Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 75

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 75
131 Á fundinn komu nokkrir gestir, er fundarstjóri bauð vel- komna. bórarinn Bjömsson, skólameistari, flutti hugleiðingar um „Hvers vegna mér þykir vænt um íslenzkar sveitir og sveita- líf“. Inn í ræðu sína fléttaði hann merkar hugleiðingar um uppeldis- og skólamál. Taldi hann að menn gætu ekki öðl- ast þroska nema í gegnum ábyrgð. íbúar strjálbýlis væru yf- irleitt þroskameiri en íbúar þéttbýlis. Var erindið hið at- hyglisverðasta og þakkað af fundarmönnum. 5. Þá var tekin fyrir fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 1956. Framsögumaður fjárhagsnefndar, Helgi Kristjánsson, lagði fram fjárhagsáætlun nefndarinnar og tillögur. Til máls tók Ólafur Jónsson. Tillögur nefndarinnar voru svohljóð- andi og samþykktar samhljóða: „Fundurinn ályktar að fela stjórn félagsins að vinna að því hið bráðasta, að ráðunautar búnaðarsambandanna í Norð- lendingafjórðungi taki að sér innheimtu á gjöldum fyrir Ársrit Ræktunarfélagsins, hver á sínu sambandssvæði, gegn innheimtulaunum, er stjórnin semur um. Jafnframt leggi þeir áherzlu á að safna nýjum áskrifendum. Fundurinn samþykkir að hækka verð Ársrits félagsins um 10 krónur til áskrifenda og 5 kr. til æfifélaga." Svohljóðandi fjárhagsáætlun, fyrir árið 1956, var sam- þykkt samhljóða: T e k j u r : 1. Leiga af Gróðrarstöð o. fl.......... kr. 20.000.00 2. Vextir af sjóðum og innstæðum........ — 4.500.00 3. Styrkur frá Búnaðarfélagi íslands.. — 5.000.00 4. Styrkur frá búnaðarsamböndum ........ — 2.500.00 5. Tekjur af Ársriti Rf. N1............. — 26.000.00 Kr. 58.000.00 9*

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.