Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 53

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 53
109 2200 ha, 1000 ha ræktanlegt land og 8300 ha skóglendi. Kaupverð þessa lands er 590 millj. marka, en það eru tæpar 4 milljónir íslenzkra króna. Verða þessi svæði undirbúin fyrir byggingu nýbýla og til stækkunar smábýla. Þeir, sem stjórna og sjá um undirbúningsframkvæmdir, eru verkfræð- ingar landnámsstjórnarinnar og eftirlitsmenn hennar, svo og sá ráðunautur viðkomandi búnaðarsamtaka í héruðun- um, er fer með landnámsmálin fyrir liönd héraðsstjómar. Ákvarðanir um landkaup þurfa að samþykkjast af landbún- aðarráðuneytinu. Það er ekki talið líklegt, að öll nýbygging og landnám leysist að frjálsum leiðum. Þó telja sérfræðingar ráðuneytis- ins í landnámsmálum, að vegna undanfarinnar reynslu, þá muni þessi aðferð einkum verða notuð í sambandi við út- vegun landa til stækkunar bújarða þeirra, sem taldar eru að hafa of lítil landumráð fyrir nútíma búskap. X. Öryggi landnámsframkvœmdanna. Land og framkvæmdir, byggingar og ræktun nýbyggðanna er háð ákvæðum viðvíkjandi viðhaldi og rekstri. Tilgang- urinn með þeim lagaákvæðum er: 1. Að tryggja, að árangur af ráðstöfunum og framkvæmd- um verði sem öruggastur fyrir einstaklinga og þjóðfélagið. 2. Að stuðla að því, að búreksturinn á býlunum sé rek- inn á hagkvæman hátt og skilyrðin séu notuð til hins ítrasta. 3. Að fyrirbyggja, að ríkið verði fyrir tapi á lánum sín- um, en hljóti hins vegar þjóðfélagslegan hagnað af byggðar- aukningunni. Þetta táknar, að eigendur mega ekki afhenda, selja eign- ina eða skipta henni í visst árabil. Slík leyfi eru aðeins veitt þeim, sem hafa fengið hús og lóðir án jarðarréttinda, ef þeir af atvinnuástæðum þurfa að flytja, og þó því aðeins, að op- inberar ráðstafanir eða almenn nauðsyn geri flutninginn nauðsynlegan.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.