Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Blaðsíða 13
15
kostnaðar fæddu plægjendur plógmann ókeypis. Séfæð-
ið reiknað 1 kr. um daginn, verður kostnaður alls á □
faðm 1912 0,745 eyris og á dagsláttu kr. 6,70 og 1913
á □ faðm 0,956 eyris og á dagsláttu kr. 8,60.
Plægingunum var þannig fyrirkomið, að Sambandið
lagði til hesta og verkfæri öll, og réð plógmann. Borg-
uðu svo plægjendur daglaun fyrir plógmann og hesta
fyrir vinnudaga, en Sambandið fyrir ílutningsdaga milli
búnaðarfélaga, svo og annan flutningakostnað. Plóga,
aktygi og önnur áhöld lagði það til kauplaust. Nam
þessi kostnaður alls 1912 kr. 588,23 og árið 1913 kr.
485,44, sem er að skoða sem styrk frá Sambandinu til
plæginganna. Auk þess heíir það keypt 6 plóghesta
fyrir samtals kr. 835,00. En fóður þeirra og rentu af
verði borgar vinnan.
Sumarið 1913 var herfað alls í 40% daga 33678
□ faðmar hjá 13 bændum. Mest herfing í stað var 9
dagar og 7200 □ faðm. og minst 1 dagur og 1450 □
faðm. Af hinu herfaða Iandi var grófherfað 27528 □
faðm. og fínherfað 6150 □ faðm.
Herfingunum var svo fyrir komið, að einstakir herf-
endur eða búnaðarfélög með samvinnu lögðu til hesta
og borguðu daglaun herfara fyrir vinnudaga. En Sam-
bandið kostaði ferðir milli búnaðarfélaga og lagði til 2
ný spaðaherfi, aktygi með hemlum og dráttarlínum og
annað, sem þurfti. Nam sá kostnaður atls kr. 454,64
og er að skoða sem styrk til herfinganna.
Sumarið 1912 veitti Búnaðarfélag íslands 250 kr.
styrk til plægingarkenslu. Reynslan varð sú, að náms-
menn fengust ekki nema fyrir fylstu daglaun, auk þess
sem þeir eðlilega unnu að vonum lítið verk, og hlutu
að sjálfsögðu að tefja vinnu plógmanns til muna, ef