Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Blaðsíða 1
Skýrsla
um framkræmdir Búnaðarsambands Austurlands
frá 22. júní 1911 til 21. júní 1912.
1. Um starfsemina í gróðrarstöS Sambandsins vísast
algjörlega til skýrslu ráðunauts um stöðina. Og
er hún því lögð fram sem fylgiskjal.
2. Ný stefna hefir verið í ár i búfjársýningarmálinu,
þannig, að leggja niður þær sýningar, sem tíðkast
hafa, og láta í þeirra stað koma hrútasýningar á
Austurlandi. Hafa slíkar sýningar verið boðnar
suðurhluta Sambandssvæðisins á næsta liausti, og
sótt um fje til þeirra frá sýslusjóðum Suðurmúla-
og austur-Skaptafellssýslna. Svör enn ókomin að
nokkru, bæði frá sýslunum og búnaðarfélögum, og
undirtektir yfirleitt seinar og dauflegar.
8. Með því að Jón bóndi Stefánsson á Hreiðarsstöðum
treystist ekki til að halda kynbótabúinu þar áfram
sakir beilsubilunar, er það þarmeð fallið niður því
miður. Og þó að Jón byði Sambandinu kauprjett
á ærstofninum, hefir það ekki enn hagnýtt hann, þar
sem það ekki á neinn mann vísan lil að ganga
inn í kaupin og halda búinu átram.
4. Námskeið til bændafræðslu fór fram við Eiðabúnaðar-