Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 41

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 41
97 uppskeru, heldur en að gína yfir stórum garði, sem er van- hirtur og gefur því lélega og misfellasama uppskeru. Yfirbreiðsla úr striga (Hessian) kostar um kr. 2.20 á fer- metra, eða 220—880 kr. á garða af þeirri stærð, sem áður voru nefndir. Þetta er áþekkur kostnaður og girðing um garðinn, en striginn, sem aðeins yrði notaður örfáar nætur á ári, getur vafalaust enzt í marga áratugi, og verður því yfirbreiðslukostnaðurinn ekki stór liður á uppskeru hvers árs, og þarf ekki mikið að vinnast til þess að hann sé marg- borgaður. Framkvæmd yfirbreiðslu í litlum görðum er mjög einföld og fljóleg. Striginn er svo léttur, að hann getur að skaðlausu hvílt á kartöflugrösunum. Hann þarf að vera saumaður saman í t. d. 5 m breiða feldi, sem eru jafnlangir og garður- inn er langur eða breiður. Feldirnir eru rúllaðir saman, og geta þá tveir menn á örfáum mínútum þakið um 400 m2 garð. Að notkun lokinni eru feldirnir aftur vafðir upp og geymdir, þar til á að nota þá næst. Þýðing yfirbreiðslunnar er tvenns konar. Hún á að tefja útgeislun frá jarðveginum og þar með kælingu hans og þarf því að framkvæmast áður en hitinn er fallinn mjög mikið, og hún á einnig að hindra, að grasið þiðni of snögglega, ef það hefur frosið. Auðvitað þarf að gera tilraunir með yfir- breiðslu og fá úr því skorið, hve mikils má af henni vænta, en engin ástæða er til að ætla, að hún sé ekki fullkomlega eins góð eða jafnvel betri vörn gegn frostskemmdum heldur en reykur, þoka eða aðrar frostvamir, sem reyndar eru og notaðar með misjöfnum árangri, meðal annars vegna þess, að erfitt getur verið að hafa vald á því, hvernig reyk og þoku leggur. Yfirbreiðslan verður því vafalaust öruggari, hand- hægari og ekki dýrari; þegar um smáa garða er að ræða. Við megum ekki gleyma því, í þessu sambandi, að hér á landi eru kartöflur verðmæt uppskera, sem nokkuð er ger- andi fyrir. 7

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.