Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Blaðsíða 12
14
Vopnafirði um líkt Ieyti 1914, sem bæði voru mjðg vel
sótt og fengu lof og vinsældir héraðsbúa.
Sambandssvæðinu hefir verið skift i hæfilega stór
námsskeiðasvæði (4), og viðtekin sú regla, að Sambanbið
sendir 1—2 manna sinna, og lætur þá halda um helm-
ing þeirra fyrirlestra, er flytja skal. Hinn hluta fyrir-
lestranna hefir svæði það, er óskar námsskeiðs, verið
skyldað til að útvega innanhéraðs. En þóknun (5 kr.)
hefir Sambandið greitt fyrir þá.
Annan kostnað við námsskeiðin, svo sem hús, hitun,
Ijós o. fl. hafa hlutaðeigandi hreppa- eða búnaðarfélög
borið. Mun sá kostnaður ekki hafa verið tilfinnanlegur.
Skýrslurnar sýna, að félagsplægingar hafa farið fram
sumurin 1912 og 1913, og hertanir 1913. — Plægingar
þær, sem stofnað var til 1911, og getið er í stjórnar-
skýrslu 21. júní 1911, fórust fyrir, vegna þess að plóg-
maðurinn hrást.
Sumarið 1912 var plægt alls í 84 daga 85385 □
faðm. hjá 22 bændum. Mest plæging í stað var 30 dag-
ar og 30316 □ faðm. og minst 1 dagur og 620 □
fðm. Að jafnaðartali koma á dagsverk plógmanns c.
1016,5 □ fðm. Daglaun plógmanns og 6 plóghesta
voru samtals kr. 7,42. Varð því kostnaður á ferfaðm-
inn 0,73 eða tæplega 3/4 eyris, og á dagsláttuna tæp-
lega kr. 6,57.
Sumarið 1913 var plægt 83x/2 daga 83335 □ fðm.
hjá 38 bændum. Mest plæging i stað var 6 dagar og
5576 □ faðm. og minst 1 dagur og 615 □ faðm. Að
jafnaðartali komu á dagsverk plógmanns 1004 □ faðin.
daglaun plógmanns og 6 plóghesta voru samtals kr.
8,60. Varð því kostnaður á ferfaðminn 0,856 eða dá-
lítið yfir 3/4 eyris, og á dagsláttuna kr. 7,71. Auk þessa