðal annars leiddi til sölu Klaus Allofs til Köln, gæti leitt til þess að félagið neyddist til að selja Thomas bróður hans. Aðeins 15.000 áhorfendur sáu leikinn. Úrslitin í vestur-þýzku bikarkeppn- inni á laugardag urðu þessi: Dússeldorf-Frankfurt 3—1 Bielefeld-Núrnberg 0—1 Bayern M.-SV Neckargerach 5—1 Duisburg-FK Pirmasens 3—0 Darmstadt 98-Hasseabingen 4—1 SSV Salmarohr-Werder Bremen 0—3 HSV-EintrachtTrier 2—1 M’gladbach-HannoverOSV 3—1 Karlsruhe-WuppertalerSV 3—0 Stuttgart-T uS Oberwinter 10— 1 Bochum-FC Tailfingen 3— 1 Elversberg-Dortmund 1—4 FC Köln Amateur-Leverkusen 3—3 Aachen-SC Freiburg 2—1 Wattenscheid-Hannover 96 2—2 Vestur-þýzki handboltinn Úrslit i vestur-þýzka handboitanum um helgina: Núrnberg-Leverkusen 24—18 Berlin-Gummersbach 17—17 Göppingen-Nettelstedt 20—16 Hofweier-Dietzenbach 25—18 Allt gengur á afturfótunum hjá Leverkusen, lifli Viggós Sigurflssonar. Það gæti þó farið að bregða til betri tíðar þar sem liðið á nú von á júgóslav- neskum leikmanni sem miklar vonir eru bundnar við. -VS. ítalskir byrjaðir að skora! Úrslitin i 1. deild ítölsku knattspyrn- unnar um helgina: Bologna-AC Milano 0—0 Catanzaro-Ascoli 1—0 Fiorentina-Avellino 1—0 Genor-AS Roma 0—1 Inter Milano-Cesena 3—2 Juventus-Cagliari 1—0 Napoli-Como 2—0 Udinese-Torino 3—2 Það er eitthvað meira en lítið ein- kennilegt að gerast í ítölsku knattspyrn- unni. Um síðustu helgi enduðu tveir leikir 2—2 og nú enduðu tveir leikir 3— 2! En AC Milano, lið Joe Jordan, er samt við sig, markatala liðsins eftir 5 leiki er 1 — 1! Juventus vinnur enn og hinn 31 árs gamli Roberto Bettega skoraði sigurmarkið. Hann hefur skor- að 5 mörk og er að sjálfsögðu marka- hæstur í 1. deild. Fá lið í deildinni hafa skorað jafn mörg mörk og Bettega ein- samall! Staða efstu liða: Juventus 5 5 0 0 12—2 10 Fiorentina 4 3 1 0 4—0 7 AS Roma 5 2 3 0 6—4 7 Inter Milano 5 2 3 0 5—3 7 Napoli 5 1 3 1 4—3 5 -VS. Hessen Kassel-Fortuna Köln 1—0 1860MUnchen-Waldhof Mannh. 0—1 RW Essen-Leiwen 4—1 Freiburger FC-TuS Celle 5—1 FV 08 Weinheim-Osnabrúck 1—3 Hertha Berlin-Viktoria Griesheim 6—2 Neunkirchen-Worms 1—2 Stuttgart Amateur-Bayreuth 1—2 Göttingen-Oberhausen 1 —0 Eppingen-Press Berlin 2—0 FSV Frankfurt-FC Gohfeld 2—0 Viktoria Köln-OLI BUrstadt 1—1 SS V Ulm 46-Wolfsburg 2— 1 Kaiserslautern Am.-UR Hamburg 1—3 Fremur auðvelt hjá Bayern Múnch- en. Kurt Niedermayer skoraði 2, Paul Breitner, Bernd Dúrnberger og Dieter Hoeness eitt hver. Werner Heck skor- aði sigurmark NUrnberg í Bielefeld. Ewald Linien, sem slasaðist svo eftir- minnilega í haust, leikur nú alltaf verr og verr með Bielefeld, greinilega hræddur við meiðsli, og missir senni- lega stöðu sína i liðinu fljótlega. Otto Rehagel, þjálfari Bremen sem