Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Blaðsíða 28
30
Skýrsla
til stjórnar Búnaðarsambands Austurlands
yfir störf undirritaðs starfsmauns
frá 1. jan. til 31. desemb. 1913.
Frá i. ianúar til 10. maí hefi eg stundað kenslu
við Búnaðarskólann á Eiðum, og aftur frá 8. nóv. til
31. desember þ. ár. Þó er að undanskilja dagana frá
24/4—29/4 sem eg sat á stjórnarfundi Búnaðarsambands-
ins i Vallanesi, og dagana 29/s—8/4, er eg mætti fyrir
hönd Búnaðarsambandsins við bændanámsskeið á Breið-
dalsvík i S.-Múlasýslu, og hélt þar 4 fyrirlestra.
1b/5—17/5 fór eg um Egilsstaði og Vallanes. A
Egilsstöðum átti eg að mæta á fundi Hrossaræktunar-
féiags Fljótsdalshéraðs, en fnndur sá fórst fyrir 17.—
31. maí dvaldi eg á Sðf. vegna pantana er Sambandið
hefir um hönd. Ennfremur sáði eg þar grasfæi í sléttu
tæpar 2 dagsl. að stærð, er Jóhanries sýslumaður Jó-
hannesson á.
Frá 22. maí til 11. júni dvaldi eg að mestu heima.
Vann þá við teikningar og skriftir fyrir Sambandið,
auk þess sem eg hafði eftirlit með Gróðrarstöðinni á
Eiðum, og útvegaði land til nýyrkjutilrauna og hafði
eftirlit með vinnunni við þær. 12. og 13. júní á Seyð-
isfirði í erindum Sambandsins. 15.—20. júni vann eg
við túnmælingar í Vallanesi og á Ketilstöðum á Völium.
21—22. júní sat eg á aðalfundi Búnaðarsambands-
ins að Eiðum.
26. júlí fór eg á Seyðisfjörð í Sambandserindum.
27. s. m. mætti eg enn á fundi Hrossaræktunar-