Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1975, Síða 51
Árið 1975 voru 11 aðilar með meira en 6 ha nýrækt. Mest var
hún hjá Félagsbúinu Egilsstöðum I í Egilsstaðahr. 15,36 ha, Rækt-
unarfélagi Jökudæla á Stóra-Bakka í Tunguhr. 14,75 ha, Jónasi
Kjartanssyni Valþjófsstað I í Fljótsdal 12,43 ha, Jóni Sigurðssyni
Kirkjubæ í Tunguhr. 10,0 ha og Stefáni Halldórssyni Brú á Jökul-
dal 8,12 ha.
Mest grænfóðurrækt var hjá Ásmundi Þórissyni Jaðri II í Valla-
nreppi. Skurðgröftur var meiri en 10 þús m3 hjá þremur aðilum.
Ef litið er tíu ár aftur í tímann sést að mest hefur nýrækt í Múla-
sýslum orðið árið 1968, alls 740,5 ha. Endurvinnsla túna er lítil, en
hún varð mest á kalárunum og við lok þeirra. Grænfóðurrækt hefur
farið minnkandi frá 1970, þegar grænfóðurrækt var í hámarki 263,9
ha. Girðingar eru með minnsta móti. Talsverðar sveiflur hafa orðið
milli ára í skurðgreftri, en hann var í algjöru lágmarki árið 1973,
eða 77080 m3 en komst upp í 501906 rúmm. árið 1967.
1 töflum 3 og 4 má sjá byggingaframkvæmdir árin 1974 og 1975.
Þær eru með mesta móti. Mikið var byggt af heygeymslum, einkum
fyrir þurrhey, aðeins 12,5% af heygeymslum árið 1974 eru fyrir
vothey og 20,8% árið 1975.
Varðandi tölu jarðabótaaðila er rétt að taka fram að félagsbú
og félagsræktun er talin sem einn jarðabótaaðili.
55