gaf skip- unina frægu um að ganga frá Linien, hefur verið sýknaður í yfirrétti, en eins og kunnugt er kærði Linien hann og Siegmann, leikmann Bremen, fyrir lík- amsárás. Uwe Helmes, Bernard Dietz og Rudi Gores skoruðu mörk Duisburg gegn Pirmasens. Darmstadt átti i miklum erfiðleikum með Hasseabingen, 0—0 i hálfleik, og áhugamannaliðið jafnaði 1—1. Willi Weiss 2, Rudi Collet og Helmut Vorreiter skoruðu fyrir Darm- stadt. Hamburger Ienti i miklum erfið- leikum með Eintracht Trier, liðið sem Elmar Geirsson lék áður með. Franz Beckenbauer lék nú með Hamburger að nýju eftir meiðslin sem hann varð fyrir í haust. Horst Hrubesch var á bekknum að eigin ósk, hann vildi ekki taka stöðu Júrgen Milewski sem hefur leikið mjög vel í fjarveru Hrubesch. Hann kom þó inn á i leiknum. Holger Hieronymus skoraði fyrir Hamburger á 8. mín. en Kohr jafnaði á 23. mín. Lars Bastrup skoraði svo sigurmark Hamburger á49. mín. Gladbach vann OSV Hannover með mörkum hinna ungu leikmanna Uwe Rahn, og Wolfram Wuttke og Lothar Mattháus sem allir eru um tvítugt. Uwe Dittus, Stefan Gross og Wolfgang Schúler skoruðu mörk Karlsruhe gegn Wuppertaler sem lék í Bundesligunni fyrir sex árum. Dieter Lemke, Rahn og Walter Oswald skoruðu fyrir Boch- um í fyrri hálfleik gegn Tailfingen. Markahátíð hjá Stuttgart. Ellefu mörk, þar af eitt í eigið net. Dieter Múller skoraði 5 mörk, Didier Six, Alexander Szatmari, Harald Beck, Hermann Ohlicher og Karl Allgöwer eitt hver. Manfred Burgsmúller skoraði fyrir Dortmund á fyrstu minútu í Elv- ersberg, Frans-Josef Tenhagen bætti öðru við á 10. mín. og allt stefndi i stór- sigur. Aðeins tvö mörk bættust þó við, Meinolf Koch og Burgsmúller. Leverkusen náði aðeins jöfnu gegn áhugamannaliði frá Köln. Framlengt var en allt kom fyrir ekki. Norðmaður- inn Arne-Larsen ökland skoraði tvö mörk og lagði það þriðja upp sem fyrir- liðinn Júrgen Glowacz skoraði. í gær dró Helmut Schön, fyrrum landsliðseinvaldur Vestur-Þjóðverja, um hvaða lið skyldi mætast í næstu umferð. Helztu Ieikir: Bayern-Dort- mund, Duisburg-Karlsruhe, Núrnberg- Dússeldorf, Hessen Kassel-Bochum, Stuttgart-Gladbach, Aachen-Ham- burger, Darmstadt Bremen og RW Ess- en-Leverkusen eða Köln Amateur. -Viggó/VS. K „Víkingarnir frá íslandi” — Pétur Ormslev til vinstri og Atli Eðvaldsson ásamt Jörg Berger, þjálfara Fortuna Dússeldorf. Myndin var tekin, þegar Pétur var við æfingar hjá Fortuna Dússeldorf og birtist i leikskrá félags- ins. Þeir Pétur og Atli eru nú með is- lenzka landsliðinu i Swansea i Wales. Likur á að Pétur fari ásamt Atla til Dússeldorf eftir HM-leikinn á miðviku- dag. AÐSTAÐA BUNAÐARBANKINN Austurstræti BÚNAÐARBANKINN Hlemmi

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.