Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Blaðsíða 48
50
Matreiðsla á nokfcrum garðjurtum.
Eftir Jónínu Sigurðardóttur frá Draflast.
Kartöflukássa.
Nafn Grömm Aurar Hitaein.
Kartöflur 1000 12 900
Nýmjólk 250 5 162
Smjör 50 8 400
Salt (^2 matskeið) . . . 6 n n
Múskat (^/4 teskeið). . . n 1 n
Sykur (2 matskeiðar) . . 50 3 200
Samtals 1356 29 1662
Kartöflurnar eru flysjaðar hráar og látnar jafnframt
í kalt vatn, því næst þvegnar og soðnar i saltvatni,
þangað til þær eru vel meyrar. Vatninu er þá helt af,
og kartöflurnar látnar upp aftur hlemmlausar, svo vatn-
ið geti gufað upp. Kartöflurnar eru marðar með sleif
eða tréhnalli. Þegar þær eru soðnar í mylsnu, er mjólk-
inni smáhelt i, smjörið látið út í og krydd, eftir smekk.
Kássuna þarf að hræra þangað til hún er öll orðin hvít.
Kartöflukássuna má láta í hringmót, sem er smurt með
smjöri og stráð innan í það ögn af steyttu brauði.
Hringmótið er þá bakað inni í ofni við hægan hita í
20 minútur. Hringnum er hvolft á fat, og smásteik.
Annars má laga kássuna til með skeið.
Kartöflukássa er borðuð með ýmsum kjötmat.
Kartöflukúlur I.
Nafn Grömm Aurar Hitaein.
Kartöflur.................... 500 6 450
Smjör........................ 60 9 __ 480
Flyt ~ 560 15 930