Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Síða 33

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Síða 33
Hvert búnaðarfjelag verður að leita staðfestingar hlutaðeigandi fjórðungssambands á lögum sínum, og verur með því, ef lögin ná staðfestingu, viðurkent félag, með fullum rjettindum. Um fjelagsgjald bvmaðarfjelaganna leggjum vjer til, að það sje eigi minna en 4 krónur fyrir hvern reglulegan fjelagsmann og 2 krónur fyrir aukameð- limi, en það eru búlausir menn, er ganga í fjelögin. Af fjelagsgjöldum og öðrum tekjum, leggjum vjer til að fjeléögin leggi alt að 10% til sjóðsmyndunar og renni þessi gjöld allra búnaðarfjelaganna í einn sameiginlegan sjóð, er ávaxtist undir umsjón og for- ráðum landsbúnaðarfjelagsins, samkvæmt skipulags- skrá, og nefnist Landbúnaðarsjóður íslands. Hvert búnaðarfjelag er eigandi að tillögum sínum í sjóðinn og hefir hvert sinn reikning við hann (sbr. hinn almenna Kirkjusjóð). Hlutverk sjóðsins skal einkum vera það, að veita búnaðarfjelögunum lán til kostnaðarsamra framkvæmda og verkfærakaupa, eftir tillögum hlutaðeigandi fjórðungssambands. Hvert hrepps-búnaðarfjelag greiði til hlutaðeigandi f jórðungssambands ákveðið gjald fyrir hvern meðlim sinn, eða ákveðið hundraðsgjald af öllum tekjum f jelagsins, enda sje það gjald aldrei minna en 1 króna fyrir hvern fjelagsmann. Sameiginleg stefnuskrármál eða starfssvið allra búnaðarfjelaga sjeu þau, að vinna og gangast fyrir umbótum og nýbreytni í öllu þvi, er snertir jarðrækt, búfjárrækt, búnaðarskýrsluhald og búreikninga og verslun, þar með tahn vöruvöndun og bættur mark- aður fyrir afurðir búanna. 3*

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.