Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Blaðsíða 23

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Blaðsíða 23
79 einnig hagsmunamál að þessi vegur verði gerður. Læt ég svo útrætt um hann. Nú skal vikið að minnsta hreppnum á Austurlandi, sem hefur þá sérstöðu að vera mjög afskiptur um allar samgöng- ur, bæði á sjó og landi, og eigi er mér kunnugt um, að nein vegagerð þangað sé enn á vegalögum. Þessi sveit er Loð- mundarfjörður, lítill fjörður inn úr Seyðisfjarðarflóanum norðan við Seyðisfjörð. Þar eru hafnarskilyrði erfið og lend- ing ótrygg, og hefur því aldrei orðið neitt þorp eða útgerð við þennan fjörð, þótt býlin þarna hafi sum haft nokkur not af sjó. Loðmundarfjörður hefur því fyrst og fremst ver- ið landbúnaðarbyggð, lítil en snotur sveit, þar sem munu hafa verið 9 eða 10 býli, þegar flest var. Gróður er þama mikill og land gott, engjar vom taldar víða dágóðar og miklar sums staðar, og ræktunarskilyrði eru góð. En byggðin hefur orðið alveg afskipt um samgöngur. Strandferðaskip koma þar ekki, en móturbátur kemur þangað endrum og eins, ef veður leyfir. Á landi eru aðeins gamlir troðningar yfir há fjöll til næstu byggða. Troðningar, sem varla em lengur hestfærir, ef þeir hafa einhvern tíma verið það. Engin fámenn byggð getur nú á tímum þolað slíka einangr- un. Sú hefur líka reyndin orðið um Loðmundarfjörð. Um 1930 eru þar talin 10 býli, 1942 eru þau átta, 1950 líklega sex byggð og nú aðeins fjögur. — Fólkinu hefur auðvitað fækkað að sama skapi og býlunum eða meira. Árið 1930 eru þar taldir 77 menn, 50 árið 1940, árið 1950 er mannfjöld- inn kominn niður í 40, en nú mun hann kominn niður í 20—25. Engum getur dulizt, hvert stefnir, og hvernig að- staðan verður sífellt örðugri, eftir því sem býlum og fólki fækkar. Hvað á að gera? Á að bíða þess í fullu aðgerðarleysi, að þeir, sem enn standa þama á verði, sumpart af þráa og sum- part vegna þess, að þarna er þeirra allt, saga, eignir og ævi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.