Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Blaðsíða 33
35
sem þurkar á óhentugum tíma, áburðarskortur o. fl.
Einkum hefir þó árangur orðið vonum betri, hvað snert-
ir flestar garðjurtir. Þær hafa aldrei náð öðrum eins
þroska síðan Gróðrarstöðin var sett á stofn sem í ár.
Mun skjólgarður sá, er reistur var sumarið 1909 og skýrt
hefir verið frá í fyrri skýrslum, hafa stuðlað mikið að
því; líka var hægt að sá mörgum garðjurtum með fyrra
móti í ár.
í ár hafa þessir tilraunaflokkar verið gerðir.
1. Um þroska ýmislegra garðjurta.
2. Samanburðartilraunir með ýms afbrigði af fóður-
rófum.
3. Samanburðartilraunir á byggi og höfrum til fóðurs,
og hversu mikla eftirtekju mætti fá af haustrúg til fóðurs.
4. Sáðtímatilraunir með grasfræ frh. og endurbættar.
5. Tilraunir með mismunandi tegundir og magn af
áburði:
Samkvæmt ráðsstöfunum Ræktunarfundar, er hófst
á Akureyri 2. sept. 1908, átti einnig að gera hér til-
raunir með nýrækfun á holti og valllendismóum. Til-
raunir þessar voru gerðar árið 1909, en stönsuðu svo
aftur 1910 af ástæðum, sem greindar eru í skýrslu fyr-
ir það ár. Nú þótti eigi rétt að halda tilrauninni áfram,
þar eð tilraunir þessar skyldu bornar saman við sam-
kynja tilraunir frá öðrum Gróðrarstöðvum á landinu,
sem hafa getað haldið þeim stanslaust áfram, en enginn
svo stór óunnin spilda innan girðinganna, að koma
mætti tilraununum aftur á fót. Verða þær því eigi
teknar upp fyr en á næsta ári, því þá er í ráði að
bæta nokkru óunnu landi við Gróðrarstöðina. — Skal
nú eigi frekar rætt um þetta að sinni, en skýrt nokkru
nánar frá hinum einstökn tilraunaflokkum.
3*