Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 1

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 1
ÁRSRIT Rœktunarfélags Norðurlands RITSTJÓRI: ÓLAFUR JÓNSSON 53. ÁRGANGUR 2.-3. HEFTI 1956 Páll Briem amtmaður 19. október 1856—15. desember 1904 ALDARMINNING Á síðasta fjórðungi 19. aldarinnar var að ýmsu leyti kyrrstaða í íslenzku þjóðlífi. Stjórnarskráin 1874 færði oss að vísu margar réttarbætur, þótt ef til væri mest um það vert, að Alþingi hlaut fjárforræði. Engu að síður markaði hún þó eigi jafnmikil tímamót í sögu þjóðarinnar, og ef til vill hefði mátt búast við, og minna fjöri hleyptu þær umbætur, er fengust, í þjóðlífið, en mátt hefði ætla að óreyndu. Mönnum var ljóst, að enn skorti mjög á, að þjóðin hefði fengið þær stjórnarfarsbætur, sem æskilegar og nauðsynlegar voru, til þess að vér fengjum ráðið málum landsins, og forystumenn stjórnmálanna einbeindu því orku sinni í deiluna við Dani um aukin landsréttindi. Deilur þær voru vafalaust fullkomlega réttmætar, en þær urðu ófrjóar og um leið gagnslitlar með því, að harðvítug hægri-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.