Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Blaðsíða 7
9
6. Félagsplægingar Sambandsins halda áfram i sumar,
eins og sumarið 1912 (1912 voru á 84 dögum
plægðar c. 95 dagsláttur) þó með þeirri breytingu,
að nú er ekki plægingarkensla þeim samfara, með
því að ekki fekst styrkur til kenslunnar frá Búnað-
arfél. Isl. Meira verkefni var til i vor en likindi
eru til að komist af í sumar, og er það gleðilegur
vottur þess, að menn sé að verða stórhugaðri og
stórstígari í jarðrækt en verið hefir. Teljum vér
það mál komið á góðan rekspöl.
7. Félagsherfunum hefir verið komið áísumar. Þannig
að Sambandið leggur til herfi og aktygi ókeypis og
ræður mann til verksins. Búnaðarfélög hreppanna
sjá fyrir hestum til verksins, en herfendur greiða
kostnað við hesta og herfanir. Hefir þetta fyrir-
komulag gefist vel hér til, í 5 vikur, enda hafa herf-
endur lagt sjálfir til hesta, liver hjá sér.
8. Ákveðið var að taka upp nýyrkjutilraunir, beitartil-
raunir og ávinnslutilraunir utan gróðrarstöðvarinnar,
og er þegar byrjað lítillega á því.
9. Pöntunum verkfæra, áburðar, sáðtegunda o. fl. hefir
verið haldið áfram sem að undanförnu. En þær
hafa orðið með minsta móti i ár.
Ut af óhöppum, sem orðið hafa á gaddavírspönt-
unum, og rekistefnu þar að lútandi vill stjórnin
vekja athygli fulltrúa á því, hvort ekki mundi rétt-
ast að sleppa þeirri grein pantana eftirleiðis.
10. Verkfærasýningin við gróðrarstöðina hefir verið opin
árið 1912—13, eins og undanfarið,
11. Bændanámskeið var haldið við Eiðaskóla eins og
undanfarið, með styrk frá Samb. kr. 140,00. Auk
þess var haldið námsskeið á Selnesi í Breiðdal að