Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 64
120
búa betur, það sem gert er, og framkvæma það betur. Kem-
ur þá til þess að beita meiri þekkingu, aukinni dómgreind
og samvizkusemi — og meiri trú á málstað og verk. Að það
sé einhvers virði fyrir þá, sem framfaraverkin vinna, að
vinna þau af þekkingu og trúmennsku. Að það sé einhvers
virði fyrir mennina sjálfa, sem verkin vinna og þjóðina, sem
þeirra á að njóta, í nútíð og framtíð.
Eitt af þessu, sem miklu skiptir um alla framtíð, er skóg-
ræktin. Hér þarf mikið að gera, því að verkefnið er svo und-
ursamlega mikið og stórvaxið. En í þessu máli veltur líka á
miklu, að sem mest af því, sem gert er, sé vel gert, af miklu
viti, þekkingu og raunsæi, samfara trú og bjartsýni.
Margt getur borið á milli um stefnu og aðgerðir í þessu
máli og sitt sýnist hverjum, og um sumt höfum vér á svo
litlu að byggja, að meira gætir trúar en reynslu og raunvís-
inda. (Það er mín trú og mín sannfæring, að ef velja skal á
milli, sé t. d. meira um vert að gróðursetja eina milljón
góðra trjáplantna á ári, vel og vandlega og við þær aðstæður,
að sem mest trygging sé fyrir því að plönturnar njóti góðrar
aðhlynningar og griða í uppvexti sínum, heldur en að gróð-
ursetja árlega tvær milljónir plantna með þeim hætti, að
mjög sé á lausu um þetta allt, og veruleg afföll frá því að
plönturnar séu góðar, plöntunin vönduð og framtíð þeirra
tryggð. En þó að ég láti svo um mælt, loka ég ekki augunum
fyrir því, að alltaf má búast við mistökum hér og þar og að
slíkt má ekki tefja heildina, né verða til dómsáfellis um það
sem vel er.
Mergurinn málsins á sviði skógræktarinnar á því skeiði,
sem hún enn er stödd, er í mínum augum þetta: Það er
miklu meira um vert, hvað er gert og hvemig það er gert,
sem gert er, heldur en hve mikið er gert.
Ég ætla ekki að ræða þetta mál almennt, það er ofviða í
einni tímaritsgrein. Þetta, sem nú er sagt, eru aðeins inn-