Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 9

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 9
65 að á Hafnarárum sínum kynntist hann Hermanni Jónas- syni, þegar hann fór utan til framhaldsnáms í búfræði. Studdi Páll Hermann drengilega, svo að för hans mætti bera sem beztan árangur. Síðan hvatti hann Hermann til útgáfu Búnaðarritsins, og veitti hann því nokkurn styrk framan af. Síðast, en ekki sízt, má geta þess, að það var að hvöt Páls Briem, að Hallgrímur Kristinsson fór utan 1904, til þess að kynnast samvinnufélagsskap í Danmörku, en um nokkur undanfarin ár hafði Hallgrímur verið skrifari hjá amtmanni, en jafnframt veitt forstöðu litlu pöntunarfélagi, sem var fyrsti vísirinn að Kaupfélagi Eyfirðinga. Þessi dæmi sýna ljósast þennan þátt í störfum Páls Briem, þótt fleiri mætti nefna. Annað mál var það, sem Páll Briem lét mjög til sín taka á þessum árum, en það var stofnun Búnaðarfélags íslands. Búnaðarfélag Suðuramtsins hafði 1894 boðið amtsráðunum að stofna allsherjar búnaðarfélag fyrir allt landið, en þau höfnuðu því boði. Páll Briem hélt málinu samt sem áður vakandi, og að tillögum hans um starfsgrundvöll og laga- setningu var Búnaðarfélag íslands stofnað 1899. Það var og í almæli, að þegar Páll fluttist til Reykjavíkur, væri til þess ætlazt, að hann tæki forystu Búnaðarfélagsins í sínar hendur. Síðast en ekki sízt má þó telja afskipti hans af stofnun Ræktunarfélags Norðurlands 1903. Rétt fyrir aldamótin hafði amtmaður stutt Sigurð Sigurðsson til utanfarar til náms í skógrækt. Er hann kom heim, var lionum enn veittur styrkur að tillögu Páls, til þess að rannsaka skógana í Fnjóskadal, en jafnframt til þess að koma upp gróðrarstöð á Akureyri, til þess að gera tilraunir með uppeldi á erlend- um og innlendum trjáplöntum. Stöð þeirri var komið á fót 1899, og var hún síðar, er Ræktunarfélagið kom til sög- unnar, rekin af því um allmörg ár. Hér verður ekki rak- inn aðdragandinn að stofnun Ræktunarfélags Norðurlands, 5

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.