Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Síða 66
trá Aske, Syiþjóð: Fjögra ára furur. T. v. fosfór og kali, t. h. fosfór, kali
og köfn.e. Áb. samsv. 270 kg þríf., 300 kg brs. kali og 122 kg kjarna á ha.
rækta skóg, þar sem enginn tekur í munn sér, að erfitt sé að
fá tré til að lifa og þrífast.
Þetta gefur auga leið, hvernig vér eigum að hugsa um
slíka hluti, hvernig oss ber að álykta og hvernig oss ber að
standa að verki. Hér er ekki um það að spyrja, hvort það
borgi sig í aukinni uppskeru, auknum skógarnytjum, að
bera áburð að trjánum, sem vér plöntum og viljum allt til
vinna að nái þrifum og þroska. Hér er blátt áfrarn um það
að spyrja, hvað vér getum gert fyrir þessi tré, án þess að
reikna í krónum og aurum, alveg eins og húsbóndinn og
húsmóðirin láta sér ekki til hugar koma að telja hvað marg-
ar klukkustundir þau vinna í garðinum sínum, eða hve
mörgum stundum þau verja til þess að ala upp börnin sin.
Ef það er svo, og það er áreiðanlega svo, að vér getum
bætt og tryggt árangurinn af skógrækt kringum hús og bæi,
og ræktun skjólbelta um garða og tún, með því að bera
áburð að trjánum, því þá ekki að gera það. Því þá ekki að
taka þetta upp sem ákveðið atriði í skógræktinni og leið-
beina fólki í samræmi við það. Það heltast áreiðanlega ekki
margir skógræktarmenn úr lestinni, þó að öllum verði gert
það ljóst, að eitt meginatriði við alla plöntun trjáa og hirð-
ingu þeirra, á unga aldri, er að bera áburð að trjánum, bera
á trjáreitina og hinn uppvaxandi skjólskóg. Sá, sem vill
rækta tré, og trúir því að hægt sé að rækta tré á íslandi, tel-
ur ekki áburðinn eftir, hvorki verð hans né fyrirhöfnina við
að bera á. Hitt er óútreiknanlegt, hvað aukinn og bættur ár-
angur, hvernig sem hann fæst, hvort sem það er með notkun
áburðar, eða með öðru, er til bóta má verða og hægt er að
veita sér, getur eflt trúna á málstað skógræktarinnar og um
leið trúna á líf og framtíð lands og þjóðar.
Þó að um nokkur hundruð eða nokkur þúsund trjáplönt-
ur sé að ræða, vex mönnum alls ekki í augum að bera á þær,
ef þeir aðeins vita, skilja og síðar fá að reyna, að það bætir
vöxt og þrif plantnanna og tryggir þannig árangur ræktun-
arinnar.
Nýtt trúboð.
Þess gerist áreiðanlega þörf að taka upp nýja starfshætti,
nýjan þátt trúboðs í skógræktinni. í stað þagnar, um áburð-
arþörf trjáplantna, eða jafnvel viðvarana um, að það sé var-
hugavert að bera áburð að trjám, það geti verið hættulegt,
verður blátt áfram að taka upp þá háttu, að athuga og rann-
saka eftir föngum hvað og hvemig á að bera á tré til vaxtar.
Skógarverðir og forráðamenn skógræktar þurfa að geta gef-