Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 15

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 15
VÍNLANDSFERÐ FLATEYJARBÓKAR 15 ásýnd alls heimsins.“ Það hvarflar ekki að ritstjóranum, að skoðun handritsins vekti e.t.v. fremur löngun rnanna til að snúa sér að íslandi, Noregi eða þá Grænlandi til að kynna sér hinar andlegu, sögulegu og landfræðilegu forsendur, er að baki liggja. Hann lætur við það eitt sitja að líta á það sem danskt. Honurn er og ljóst, í hverju auglýsingagildið verður fólgið: „Eftir Chicagosýninguna mun allur heimurinn \ ita, hve rnikla og sérstæða fjársjóði Kaup- mannahafnarsöfnin hafa að geyma. Og leiti hinir erlendu gestir fyrst til þeirra, rnunu skógar Norður-Sjálands og Eyrarsund kyrrsetja þá.“ Jú, þegar litið hefur verið á fornsögunar, veitir hinum glaða ferðamanni ekki af dálítilli sveitasælu og friði og lætur heillast af unaðsreitum Norður-Sjálands. Nationaltidende birti þennan sama dag enn aðra grein eftir „S.M.“, í þetta sinn undir fyrirsögninni „Flatöbogen, Chikago og andet Mere“. Efasemdir hans höfðu ekki minnkað þá daga, er liðnir voru frá birtingu fyrri greinarinnar, og orðbragðið var ekki mildara. Lánbeiðni Ameríkananna er nú lýst sem „áfergju út- landsins“, og hann sér enga ástæðu til „slíkrar undanlátssemi ... til að láta á sér bera í landi, sem enn ber svo lítið skynbragð á gildi lista, að lagður hefur verið innflutningstollur á listaverk, þar sem t.a.rn. er á hinn bóginn lagt bann við útflutningi þeirra á Ítalíu!“ Þannigþekkir maður sauðina frá höfrunum. „S.M.“ hefur yfirleitt tilfinningu fyrir þjóðareinkennum. Hann er nógu hugmyndarík- ur til þess að gera sér í hugarlund viðbrögð þeirra, sem sjá enga hættu og eru vísir til, þegar handritinu verður að vanda skilað, að benda þeim á, sem betur þykjast vita, að ekkert tjón hafi hlotizt af — viðbrögð, sem hann skrifar á „hið vanalega danska kæruleysi, sem sprottið er af vorri léttu hviklyndu skapgerð“, og liann segir, svo að hann hafi nú vaðið fyrir neðan sig, að illa fari í öllu falli. Þótt ekkert hendi gripinn á sýningunni, sé á móti skapað fordæmi, og hver verður þá ekki næstur til að biðja um lán — „Suður-Ameríka, Kalifornía eða Ástralía!" „S.M.“ nefnir ekki, hvað honum þyki verst, en setur fram eftirfarandi markvissa staðhæfingu: „að hver sýningin rekur aðra og hver og einn sækist aðeins eftir að yfirbjóða hinn næsta á undan, svo að alltaf reynir á ný og sterkari áróðurs- meðöl.“ Ný og sterkari áróðursmeðöl voru naumast það, sem Bruun þurfti á að halda, en þau urðu á honum að hrína, því að ekki heldur í Noregi var málið látið kyrrt liggja. Aftenposten hafði 23. janúar birt lesandabréf undirritað „N“ (sent Bruun nafnlaust, er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.