Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Blaðsíða 53
55
Nöfn Flutt Grömm 3500 Aurar 12 Hitaein. n
Laukur .... 45 1 23
Gulrófur. . . . 1250 10 375
Smjör .... 75 12 600
Hveiti .... 75 3 263
Brúnað hveitibrauð • • • 250 19 600
Salt (V2 matsk.) . • • • n n n
Pipar (V2 tesk.) . Samtals Y) 5195 n 57 n 1861
Gulrófurnar eru flysjaðar, þvegnar og soðnar í vatni
með dálitlu af salti i, þangað til þær eru komnar í mauk,
og marðar í gegnum sigti. Smjörið er brætt í potti;
hveitinu hrært saman við það, og kjötseyðinu og gul-
rófuseyðinu smáhelt í, og súpan' soðin i 6—10 mín.
Salti og pipar er bætt við eftir smekk. Gulrófusúpan er
borðuð með brúnuðu hveitibrauði; lika borðuð með kjöti.
Gulrófusúpa II.
Nöfn Grömm A urar Hitaein.
Unanrenning 4000 40 1600
Gulrófur 1000 8 300
Hrismjöl eða maísflog . . 75 4 263
Salt 6 n n
Samtals 5081 52 2163
Gulrófurnar eru flysjaðar, þvegnar og skornar i V2cm-
þykkar sneiðar, sem eru soðnar í V2 af undanrenningunni.
Þegar gulrófurnar hafa soðið í 3/4 stundar, er hrísmjöl-
ið hrært i sundur í því, sem eftir er af mjólkinni, og
jafningurinn látinn í pottinn og hrært vel i á meðan.
Súpan þarf að sjóða í 2 klukkustundir. Að suðunni lok-
inni er hún söltuð.