Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Blaðsíða 45
4t
Á9 lýsa hverju fyrir sig með miklum mólalenging-
um, sem þá enda í engu eða litlu, er því með öllu mein-
ingarlaust. Og eigi er rétt að gefa neina skýrslu um
þetta ár nokkurntíma í heild sinni; má aðeins styðjast
við einstök atriði í framtíðinni og meira ekki.
Þrátt fyrir þetta, þótt árangurinn sé lítill á einstök-
um árum, er ekki rétt að örvænta um tilraunastarfsemi
hér á Austurlandi, eða álíta því fé illa varið, er til henn-
ar gengur. Þegar við margfalda erfiðleika er að stríða,
er einmitt miklu frekar nauðsyn á athugunum, svo að
einhver reynzla fáist, og menn þurfi eigi að fálma í
blindni. Mörg þýðingarmikil spursmál, fyrir jarðrækt
Austurlands, hrópa á athygli og krefjast úrlausnar. Og
hinn opinberi félagsskapur má eigi láta sér vaxa i aug-
um að bera það mál fram til sigursælla úrslita.
Fjórðungur þessi getur aldrei tekið sér til eftir-
breytni alt sem jarðræktarnýungar hinna fjórðunganna
leiða í Ijós, til þess eru skilyrðin of ólík bæði að einu
og öðru. Ef menn vilja búa hér, verða þeir einnig að
öðlast reynzlu, er bygð er á högum þeirra og háttum.
Eiðum 31. desember 1912.
B. G. Blöndal.