Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 13

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 13
VÍNLANDSFERÐ FLATEYJARBÓKAR 13 Hinn nafnlausi bréfritari í Nationaltidende virðist hafa fengið að hluta upplýsingar sínar úr Dannebrogsgreininni, en \ itnar auk þess í grein í Lundúnatímaritinu „Academy" nr. 1079 7. janúar 1893 eftir sagn- og málfræðinginn Frederick York Powell í Ox- ford.181 þeirri grein eru taldar fram fjórar ástæður til að mótmæla útláninu: (1) hægt er að rannsaka handritið í Kaupmannahöfn („handritið er mjög aðgengilegt, dr. Brown, hinn ljúfasti bóka- vörður, greiðir götu manna að því á hverja lund“);19 (2) aðeins sárafáir amerískir fræðimenn geta lesið handritið, og þeir, sem geta það, telja ekki eftir sér að fara til Kaupmannahafnar til að rannsaka það; (3) amerískur fræðimaður („þ\í miður dáinn, annars hefði hann tekið undir þessi mótmæli", leyfir Powell sér að segja)20 hefur þegar látið ljósprenta ágætlega þá staði í handritinu, er hér skipta máli; og loks (4) er til vönduð útgáfa handritsins. — Powell fullvissar lesendur sína um, að afstaða sín yrði hin sama, þótt ekki ætti að sýna handritið í Ameríku, heldur t.a.m. í Moskva eða London („það er enginn ’brezkur hroki’ í mótmælum mínum“), og hann herðir á í lokin, þegar hann segir: „Eg skrifa þetta í þeirri von, að fræðimenn, er meira mega sín, skori á dönsku stjórnina að stöðva framgang þessa óskynsamlega máls og bjarga einum af dýrgripum Evrópu úr þessum óæskilega og óþarfa háska.“21 Grein Powells var líka lesin í Christianíu. I Aftenposten laugar- daginn 21. janúar er vitnað til hennar í athugasemd frá ritstjórn- inni undir fyrirsögninni „Flatóbogen", þar sem ekki er látið undir höfuð leggjast að halda frarn hinu norska sjónarmiði. Með tilvísun til hinnar miklu útgáfu Guðbrands Vigfússonar og Ungers segir svo: „Við getum bætt því við, að tilmælum útgefandans [þ.e. Ungers prófessorsj um lán á handritinu til Christianíu vegna útgáfunnar svaraði þáverandi yfirbókavörður, Werlauff, á þann veg, að hann harmaði, að hann yrði að neita um lánið, en rneðan 18 L'm Powell (1850-1904) s)áDictionary ofNationalBiography, Second supplemenl vol. III. London 1912. Hann gaf út ásaml Guðbrandi Vigfússyni m.a. An Icelandic Prose Reader, Oxford 1879/og Corpus Poeticum Boreale I—II, Oxford 1881. 19 Powell kann að hafa kynnzt greiðvikni Bruuns í ágúst 1884, er hann dvaldist í Kaupmannahöfn ásamt Guðbrandi Vigfússyni við rannsókn íslenzkra handrita. 20 Powell á við Arthur Middleton Reeves, er dó 25. febrúar 1891, 34 ára að aldri. Sbr. Dictionary of American Biography Vol. XV, London 1935, s. 470. 21 Ljóst er, að Bruun hefur ekki haft í höndum fyrr en mjög seint alla grein Powells. Lppskrift hennar, sem hér er vitnað til, með hendi Bruuns (í KB/JS) er undirrituð og dagsett 10.2.1893.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.