Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Blaðsíða 43
45
i jörðu. Mælar þessir eru á sléttlendi skamt frá loft-
hitamælinum, í vel þurrum leirmoldar jarðvegi. Mun
því næst, að þeir lýsi hitastigi í vel ræstum jarðvegi.
7. Heyvinna.
í ár hafa verið heyjaðir tæpir 50 hestar í Hjartar-
staðalandi handa Gróðrarstöðinni. Hey þetta verkaðist
mikið vel, og var allt flutt heim jafnóðum og frá því
gengið i húsi skamt frá Gróðrarstöðvarhúsinu.
8. Aðrar framkvœmdir.
Plægðar upp hérumbil 4 dagsl. utan girðingar, og
þar grafinn skurður til afleiðslu fyrir yfirborðsvatn.
Eiðalækur hefir nú undanfarin ár brotið nokkuð
af landi Gróðrarstöðvarinnar. 1 ár var farvegi lækjar-
ins breitt. llonum grafinn nýr farvegur, en öflug stífla
hlaðin í gamla farveginn. Stíflan er 2179 teningsfet og
hinn nýji farvegur 2560.
Húsið allt verið þrímálað uppi. Steyptar að því
steintröppur. Reykháfur endurbættur að mun. Og loks
grafið lokræsi 4’ djúpt að vestan og norðan við húsið,
er verja skal uppgönguvatni í hesthús og kjallara.
Auk þess hefir verið varið talsverðum tíma til end-
urbóta á girðingum í kringum stöðina, og partur girt-
ur af inni i stöðinni. Ekið á annað hundrað hlössum
af möl á spildu, sem hefir verið fyrirhuguð til jarð-
eplaræktunar. Og megnið af stöðinni svo plægt upp
aftur i haust.
Af trjám og runnum hefir verið gróðursett: 50
rauðberjaplöntur frá Akureyri. Frá Hallorrnsslað 200
pl. alm. reynir, 100 pl. björk, 100 pl. fjaiifura, 50 pl.
Linus bancsiona og 50 pl. alnr. greni.