Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 78

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 78
134 Frá Búnaðarsambandi Skagafjarðar: Kristján Karlsson, Hólum, Egill Bjarnason, ráðunautur. Frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar: Ármann Dalmanns- son, Akureyri, Ingi Garðar Sigurðsson, ráðunautur, Bjarni Arason, ráðunautur. Frá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga: Baldur Bald- vinsson, Ófeigsstöðum. Frá Búnaðarsambandi Norður-Þingeyinga: Björn Karls- son, Hafrafellstungu, Grímur Jónsson, ráðunautur. Þá voru mættir á fundinum Ámi G. Eylands, Stjórnar- ráðsfulltrúi, og Árni Jónsson, tilraunastjóri. Gengið var til dagskrár þannig: 1. Tilraunamál. — Árni Jónsson hafði framsögu. Ræddi hann einkum um dreifðar tilraunir. Benti hann á þann mikla mismun, sem er hér á jarðvegi, og þá einkum veðr- áttu, á milli landshluta og héraða. Af þessum ólíku skilyrð- um leiddi, að mikil þörf væri fyrir dreifðar tilraunir. Þá ræddi hann um framkvæmd dreifðra tilrauna og lagði áherzlu á nauðsyn þess, að sama tilraun stæði lengri tíma en eitt ár, helzt þrjú ár, til þess að óvenjulegt veðurfar tmflaði ekki um of niðurstöður hennar. Hann taldi mjög æskilegt, að héraðsráðunautarnir hefðu eftirlit og umsjón með þess- um tilraunum. Þessir menn tóku til máls um tilraunamálið: Ármann Dal- mannsson, Ólafur Jónsson, Grímur Jónsson, Sigfús Þor- steinsson. 2. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. — Ólafur Jónsson skýrði frá tillögu, sem samþykkt var á síðasta aðalfundi fé- lagsins. Var hún þess efnis, að stjórn félagsins var falið að leita eftir samvinnu við héraðsráðunautana á félagssvæðinu, um að þeir tækju að sér útbreiðslu og innheimtu Ársritsins, hver á sínu starfssvæði. Ræddi Ólafur tildrög þess að þessi tillaga hafði komið fram og óskaði eftir að heyra undirtektir

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.