Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Blaðsíða 57
59
Til athugunar:
Allar umsóknir til Sambandsins eiga að vera komn-
ar til stjórnarinnar fyrir lok janúarmán. ár hvert. Slík-
ar umsóknir geta verið m. a.:
1. Um bændanámsskeið;
2. Um félagsplægingar;
3. Um verðlaun fyrir góða hirðingu búpenings;
4. Um verðlaun fyrir góða hirðing áburðar:
Þessi verðlaun verða því aðeins veitt, að umsækjandi
hafi lagarheld haughús og safngryfjur.
5. Um hrútasýningar. Þar leggur Sambandið fram fé til
verðlauna, en hlutaðeigandi hreppssjóðir greiða ann-
an kostnað við þær. Þarf sá kostnaður ekki að vera
tilfinnanlegur, ef sýninganefndir og dómnefndir vinna
kauplaust, sem víðast hefir verið. Þyki verðlaunafé
Sambandsins of lítið, getur komið til mála, að hreppa-
sjóðir bæti við það. Og einkum má búast við, að
svo verði lagt fyrir, ef hreppar geta ekki eða vilja
sameinast um sýningu.
6. Um störf og leiðbeiningar ráðunauts (mælingar, áætl-
anir o. fl.). Slíka aðstoð fá búnaðarfélög, sem í
Sambandinu eru, fyrir sig og einstaka meðlimi, án
endurgjalds; þó fæða hlutaðeigendur ráðunaut, meðan
hann starfar fyrir þá. Félög utan Sambandsins, og
einstakir menn utan búnaðarfélaga, fá og leiðbein-
ingar, ef því verður við komið, þegar ráðunautur á
leið um. En fyrir það skal greiða þóknun, 6 kr.
um daginn, eða tiltölulega fyrir parta úr dögum. I
umsóknum um ráðunaut, skal tekið skýrt fram, hvers