Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 77

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 77
2. fundur ráðunauta og fulltrúa búnaðarsambandanna í Norðlendingafjórðungi. Ár 1956, sunnudaginn 4. nóv., var, að tilhlutun Ræktun- arfélags Norðurlands, haldinn fulltrúafundur búnaðarsam- bandanna á Norðurlandi. — Fundurinn var haldinn í fund- arsal Landsbankahússins á Akureyri, og hófst kl. 15.30. Ólafur Jónsson setti fundinn í fjarveru formanns félags- ins, Steindórs Steindórssonar. Bauð hann fundarmenn vel- komna, og sérstaklega bauð hann velkominn Árna G. Ey- lands, stjórnarráðsfulltrúa, sem mættur var á fundinum að ósk stjórnar félagsins. Þá gat Ólafur þess, að hlutverk fund- arins væri hið sama og fulltrúafundar, er haldinn var á Ak- ureyri, að tilhlutun sama aðila, fyrir ári síðan. Það er að gefa forustumönnum búnaðarsamtakanna og ráðunautum þeirra tækifæri til þess að skýra hver öðrum frá störfum sínum og viðfangsefnum og ræða þau málefni, sem væru efst á baugi hjá búnaðarsamböndunum. Fundarstjóri var kosinn Ármann Dalmannsson og fundar- ritarar Aðalbjörn Benediktsson og Bjami Arason. Á fundinum vom mættir: Úr stjóm Ræktunarfélags Norðurlands: Ólafur Jónsson, Jónas Kristjánsson. Frá Búnaðarsambandi Vestur-Húnavatnssýslu: Steinbjörn Jónsson, Syðri-Völlum, Aðalbjörn Benediktsson, ráðu- nautur. Frá Búnaðarsambandi Austur-Húnavatnssýslu: Hilmar Frímannsson, Fremsta-Gili, Sigfús Þorsteinsson, ráðunautur.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.