Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 42

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 42
Pálmi Einarsson: Landnám í Finnlandi á árunum 1936—1956. Á siðastliðnu sumri fékk ég tækifæri til að kynnast ýmsum skipu- lags- og framkvæmdaatriðum finnsks landbúnaðar. Fyrst og fremst fékk ég aðstöðu til að kynnast þeirri uppbyggingu i landinu, sem stendur i sambandi við nýbyggðir og landnám. í því skyni ferðaðist ég um suðurhluta Lapplands, um Oulun-lén i Austurbotnum og i suðurhluta landsins um nýbyggðasvæðin austan og norðan við Borgaa. Ég átti þess kost að heimsækja einstaka bændur, stóra og smáa, eink- um þó nýbyggjendur, enn fremur fjórar tilraunastöðvar, auk fjölda- margra tilraunasvæða. Að ég átti þessa kost er mér ljúft og skylt að þakka prófessor Pentti Kaitera, en hann er forstöðumaður kulturteknisku deildar tekniska háskólans í Helsingfors. Hann ásamt kulturteknisku deild verkfræð- ingafélagsins áttu frumkvæði að ferðinni og skipulögðu hana, og naut ég samfylgdar og leiðbeininga aðstoðarmanns hans, dipl. ing. Niemi T. Kalevi. Fyrirgreiðslur allra þessara aðila voru frábærar, og fyrir- fram hefði ég ekki búizt við að ég kæmist jafn víða og fengi jafn mikið að sjá á ekki lengri tima en var til umráða. Eftir friðarsamninga síðustu heimsstyrjaldar var stærð finnska ríkisins 336.937 km2, en í síðastliðnum apríl fékk þjóðin aftur Porkalasvæðið, sem er 393 km2, svo að núver- andi stærð þess er 337.330 km2, en af landi þessu eru 31.588 km2 stöðuvötn og ár. íbúatalan er nú um 4.05 milljónir. Þetta fólk er að meiri hluta búsett í dreifðri byggð, þótt borgir, bæir og þorp hafi þar, sem annars staðar, dregið nokkuð til sín af fólki frá því um síðustu aldamót. Árið 1920 nær tala þeirra, sem framfærðir eru á landbúnaði,

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.