Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Síða 39

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Síða 39
95 urinn og þokan hindra, að grösin, sem frosið hafa, þiðni of snögglega, en ef þau ná að þiðna hægt, getur það oft bjargað þeim frá eyðileggingu. Þó er sá ljóður á þessum aðferðum, að þær krefjast nokk- urs útbúnaðar og umstangs, og hræddur er ég um, að þær henti mjög misjafnlega hér og verði aldrei notaðar í stór- um stíl eða að verulegu gagni. Finnar, sem hafa athugað mál þessi talsvert, hafa og komizt að sömu niðurstöðu. í Finnlandi hafa verið gerðar mælingar á lofthita í mis- munandi hæð yfir ökrunum, þegar frost hefur orðið niðri við jörðina. Þessar mælingar sýndu, að á sumrin gat hitinn verið mun meiri nokkrum metrum frá jörðu heldur en niðri við jörðina. Þessi munur getur þegar verið nokkur í tveggja m hæð og getur skipt nokkrum gráðum. Þetta atriði er vel þekkt hér, t. d. á veðurathugunarstöðv- um. Hitamælir, sem er í tveggja m hæð frá jörð, sýnir oft 2° C eða meira, þegar farið er að frjósa á mold. Nú er það augljóst, að ef hægt er að fjarlægja þetta kalda loft, sem liggur niðri á jörðinni, og fá í staðinn hlýrra loft, sem er fáum metrum ofar, þá er hægt að draga verulega úr frosthættunni, og ekki fæ ég betur séð, en þetta sé kleift og það á tiltölulega einfaldan hátt. Furðar mig, að engar til- raunir skuli hafa verið gerðar í þá átt, en þess hef ég ekki orðið var. Mér virðist líklegasta leiðin til þessa vera sú, að nota blás- ara til þess að koma loftinu á hreyfingu. Öflugur heyblásari, í líkingu við gnýblásara „Kvernelands" mundi vafalaust geta gert sæmilegan súg og loftskipti yfir allvænum kartöfluakri. Auðvitað yrði að hefja blásturinn áður en byrjar að frjósa og halda honum áfram, að minnsta kosti öðru hvoru, þar til frosthættan væri um garð gengin. Um árangurinn er auðvitað ekkert hægt að ábyrgjast að óreyndu, en ýmislegt virðist gefa von um, að þetta geti borið góðan árangur, og það er staðreynd, sem margir þekkja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.