Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 38
94
að haustfrost, er koma venjulega seint í ágúst eða um mán-
aðamótin ágúst og september, eyðileggi kartöflugrasið, svo
að þaðan af er lítils vaxtar að vænta. Gerir þó oft góða tíð,
svo vikum skiptir, að frostnóttum þessum afstöðnum.
Fleiri heldur en við hér á íslandi eiga við frostnætur á
síðsumrum að stríða, er spilla kartöfluuppskeru, og hefur
ýmissa ráða verið leitað til þess að verjast frostinu, en ekki
er hægt að segja, að árangurinn sé mikill, eða að við munum
geta haft hans mikil not.
Næturfrost á sumrum verður nær ávallt í kyrru og heið-
skíru veðri. Útgeislun frá jarðvegi er þá ör, stundum einnig
uppgufun nokkur, sem bindur hita. Við þetta kólnar loftið,
og með því að kalt loft er þyngra heldur en hlýtt, verður
kalda loftið næst jörðinni. Þar sem landslag er hallandi eða
hæðótt, leitar kalda loftið undan brekkunni og fylgir þá oft
giljum og dalsskorum. Þar sem land verður flatt eða dregur
í lægðir, sezt þetta kalda loft svo að, og þar er frosthættan
mest.
Hættan á næturfrosti á sumrin er lítil eða engin, ef skýjað
er, jafnvel þótt í úrkomu og kuldatíð sé. Skýjahulan hindr-
ar útgeislun og hitatap, svo að hitamunur dags og nætur
verður lítill. Því hafa varnir gegn næturfrosti mjög miðazt
við það að framleiða lag yfir ökrum þeim, er verja þarf, af
nokkurs konar skýjum, er tafið gætu útgeislunina, og hefur
einkum verið notað til þessa eldsneyti, er gefur mikinn reyk
eða efni, er nota má til að framleiða þoku yfir gróðrinum.
Mikið hefur verið gert af slíkum tilraunum víðs vegar og
með nokkrum árangri. Má segja, að í flestum þessum til-
raunum hafi tekizt að halda hitanum 1—1.5° C hærri, þar
sem varið var, heldur en á óvörðu, og stundum hefur mun-
urinn orðið meiri, en líka miklu minni og jafnvel enginn.
Þess verður þó að gæta í þessu sambandi, að gagnsemi reyks
eða þoku yfir kartöfluakri getur verið mikil, þótt þar verði
nær því eins mikið frost og þar, sem óvarið er, því að reyk-