Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 55

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 55
Sigurður Blöndal: Islenzkir skógræktarmenn í Noregsför Stutt greinargerð. í afskekktri sveit við þröngan fjörð á sunnanverðu Mæri í Noregi situr aldraður bóndi, er Niels Ringset heitir. Á langri ævi hefur hann sjaldan unnað sér hvíldar. Hann hef- ur verið forvígismaður ungmennafélagsskaparins og skóg- ræktarfélagsskaparins á heimaslóðum sínum, setið í stjórn- um ótal annarra samtaka og stofnana, sem ná yfir allan Nor- eg, m. a. ríkisjárnbrautanna, og í tvö ár nú eftir stríðið var hann formaður norska skógræktarfélagsins. Árið 1951 og 1955 kom hann hingað til íslands sem full- trúi hins síðastnefnda. Hann vann hér hjörtu allra, sem kynntust honum, og með þeim Hákoni Bjarnasyni, skóg- ræktarstjóra, tókst vinátta. í fyrra tók Ringset að vinna að því, að íslenzkum skóg- ræktarmönnum yrði boðið í kynnisför til Vestur-Noregs. Á ferðum sínum hingað hefur hann vafalaust séð hlið- stæðurnar í þeim vandamálum, sem skógræktin á við að etja í þessum hluta Noregs og á íslandi og álitið, að við mætt- um eitthvað af Norðmönnum læra. Áform hans tókst. Skóg- ræktarfélögin í fjórum vesturlandsfylkjum Noregs, Roga- landi, Hörðalandi, Sogni og Fjörðum og Mæri, buðu tíu íslendingum að koma sl. sumar í 10 daga heimsókn. Förina fóru sjö starfsmenn Skógræktar ríkisins: Hákon Bjamason, skógræktarstjóri, sem var sjálfkjörinn fararstjóri, Baldur Þorsteinsson, skógfræðingur, og fulltrúi hans, skóg-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.